Morgunblaðið - 01.05.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Ljósmyndir/Saga Sig.
Áhugamálið Kristín Brynja Gunnarsdóttir, með bók sína, Fyrsta bók. Í bak-
grunni sést í prjóna og bandið Einrúm sem hannað er af Kristínu.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Frá níu ára aldri fór ég labb-andi í Efstasundið á hverj-um laugardegi til ömmuminnar Katrínar Gunn-
arsdóttur handavinnukennara. Ég
fékk saltfisk og hamsatólg í hádegis-
mat og vöfflur með rjóma með
kaffinu,“ segir Kristín Brynja Gunn-
arsdóttir, arkitekt og prjónahönn-
uður.
„Amma kenndi mér að prjóna og
ég sat hjá henni, hlustaði á gufuna og
spjallaði eða spjallaði ekki við ömmu.
Ég prjónaði afmælis- og jólagjafir
eftir því sem ég gat miðað við aldur,“
segir Kristín. Hún segir að prjóna-
skapur heilli hana á margan hátt.
„Það er sérstaklega skemmti-
legt að geta notað frístundir til þess
að framleiða afurð sem hægt er að
nota. Það felst svo mikil ánægja í því
að velja sér efni, horfa á og finna
áferð bandsins. Velja sér svo munst-
ur eða ákveða hvernig flíkin á að
vera,“ segir Kristín, sem bætir við að
því fylgi sérstök ánægja að leysa þá
þraut sem prjónaskapur geti verið.
„Maðurinn minn Steffan, sem er
arkitekt eins og ég, skilur ekki
hvernig hægt er að lesa út úr prjóna-
uppskriftum. En það er svolítið eins
og að lesa úr morssendingu,“ segir
Kristín og heldur áfram að lýsa vel-
líðaninni sem felst í því að prjóna.
„Það er sérstök tilfinning að um-
breyta þráðum í fast form. Ég hef
gaman af því að prjóna eftir upp-
skrift en prjóna líka án þeirra. Þegar
ég byrja að prjóna eftir uppskriftum
horfi ég stundum á blaðið og skil ekk-
ert hvernig ég eigi að klóra mig fram
úr þessu. Það getur verið töluverð
áskorun að byrja að fitja upp á fyrsta
prjóninn en vellíðanin er mikil þegar
verkefnið er leyst og fullbúin flíkin
liggur á borðinu,“ segir Kristín, sem
hefur á síðustu mánuðum gefið út
tvær prjónauppskriftabækur.
„Fyrsta bókin kom út í nóvem-
ber með uppskriftum eftir mig og
Höllu Benediktsdóttur, bókin heitir
einfaldlega Fyrsta bók. Önnur bókin
heitir Rendur, hún kom út seinni-
partinn í apríl. Allar uppskriftir í
þeirri bók eru eftir Björgu Pjéturs-
dóttur og prjónað er úr Einrúmi,
bandi sem ég þróaði,“ segir Kristín.
Í bandinu Einrúmi blandar
Kristín saman íslenski ull og taí-
lenskum silkiþræði. Hún segir að ís-
lenska ullin sé fullkomin eins og hún
er en hana hafi langaði til að lyfta
henni á enn hærra plan og blanda í
hana taílenskum silkiþræði.
„Ég vildi gera það á þann hátt
að það sæist að öðru efni hefði verið
blandað við ullina. Það tel ég að mér
hafi tekist með Einrúmsbandinu,“
segir Kristín.
Nafnið segir Kristín koma frá
fyrirtækinu Einrúmi, sem hún rekur
ásamt eiginmanni sínum. Á síðu
fyrirtækisins einrum.com er hægt að
finna bæði arkitektúr og prjóna-
hönnun.
„Nafnið Einrúm kemur til af því
að mér fannst það geta rúmað eitt-
hvað meira en arkitektúr. Einrúm
getur fyrir einhverjum hljómað ein-
manalegt en það er það alls ekki.
Einrúm þýðir rými milli þess sem
skapar og þess sem skapað er,“ segir
Kristín og bendir á að sköpun geti
verið bæði stór og smá og í einrúm-
inu náist góð tenging við sköpunina
sem einn eða fleiri skapa.
