Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 ✝ Sigurlína Jór-unn Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1958. Hún andaðist á Landspítalanum 12. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Kristján Mark- ússon, f. 1. október 1911, d. 13. maí 1983, og Jórunn Ól- ína Hinriksdóttir, f. 6. júní 1927, d. 16. maí 2014. Systkini hennar eru Lára Guðrún, f. 1961, Vig- dís, f. 1963, og Markús, f. 1964. Sigurlína átti eina dóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur f. 11. inmaður hennar er Sveinn Helgason, dætur þeirra eru Þórkatla og Dýrleif Birna, Sveinn átti fyrir Ívar Elí. Klara, f. 1976, eiginmaður hennar er Lingþór Jósepsson, börn þeirra eru Íshildur Agla, Guðbrandur Nói, Natan Elí og Lingný Lára. Sigurður, f. 1983, sambýliskona hans er Emilie Marine Pasquet, börn hans eru Ívar og Heiðdís Erla. Ómar, f. 1989, sambýlis- kona hans er Anika Mai. Sigurlína ólst upp í Reykjavík og var í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1976-1977. Hún bjó lengi í Noregi og vann ýmis umönnunarstörf, lengst af í Hel- geseter í Bergen. Síðastliðið ár vann hún sem matselja við dagdvölina Árblik á Selfossi. Sigurlína var til heimilis að Ber- hólum 19 á Selfossi. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 22. maí 2018, klukkan 14. júní 1983. Synir hennar eru Nicho- las Åserud Skyl- stad, f. 31. janúar 2000, og Viktor Árni Guðbjarn- arson, f. 18. júlí 2007. Eftirlifandi eig- inmaður Sigurlínu er Guðbrandur Einarsson, f. 17. nóvember 1953, þau gengu í hjónaband 5. des- ember 2017. Foreldrar Guð- brandar eru Klara Guðbrands- dóttir og Einar Einarsson. Börn Guðbrandar frá fyrra hjóna- bandi eru: Kristín, f. 1974, eig- Elsku mamma mín, ég hef reynt að skrifa þessi orð í fleiri daga. Ég finn ekki orð til þess að lýsa þér, til þess að segja þér hvað ég elska þig og sakna þín mikið. Þessi sorg er svo ólýsan- lega sár, ég hef aldrei verið án þín og ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta allt án þín. Það eina sem ég þekki er lífið með þér, ég og þú, það var bara alltaf þannig. Ég og þú í 35 ár, ég og þú sama hvað, þú hefur alltaf verið tilbúin að taka á móti mér, sama hvað hefur gengið á. Þegar ég ældi endalaust sem ungbarn, ekki svaf ég, öskraði stanslaust og var alltaf veik, þú gafst aldrei upp, þegar ég var svo erfiður unglingur að enginn skildi hvernig þú gætir þetta allt sam- an alveg ein, þegar ég eignaðist barn 16 ára varst þú tilbúin að vera til staðar fyrir mig og Nicholas, litla ömmustrákinn þinn, þegar ég var týnd og vissi ekki hvað ég ætti að gera þá varst þú alltaf tilbúin að standa mér við hlið og styðja mig í að finna mína leið út úr öllu, og þeg- ar ég ekki gat það, þá gerðir þú það. Elsku mamma, ég vildi að allir ættu svona mömmu eins og þig. Stundum gleymi ég að þú sért farin og hugsa að ég verði að hringja í þig, það er svo sárt að geta ekki hringt og heyrt þig spjalla við mig um allt og ekkert. Þú vissir alltaf svarið við öllu, ef ekki þá fundum við einhverja lausn saman. Ég vakna á morgn- ana og græt, því þá man ég að þú ert ekki lengur hérna hjá okkur, ég skil ekki hvernig þetta getur verið satt. Fólk segir að ég læri að lifa með sorginni, ég skil ekki hvernig, en ég ætla treysta því að það sé satt. Þú sagðir líka við mig að ég gæti allt, ég ætla að trúa því líka. Það er svo margt sem ég mun sakna og sérstaklega að heyra þig og Viggu hlæja