Morgunblaðið - 01.05.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.05.2018, Qupperneq 13
„Það var ekki mikið af verk- efnum eftir hrun og Steffan bauðst vinna í Kaupmannahöfn. Við ákváðum að fara og Steffan myndi einbeita sér að vinnunni í Danmörku en ég sæi um Einrúm á meðan við værum að koma okkur fyrir og skapa svigrúm fyrir börnin okkar til þess að aðlagast dönsku samfélagi,“ segir Kristín, en Steffan á strák sem er 25 ára, Kristín stelpu 24 ára og saman eiga þau tvö börn 9 og 18 ára. „Áður en við fórum út datt danska verkefnið upp fyrir en við ákváðum að halda okkar striki og flytja til Danmerkur. Ég hélt að það væri lítið mál að flytja þangað af því að ég hafði búið þar á námsárunum en þegar við komum til baka hafði margt breyst. Ég datt ekki inn í sama samfélag og ég hafði búið í 11 árum fyrr. Þetta var athyglisverð reynsla,“ segir Kristín og bætir við að þau hjónin hafi fengið vinnu hvort á sinni arkitektastofunni og sem báð- ar voru stórar. „Það tók tíma að læra á kerfið og mynda tengsl. Það er margt þyngra í vöfum í Danmörku og ferlar og reglur í kringum arkitektúrinn sem við eigum ekki að venjast á Ís- landi. Það var upplifun mín en það spilar eflaust inn í að ég þekki betur til heima en í Danmörku. Mér finnst allt aðgengilegra á Íslandi. Danir eru með mjög flott starfsumhverfi og mikil virðing er borin fyrir arkitektúr þar,“ segir Kristín og bætir við að fyrirtæki nýti sér nær undantekn- ingalaust þjónustu innanhúss- arkitekta en það fari minna fyrir því hjá einstaklingum. „Almenningur á Íslandi notar þjónustu innanhússarkitekta meira en danskur almenningur, sem kaupir að hámarki 4 klst. vinnu við hönnun eldhúss. Danir versla fyrir heimilið í IKEA eða Kvikk.“ Kristín segir hlæjandi að prjónaskapur skipi stóran sess í lífi hennar. „Þegar ég og maðurinn minn förum að skoða arkitektúr sér hann rými. Það geri ég líka en ég sé meira af mynstrum sem mörg hver mætti hæglega nota í prjónaða flík.“ Hlýlegt Steinn Steffansson klæðist hér röndóttri peysu eftir uppskrift Bjargar Pjétursdóttur úr Einrúmsbandi sem Kristín móðir hans hannaði. Einrúm. Leikur Vaka Árnadóttir í feluleik í fallegum ullar- og silkivettlingum. Gleði Saga Steffansdóttir klæðist glaðlegri peysu úr Fyrstu bók. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Þriðju og síðustu tónleikar Megasar og Kristins H. Árnasonar verða í Mengi við Óðinsgötu 2, í Reykjavík í kvöld á sjálfum verkalýðsdeginum, 1. maí. Á tónleikunum munu félagarnir flytja óútgefið efni. Miðar á tón- leikana fást á midi.is. Þar kemur fram að sölusýning á grafíkverkum Megas- ar í búðarrými Mengis verði meðan á tónleikunum stendur. Þar kemur einnig fram að Megas hafi sýnt verk sín í Alþjóðlegu grafíkmiðstöðinni í Chelsea-hverfinu í New York vorið 2017. Dagskrá tónleikanna inniheldur flutning á safni af lögum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera frjáls og ekki þrælar í nauðungarvinnu netsins. Sagt er að efnið sé sundurleitt og enginn samnefnari mögulegur og lögin séu ýmist ný eða nokkuð göm- ul, sum hafi heyrst á leik- eða listsýn- ingum en aldrei náð inn á þær slóðir sem netklærnar ná til. Takmarkað sætaframboð er í boði á tónleikanna sem hefjast kl. 21. Nú er lag að njóta meistara Megasar. Einnig sölusýning á grafíkverkum Megasar Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Frjálsir