Kristín segir arkitektúr, prjóna-
hönnun og bókaútgáfu fara vel sam-
an eins og fyrirtækið Einrúm sanni.
En Einrúm gaf út bækur Kristínar,
Fyrstu bók og Rendur.
„Við gefum út einblöðunga með
einni prjónauppskrift. Þeir eru gefn-
ir út á íslensku, ensku og dönsku.
Framundan er markaðssetning í
Þýskalandi. Við fengum styrk frá
Tækniþróunarsjóði Íslands til þess
að markaðssetja Einrúm hönnun og
band í Þýskalandi og erum nú að yfir-
færa heimasíðuna okkar yfir á ís-
lensku,“ segir Kristín.
Kristín og Steffan stofnuðu
teiknistofuna Einrúm þegar þau
bjuggu á Íslandi, En Steffan kynntist
hún á námsárunum í Danmörku.
„Það var kannski ekki drauma-
starfið að gerast arkitekt en þegar
maður er ungur hugsar maður ekki
alltaf með hjartanu og tilviljun ein
réði því að ég ákvað að læra arkitekt-
úr. Ég fór lengri leiðina að því að láta
drauminn um prjónaskap rætast,“
segir Kristín, sem lærði fyrst innan-
húshönnun í Danmarks Design skole
og síðan arkitektúr í Konunglegu
dönsku akademíunni. Kristín og
Steffan bjuggu í 11 ár á Íslandi en
fluttu svo með fjölskylduna til Dan-
merkur árið 2011 vegna afleiðinga
hrunsins.
Gaman að umbreyta
þráðum í fast form
Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt og prjónahönnuður, lærði að prjóna hjá
ömmu sinni 9 ára. Hún segir ánægju fylgja því að leysa þá þraut sem prjónaskap-
ur geti verið. Að lesa út úr prjónauppskriftum sé líkt og að lesa úr morssendingu.
Litskrúðug Sigurbjörg Þóra Hjaltadóttir klæðist fallegri peysu úr Einrúms-
bandi þar sem taílenskur silkiþráðurinn kemur vel fram í íslensku ullinni.
Rjúkandi heitt kaffi og kósístemming
verður í boði hjá Krafti, félagi ungs
fólks sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur þeirra, á kaffi-
húsakvöldi á morgun miðvikudag 2.
maí kl. 20. Þetta kemur fram á
heimasíðu Krafts. Kaffihúsakvöld
Krafts verður haldið þar sem félagið
er til húsa hjá Ráðgjafaþjónustu
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð
8 í Reykjavík. Markmiðið með kaffi-
húsakvöldunum er að gefa ungu fólki
sem greinst hefur með krabbamein
og aðstandendum þeirra tækifæri til
þess að hittast og spjalla við aðra
sem eru í sömu sporum. Reynslan
hefur sýnt að það skiptir máli að tala
saman þegar tekist er á við veikindi.
Stuðningsfélagið Kraftur sem
stofnað var 1. október 1999 er fyrir
fólk sem greinst hefur með krabba-
mein og er á aldrinum 18 til 40 ára.
Aðstandendur eru einnig í félaginu.
Kraftur býður ungu fólki stuðn-
ingsnet, sálfræðiþjónustu, endur-
hæfingu og veitir styrk til lyfjakaupa,
rekur neyðarsjóð og sér um útgáfu
fræðsluefnis.
Kaffihúsakvöld Krafts á morgun
Rjúkandi kaffi og kósístemning
hjá Krafti í Skógarhlíðinni
Morgunblaðið/Golli
Samvera Á Kaffihúsakvöldum Krafts gefst tækifæri fyrir ungt fólk með
krabbamein og aðstandendur að hittast og bera saman bækur sínar.
• Gamli lykillinn
virkar áfram
• Vatns- og
vindvarinn
Verð: 39.990 kr.
LYKILLINN ER Í SÍMANUM
Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli
til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum
þegar þér hentar og hvaðan sem er.
Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með
umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir
börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að
fara heim eða lána lykil.
Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum.
Sölumenn okkar taka vel á móti þér.