saman að hlutum sem enginn skilur. Hún saknar þín líka svo mikið og hún passar mig svo vel. Ég ætla líka að passa hana, ég veit þú hefðir viljað það. Systkinin þín öll sakna þín svo mikið, enda veit ég hvað þú varst þeim yndisleg stóra systir. Ömmustrákarnir þínir, Nicho- las og Viktor Árni, sakna þín, þeim finnst þetta svo óraunveru- legt. Að amma þeirra sem alltaf var svo sterk, hraust og gat allt, sé ekki lengur hér. Þeir reyna að hugga mig og ég þá, við ætlum að gera þetta saman og við ætl- um að tala um þig og halda nafni þínu á lofti, þó það sé svo enda- laust sárt akkúrat núna þá ætl- um við að halda minningunni um þig lifandi hjá okkur, alltaf. Þú varst án efa besta amma sem nokkurt barn getur átt. Elsku mamma, einn daginn mun ég geta skrifað allt sem ég vil segja, þegar ég læri að draga andann án þess að finna fyrir sársauka af söknuði til þín, þegar ég ekki græt endalaust við þá til- hugsunin um að ég sé hér án þín, þegar ég get sest niður og hugs- að um tímann sem við áttum saman án þess að verkja í hjart- að og langa að öskra. Í dag ætla ég að reyna að kveðja þig, ég veit við sjáumst seinna og að þú bíður eftir mér. Ég og þú, elsku mamma, ég og þú. Þú varst og ert ennþá engill- inn minn, en núna ertu engill sem ég ekki sé. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn. Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK, þýð. ÓGK) Ekki hafa áhyggjur, elsku mamma, þó svo að lífið verði aldrei eins án þín, þá er okkar fólk að leiða mig í gegnum þessa erfiðu tíma, eins og ég veit að þú hefðir viljað. Elska þig, mamma mín, hetj- an mín og besta vinkona mín. Þín dóttir, Vigdís. Elsku Lína amma. Það er erfitt að setja nákvæm- lega í orð hversu mikið við elsk- um þig og hversu þakklátar við erum að hafa fengið að kynnast þér. Við vorum litlar skottur þegar þú komst inní líf okkar og þú varst strax amma okkar. Þú varst alltaf svo góð við okkur og gafst okkur svo hlý og góð knús sem við munum aldrei gleyma. Þú varst fyndin og gast hlegið að lífinu og notið þess að vera til. Við áttum margar góðar stundir saman þegar þú og afi komuð til Bandaríkjanna í heimsókn til okkar. Hver stund með þér var skemmtileg, hvort sem það var að prjóna í sumarbústað, að borða góða matinn sem þú eld- aðir eða þegar við tókum keppn- ismikið rommíspil. Við elskum þig af öllu hjarta og söknum þín. Þú verður alltaf hluti af okkur. Þórkatla og Dýrleif Birna. Það sem við vorum heppin að fá þig inn í lífið okkar, elsku Lína, sú allra besta stjúpa og amma sem hægt er að hugsa sér. Nú ert þú fallin frá alltof snemma og við þurfum að læra að lifa með því. Það sem þið pabbi voruð ástfangin og ham- ingjusöm og áttuð svo flotta og fallega framtíð sem ekki verður að sinni. Þú áttir til svo mikla ást og við fengum svo sannarlega að kynnast henni. Þú átt alltaf eftir að fylgja okkur og við vitum að þú munt alltaf fylgja elsku pabba/afa. Við eigum svo margar góðar minningar með þér. Allar verslunarmannahelgarnar, veiði- ferðirnar og samverustundirnar okkar í Berghólunum og úti í bú- stað. Þú hefur kennt okkur svo margt sem gerir okkur bara að betri manneskjum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við elskum þig að eilífu. Klara, Lingþór og börn. Elsku systir. Með tár í augum sit ég hér að rifja upp okkar yndislega systra- samband. Ég trúi því ekki að þú sért búin að kveðja, stóra systir mín sem alltaf hefur verið