Morgunblaðið - 01.05.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandarískir embættismenn hafa brugðist var-
færnislega við loforði leiðtoga einræðis-
stjórnarinnar í Norður-Kóreu um að loka kjarn-
orkutilraunastöð hennar. Þeir segja að ekki sé
nóg að loka tilraunastöðinni, heldur þurfi ein-
ræðisstjórnin að eyða öllum kjarnavopnum sín-
um og standa þurfi þannig að afvopnuninni að
erlendir eftirlitsmenn geti staðfest hana og
tryggt verði að Norður-Kóreumenn geti ekki
hafið smíði kjarnavopna að nýju. Mjög erfitt
yrði að koma á slíku eftirliti í Norður-Kóreu, að
mati sérfræðinga í málefnum landsins og af-
vopnunarmálum.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu skýrðu frá því í
fyrradag að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-
Kóreustjórnar, hefði lofað að loka kjarnorku-
tilraunastöðinni fyrir lok þessa mánaðar og
bjóða bandarískum vopnasérfræðingum að
fylgjast með lokuninni. Talsmaður forseta
Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem ræddi við Kim
á föstudaginn var, sagði að einræðisherrann
hefði einnig sagt að Norður-Kóreustjórn myndi
ekki þurfa á kjarnavopnum að halda ef banda-
rísk stjórnvöld lofuðu að gera ekki innrás í
landið. „Kim sagði: Bandaríkjamönnum stendur
stuggur af okkur en þegar við hefjum viðræð-
urnar átta þeir sig á því að ég er ekki maður
sem myndi skjóta kjarnavopni á Suðrið [Suður-
Kóreu] eða Bandaríkin,“ sagði talsmaður for-
seta Suður-Kóreu. „Hvers vegna ættum við að
eiga kjarnavopn ef við eigum oft fundi [með
bandarískum stjórnvöldum], byggjum upp
traust, bindum enda á Kóreustríðið og fáum að
lokum loforð um að ekki verði gerð innrás?“
hafði talsmaðurinn eftir Kim Jong-un.
Donald Trump sagði um helgina að hann teldi
að fyrirhugaður fundur sinn með Kim gæti farið
fram innan þriggja til fjögurra vikna. Trump
hefur sagt að hann telji að Kim hafi verið „mjög
hreinskilinn“ og „mjög heiðvirður“ í viðræðun-
um við bandaríska og suðurkóreska embættis-
menn um málið.
Eftirlitið í Líbíu fyrirmynd?
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld
að stjórn Trumps gengi til viðræðnanna með
„galopin augu“ og lagði áherslu á að megin-
markmið hennar væri að tryggja „óaftur-
kallanlega“ kjarnorkuafvopnun í Norður--
Kóreu. Pompeo sagði að markmiðið með fundi
sínum með Kim í Pjongjang nýlega hefði verið
að ganga úr skugga um hvort einræðisherrann
væri „tilbúinn að ræða það sem skiptir mestu
máli“ en Bandaríkjastjórn væri aðeins „var-
færnislega bjartsýn“ á að svo væri.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi forset-
ans, sagði í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld að ein-
ræðisstjórnin í Norður-Kóreu þyrfti að heimila
bandarískum og breskum vopnasérfræðingum
að hafa eftirlit með kjarnorkustöðvunum, eins
og Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra
Líbíu, gerði þegar hann féllst á að hætta þróun
kjarnavopna og annarra gereyðingarvopna árið
2003 eftir leynilegar viðræður við bandarísk og
bresk stjórnvöld. Bolton sagði að stjórn Trumps
liti á tilhögun eftirlitsins í Líbíu sem fyrirmynd í
viðræðunum um kjarnorkuafvopnun Norður-
Kóreu. Ólíkt Norður-Kóreustjórn hafði
einræðisstjórnin í Líbíu ekki eignast kjarna-
vopn.
Ólíklegt þykir að Norður-Kóreustjórn vilji að
eftirlitið í Líbíu verði haft til fyrirmyndar, enda
hefur hún litið á örlög Gaddafis sem dæmi um
það sem myndi gerast ef hún afsalaði sér
kjarnavopnum. Uppreisnarmenn steyptu Gadd-
afi af stóli og tóku hann af lífi eftir loftárásir
vestrænna ríkja á Líbíu um átta árum eftir að
hann féllst á að afsala sér gereyðingar-
vopnunum.
Margir sérfræðingar eru mjög efins um að
Norður-Kóreustjórn fallist á það eftirlit sem
bandarísk stjórnvöld telja nauðsynlegt til að
tryggja að hún standi við loforð sín, m.a. í ljósi
þess að hún hefur ekki efnt samninga sem gerð-
ir hafa verið í deilunni. Þeir telja að Norður-
Kóreustjórn hafi ekki í hyggju að fallast á
kjarnorkuafvopnun nema hún fái í staðinn
öryggistryggingar sem bandarísk stjórnvöld
hafa aldrei léð máls á.
Sérfræðingar í afvopnunarmálum segja að
takmörk séu fyrir því hversu mikið eftirlit hægt
verði að hafa með öllum kjarnorkustöðvunum í
Norður-Kóreu, einangraðasta ríki heims. T.a.m.
sé hægt að sannreyna hvort byggingum hafi
verið lokað en ekki verði hægt að staðfesta með
óyggjandi hætti að Norður-Kóreustjórn eigi
ekki lengur auðgað úran eða plúton sem hægt
væri að nota til að hefja smíði gereyðingar-
vopnanna að nýju. Aðrir afvopnunarsérfræð-
ingar segja að brýnast sé að tryggja að Norður-
Kóreustjórn eyði öllum kjarnaoddum sínum og
koma í veg fyrir að hún geti gert kjarnorkuárás
en minna máli skipti hvort henni takist að fela
auðgað úran eða plútón sem hægt væri að nota
síðar.