Megas og Kristinn H. Árnason flytja tónlist sína á tónleikum í Mengi. Megas og Kristinn flytja sundurlaust efni í Mengi í kvöld Einfalt og fljótlegt ennisband sem hægt er að prjóna bæði úr Ein- rúms E-bandi og L-bandi. Prjónað er úr einföldu E-bandi en tvöföldu L-bandi. Ennisbandið er prjónað fram og til baka. Nálægt miðju er gat sem lengri enda ennisbandsins er stungið í gegnum rétt eins og gert er við kleinur. Ennisbandinu er lok- að að aftan með einni smellu svo ekki þurfi að rugla hárgreiðslunni. SKAMMSTAFANIR: L: lykkja sl.: slétt br.: brugðið óprj.: óprjónuð L sl. sm.: slétt saman prj.: prjóna umf.: umferð BAND: Allar einrúm E og L tegundir. Stærðir: 1 (2) E+2 band: 50 g (50 g) E+4 band: 50 g (50 g) L+2 band: 50 g (50 g) L+4 band: 50 g (100 g) PRJÓNAR: E-band: Prjónar nr. 3,5 L-band: Prjónar nr. 7 PRJÓNFESTA, garðaprjón: E-band: 10 cm = 21 L 10 cm = 32 umf. L-band: 10 cm = 12 L 10 cm = 20 umf. MÁL: Stærðir: 1 (2) Lengd ennisbands, ósnúið: 50 (58) cm Breidd ennisbands: 9 (10) cm AÐFERÐ: Ennisbandið er prjónað fram og til hvorri hlið við gat), prj. sl. þar til 1 L er eftir á prjóni, 1 óprj. Snúið við. Prj. 9 (11) L ef prjónað er úr E- bandi en 5 (7) L ef prjónað er úr L-bandi, aukið út um 1 L, prj. sl. þar til 1 L er eftir á prj., 1 óprj. Snúið við. Prj. sem fyrr (allar L sl., síðasta L á prjóni óprj.). Prj. 20 (24) garða (40 (48) umf.) ef prjónað er úr E-bandi en 12 (16) garða ( 24 (32) umf.) ef prjónað er úr L-bandi. ÚRTAKA: *1 sl, 2 sl. sm., prj. sl. þar til 1 L er eftir á prj., 1 óprj. Snúið við. Endurtakið fyrri umf. Prj. 2 umf. án úrtöku*. Endurtakið *-* þar til 2 L eru eftir á prjóni. Fellið af. Gangið frá endum og handþvoið ennisbandið úr volgu vatni, vindið ef til vill í þvottavél á stuttu kerfi og leggið til þerris. Þræðið lengri enda ennisbandsins inn í gatið. Saumið smellu á enda enn- isbandsins og lokið því. baka úr einföldu E-bandi eða tvö- földu L-bandi. ENNISBAND: Fitjið upp 2 L úr einföldu E-bandi á prjóna nr. 3,5 eða tvöföldu L-bandi á prjóna nr. 7. 1. umf.: 1 sl., 1 óprj. 2. umf.: 1 sl., aukið út um 1 L, 1 óprj. 3. umf.: 2 sl., 1 óprj. 4. umf.: 1 sl., aukið út um 1 L, 1 sl., 1 óprj. (4 L). 5. umf.: 3 sl., 1 óprj. (4 L). 6. umf.: 3 sl., 1 óprj. (4 L). 7. umf.: 2 sl., aukið út um 1 L, 1 sl., 1 óprj. (5 L). 8. umf.: 2 sl., aukið út um 1 L, 2 sl., 1 óprj. (6 L á prjóninum). 9. umf.: 5 sl., 1 óprj. 10. umf.: 5 sl., 1 óprj. Endurtakið umf. 7 til 10 með því að auka út 1 L í tveimur umf. og prj. 2 umf. án útaukninga þar til 20 (24) L eru á prjóni ef prjónað er úr E-bandi en 12 (16) L eru á prjóni ef prjónað er úr L-bandi. Prj. 24 (28) garða (48 (56) umf.) ef prjónað er úr E-bandi en 14 (18) garða (24 (42) umf.) ef prj. er úr L-bandi. GAT Í MIÐJU: Prj. 9 (11) L ef prjónað er úr E- bandi en 5 (7) L ef prjónað er úr L-bandi, 1 óprj. Snúið við. End- urtakið síðustu umf. þar til prj. hafa verið 3 (4) garðar (6 (8) umf.) ef prjónað er úr E-bandi en 2 (3) garðar (4 (6) umf.) ef prjónað er úr L-bandi. Slítið bandið og prj. hina hliðina við gatið á sama hátt og fyrri (byrjið umf. við gatið). SAMEINA HLIÐAR: 1. umf.: Prj. 9 (11) L ef prjónað er úr E-bandi en 5 (7) L ef prjónað er úr L-bandi, prj. 2 sl. sm. (1 L af Kleina – ennisband úr Einrúmsbandi PRJÓNAUPPSKRIFT ÚR BÓKINNI RENDUR Saga Steffansdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.