til staðar, kletturinn í lífi okkar allra, besta vinkona mín. Það er margt sem við erum búnar að gera saman. Ég man þegar við vorum litlar að selja merki á sunnudagsmorgnum og svo verð- launuðum við okkur með ís þegar vel gekk. Þegar ég var unglingur mátti ég alltaf vera með, þótt ég væri litla systir. Alltaf hjálpaðir þú og varðir ef einhver prakk- arastrik voru í gangi. Þú varst stóra Systirin með stóru S. Ég á eftir að sakna þín óskaplega, en ég er líka þakklát fyrir að hafa átt þig. Þú fluttir til Noregs en okkar samband var alltaf eins. Við töl- uðum mikið saman og fylgdumst með öllu sem var í gangi hvor hjá annarri. Allt þitt lífsstarf var að vinna með fólki. Þar varst þú á heima- velli, þar naust þú þín, hlý og góð. Engin mál voru neitt vanda- mál, bara til lausnir hjá þér. Það var bara ekkert verkefni of erfitt fyrir þig. Þannig varst þú. Þegar Vigdís þín fæddist 1983 komstu stolt með hana heim nokkurra vikna, sólargeislann í lífi þínu. Þið alltaf tvær saman í Noregi, en þú passaðir vel að hún yrði með okkur á Íslandi líka og að hún talaði íslensku og vissi allt um Ísland. Það sama má segja þegar hún átti svo sín börn, Nikka og Viktor. Þú sást til þess að Nikki fékk sérstakan sess í okkar lífi hér á Íslandi og alltaf kölluðum við hann Lukk- ann okkar. Börnunum mínum varstu eins og mamma, og þau nutu þess að eiga þig að og allur barnahóp- urinn okkar. Þau skildu nú ekki alltaf að hverju við gátum verið að hlæja og fannst hlátrasköllin oft ansi mikil. Svona var bara okkar samband, við gátum hlegið svo mikið saman. Það var stund- um nóg að líta bara hvor á aðra. Stundum þegar við vorum að fara að sofa á kvöldin gátum við ekki sofnað fyrir hlátri. Þannig var það alltaf, ekki bara þegar við vorum börn, nei, bara núna á síðasta ferðalaginu okkar í Washington og öllum okkar ferðalögum út um allt, með og án barna, til útlanda og ferðirnar upp í sumarbústað. Gjafmildi þín var engum tak- mörkum háð. Þú varst örlát hvort sem um var að ræða hluti, peninga, væntumþykju eða ást. Það voru ófá símtölin við þig sem þú spurðir; hvernig hefur Ásdís það, en Arnar og Jórunn Ósk, hvernig gekk með útskriftina eða hvað sem er. Þú kynntir okkur fyrir ástinni þinni, honum Bubba, fyrir 10 ár- um. Börnin hans fjögur og barnabörnin urðu strax stór hluti af þínu lífi. Þú varst alltaf til staðar, fylgdist með af áhuga hvað væri í gangi hjá öllum. Mat- arboðin á Selfossi, ferðirnar upp í sumarbústað til ykkar og ferð- irnar til Þýskalands. Svona get ég lengi talið. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Reiðarslagið kom í janúar 2018. Þú hringdir í mig og sagð- ist hafa greinst með krabbamein. Við vildum báðar trúa því að það verkefni myndir þú leysa og við fengjum lengri tíma saman. Þrátt fyrir hetjulega baráttu þína lagði krabbinn þig að velli og þú kvaddir okkur 12. maí síð- astliðinn. Ég trúi því að þú hafir valið þennan dag af því að ég litla systir þín á afmæli þennan dag. Ég kveð þig, elsku systir, ylja mér á góðum minningum og trúi því að við hittumst aftur og höld- um áfram að hlæja og skemmta okkur saman. Þín Vigga, Vigdís Gunnarsdóttir. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með kærleik og þakklæti í huga kveðjum við í dag hana Línu, stóru systur okkar, sem var ein af okkar kærustu mann- eskjum. Lára Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskylda, Markús Gunnarsson og fjölskylda. Í dag kveðjum við dásamlegu Línu, sem ég var svo lánsöm að fá að vera samferða í lífinu í tæp- an áratug. Það var mikil gæfa fyrir pabba, okkur systkinin og fjölskyldur okkar að fá Línu í líf okkar. Hún hafði einstaka og notalega nærveru, það var áreynslulaust að vera í kringum hana. Lína var falleg að utan sem innan. Hún var skemmtileg, ástrík, örlát, smekkleg og þol- inmóð. Svo var hún líka stórkost- legur kokkur. Þó að við fylgdum sömu uppskriftinni varð matur- inn hennar Línu alltaf betri. Ég held að leyndarmálið hennar hafi verið ástin sem hún setti í mat- inn. Þegar Lína og pabbi fóru að vera saman tók Lína okkur öll- um opnum örmum. Við systkinin fengum bónus systur og systk- inabörn, barnabörnin hans pabba fengu ný frændsystkin og nýja ömmu sem hafði endalausa þolinmæði til að spila og tala við þau. Það hefur sjálfsagt reynt á að fá tæplega tuttugu manns á einu bretti í innsta fjölskyldu- kjarna en það var ekki á Línu að sjá. Það fengu allir að vera þeir sjálfir í návist hennar, börn og fullorðnir – og öll sóttumst við eftir að vera í kringum hana. Það á eftir að taka okkur öll tíma að aðlagast því að Lína er farin á vit nýrra ævintýra en ég ylja mér við minningarnar og allt það góða sem við fengum með henni. Elsku pabbi minn, Vigdís, Nikki, Viktor, Vigga, Lára, Markús og Lína frænka. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku Lína. Þakka þér fyrir að koma til okkar og leyfa okkur að vera samferða þér í þessi ár. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að þið pabbi fellduð hugi saman – við erum öll miklu ríkari fyrir vikið. Ég á eftir að hugsa til þín í hvert sinn sem ég finn eitthvað nýtt og sniðugt í eldhúsið – þó að ég verði að bíða með að deila því með þér þar til við hittumst næst. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég elska þig. Kristín Guðbrandsdóttir. Lína er farin frá okkur svo allt of snemma og hennar er sárt saknað. Hún hafði einstakt lag á að vera hrókur alls fagnaðar, miðpunkturinn í veislunni án þess að láta nokkurn tíma á sér bera. Það hjálpaði reyndar að við höfðum öll matarást á Línu, hún var listakokkur, en það var hlýj- an í fasi hennar sem vann hug og hjörtu þeirra sem kynntust þess- ari góðu konu. Hún og Bubbi, tengdafaðir minn, voru gestrisið fólk og Lína var í essinu sínu þegar stórfjölskyldan kom sam- an, hvort sem það var um áramót eða um verslunarmannahelgar í sumarbústaðnum á Rangárbökk- um. Börn löðuðust að Línu og hún gaf sér líka tíma til að sinna þeim og tala við þau. Krakkar finna það strax þegar þeir njóta athygli og ástúðar og af henni hafði Lína nóg. Fyrir henni voru fjölskyldan og vinir fjársjóður. Góð samvera fólst í að grilla syk- urpúða með mannskapnum yfir eldi, spila á spil eða bara spjalla yfir kaffibolla um lífið og til- veruna. Lína átti margvísleg áhugamál og í þeim störfum sem hún sinnti um ævina komu hinir eðlislægu eiginleikar hennar vel í ljós. Lína og Bubbi geisluðu af hamingju þegar þau tilkynntu fjölskyldunni um síðustu áramót að þau hefðu laumast til sýslu- mannsins nokkrum vikum áður og látið pússa sig saman. Allir samglöddust þeim innilega og á nýju ári ætluðu þau m.a. að leggja land undir fót, hvort sem það væri innanlands eða utan. Einfaldlega njóta lífsins saman eins og þau höfðu gert undanfar- in ár. Þá tók illvígur sjúkdómur hins vegar í taumana. Lína tókst á við veikindi sín af æðruleysi og Bubbi var henni við hlið ásamt öðrum ástvinum allt þar til yfir lauk. Hann horfir á eftir konunni sem hann elskaði og missir Vig- dísar, dóttur Línu, ömmustrák- anna tveggja og annarra ætt- ingja er mikill. Eftir stöndum við öll með spurningar sem engin svör eru við. Sorgin og eftirsjáin er þungbær en við eigum líka minningar um konu sem gaf svo mikið af sér, var einlæg og sann- kölluð hetja. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Línu og ég veit að svo er um alla þá sem kveðja hana nú hinstu kveðju. Blessuð sé minning Línu okkar. Sveinn Helgason. Elsku Lína okkar, það er erf- itt að horfast í augu við það að þú sért farin frá okkur. Við getum ekki lýst því hversu mikið við eigum eftir að sakna þín og hlát- urs þíns sem var alltaf svo inni- legur. Það er erfitt að kveðja þig og við munum alltaf geyma allar góðu minningarnar með þér og rifja þær upp saman þegar við söknum þín sem mest. Takk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Brosi þú færðir í marga, hlýju í hjarta allra. Góðhjarta við allt og alla. Nú á góðum stað þú fórst og alltaf á báðum fótum stóðst. Minning þín mun alltaf vera í okkar hjarta. Elsku frænka, góða ferð til þíns heima guð og englar munu þig geyma (Davíð) Ásdís, Arnar og Jórunn Ósk. Í dag kveð ég Línu, bestu vin- konu mína, sem ég hef þekkt í 56 ár. Við ólumst upp í sömu blokk frá fjögurra ára aldri vorum í sama bekk í Ísaksskóla, saman í Hlíðaskóla og sama bekk í Ár- múlaskóla. Eyddum nánast öll- um stundum saman. Við tvær fermdumst í Neskirkju þegar skólafélagar okkar fermdust í Háteigskirkju og fannst okkur það mjög sniðugt. Við vorum ágætis unglingar og gerðum ekkert nema gera það saman. Þegar við fórum út eitt kvöldið, báðar í nýjum tvídbuxum og þú í leðurjakka og ég í kanínupels sem við keyptum okkur á Spáni, og ætluðum í Tónabæ fengum við ekki að fara þangað inn. Við gengum áfram og sögðum: „Eig- um við að láta henda okkur úr röðinni á Röðli,“ en við sluppum inn þar og vissum ekki hvað við áttum að gera þar inni, en fórum svo oft þangað ef við ætluðum að skemmta okkur. Unnum svo saman á Kirkjusandi í fisk- vinnslu eftir að við urðum ung- lingar og iðulega þegar ég var að passa fyrir eldri systkini mín varst þú með mér. Við heimsótt- um föður þinn stundum í vinn- una. Við höfum bæði grátið og hlegið mikið í gegnum tíðina. Við höfum alltaf haldið sambandi og þótt við hittumst ekki í einhver ár sagðir þú við mig að það skipti ekki máli því við smellum alltaf saman þegar við hittumst aftur. Það elskuðu þig allir, Lína mín, þú varst svo góð við alla og með svo stórt hjarta . Eins og Vigdís dóttir þín sagði alltaf „besta mamma í heimi“. Ég var svo glöð þegar þú fluttir aftur til Íslands og ennþá glaðari þegar þú fluttir á Selfoss til hans Bubba því þá vorum við báðar á Selfossi. Framtíðin blasti við þér og Bubba þegar þið giftuð ykkur í desember, en svo veiktist þú í janúar og allir voru í sárum. Af hverju þú sem áttir þetta svo innilega ekki skilið. Já, það verð- ur erfitt að hafa þig ekki lengur í lífi mínu en ég er svo heppin að hafa átt þig sem vinkonu og þín verður sárt saknað. Minningarn- ar lifa áfram, sem ég met og varðveiti. Þú verður með okkur áfram í anda, Lína mín. Votta ég Bubba, Vigdísi og allri fjölskyldu þinni og vinum innilegar samúðarkveðjur. Kristín Anný Jónsdóttir. Sigurlína Jórunn Gunnarsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.