Ætti sér engin fordæmi
Patricia Lewis, fyrrverandi forstöðumaður
Rannsóknastofnunar Sameinuðu þjóðanna um
afvopnunarmál, segir að eftirlit með hugsan-
legum samningi við Norður-Kóreustjórn yrði
miklu erfiðara en með samningum Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna um fækkun kjarnavopna
í kalda stríðinu. Hún segist ekki vita um nein
dæmi í sögunni um afvopnunareftirlit við sam-
bærilegar aðstæður og eru nú í Norður-Kóreu.
Stjórnvöld í Suður-Afríku samþykktu að af-
sala sér kjarnavopnum árið 1989 og eyddu alls
sex vopnum og einu sem var í smíðum. Vopna-
sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar (IAEA) staðfestu í ágúst 1994 að kjarn-
orkuafvopnuninni væri lokið.
Mjög ólíklegt er að kjarnorkuafvopnun
myndi ganga svo greiðlega fyrir sig í Norður-
Kóreu, lands undir stjórn manna sem fáir telja
vera mjög hreinskilna og heiðvirða.
Vopnaeftirlit yrði mjög erfitt
Bandaríkjamenn krefjast kjarnorkuafvopnunar í N-Kóreu og segja að standa þurfi þannig að
henni að hægt verði að staðfesta hana og hindra að stjórn landsins hefji smíði kjarnavopna að nýju
Bandaríkjahers á Japan
Kjarnorkuárásir
árið 1945
Hiroshima Nagasaki
Kjarnorkusprengjur sprengdar í tilraunaskyni
9.
október
2006
25.
maí
2009
12.
febrúar
2013
9.
sept.
2016
3.
september
2017
6.
janúar
2016
Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna
Sinpo
Wonsan
PJONGJANG
75 km SEÚL
Punggye-ri
Tilraunastöð þar sem
sex kjarnorkusprengjur
hafa verið sprengdar
í tilraunaskyniSohae-Eldflauga-
skotstöðin
Yongbyon-
Kjarnorkustöðin
Eldflauga- eða
flugskeytastöðvar
Leiðtogi Norður-Kóreu,
Kim Jong-un, hefur lofað
að loka kjarnorkutilrauna-
stöðinni á næstu vikum.
SUÐUR-
KÓREA
Heimildir: CTBTO/nuclearweaponarchive.org/CSIS/Eftirlitsstofnanir/Skýrsla Suður-Kóreustjórnar/SIPRI
Í samanburði
KÍNA
Fjöldi kjarnavopna N-Kóreu
Stjórn S-Kóreu telur að N-Kóreu-
menn eigi plúton í um 10
sprengjur, auk úrans.
10-20 að mati Alþjóðlegu friðar
rannsóknastofnunarinnar í
Stokkhólmi, allt að 50 að mati
leyniþjónustu Bandaríkjanna.
0,5-2
6-9 7-10 10 250 12-18 18-23
Áætluð orka sem leystist úr læðingi, í kílótonnum
2-4
Hlutlausa beltið
á landamærunum
Að minnsta kosti 26 hermenn, þeirra
á meðal margir Íranar, biðu bana í
flugskeytaárásum á stöðvar Sýr-
landshers og bandamanna hans í
héruðunum Hama og Aleppo í gær,
að sögn mannréttindahreyfingarinn-
ar Syrian Observatory for Human
Rights (SOHR). Hún taldi líklegt að
Ísraelsher hefði gert árásirnar en
það var ekki staðfest.
Rami Abdel Rahman, sem fer fyr-
ir SOHR, sagði að fjórir Sýrlending-
ar hefðu fallið í árásunum og hinir
hefðu verið erlendir hermenn, lang-
flestir frá Íran. Hundruð íranskra
hermanna berjast með stjórnarher
Sýrlands, auk þúsunda sjía-múslíma
sem njóta stuðnings klerkastjórnar-
innar, m.a. frá Líbanon.
Yisrael Katz, sem fer með leyni-
þjónustumál í stjórn Ísraels, sagði að
hann hefði ekki fengið upplýsingar
um árásirnar. Hann bætti þó við að
átökin í Sýrlandi stöfuðu af tilraun-
um hersveita írönsku klerkastjórn-
arinnar til að ná fótfestu í landinu og
ísraelsk stjórnvöld væru staðráðin í
að koma í veg fyrir að Íranar gætu
gert árásir á Ísrael frá grannríkinu.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,
minntist ekki á árásirnar í gær sér-
staklega en sagði að „óvinveitt ríki“
hefðu hafið „beinar árásir“ á Sýr-
land. Dagblað í eigu sýrslensku
stjórnarinnar hafði eftir heimildar-
mönnum að flugskeytunum hefði
verið skotið frá herstöð Bandaríkja-
manna og Breta í Jórdaníu.
The New York Times hafði eftir
embættismanni úr röðum banda-
manna einræðisstjórnarinnar að 200
flugskeyti hefðu verið eyðilögð í
árásunum á herstöðvarnar.
Margir Íranar
féllu í árásum
Flugskeytum skotið frá Ísrael?
Heimildir: SOHR/liveuamap.com
ÍRAK
JÓRDANÍA
50 km
DAMASKUS
SÝRLAND
Hermt er að 26 hermenn,
þeirra á meðal margir Íranar,
hafi fallið í árás á herstöð
Hama