Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 15

Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 15
ferðamenn séu að hætta að koma hingað. Alls ekki. Þetta var viðbúið en gerist kannski aðeins hraðar en menn gerðu ráð fyrir. Það er fyrst og fremst út af gengi krónunnar. Ísland er orðið dýrt miðað við önnur lönd. Við höfum ekki hækkað verð á gist- ingu, veitingum eða öðru undanfarin ár og teljum okkur ekki geta það. Og ekki heldur til ferðaheildsala.“ Samdráttur í hópferðum Linda segir hækkandi verðlag draga úr eftirspurn eftir hópferðum. „Mesta breytingin er að bókunum hópa er að fækka. Það er eins og þeir nái ekki að selja ferðir til þessara dæmigerðu, stóru hópa. Það á sér- staklega við um ferðaskrifstofur frá Evrópu. Þannig að við erum mun meira með einstaklingsbókanir, eða minni hópa sem eru á eigin vegum,“ segir Linda og bætir við að verðlag hafi mikil áhrif á eftirspurn hópa. Ferðaheildsalarnir bendi á að Ísland sé í samkeppni við allan heiminn um ferðamenn. Sumir hætti við Íslands- ferð vegna hás verðlags. „Þeir velja ekki endilega sambærileg lönd í staðinn, á borð við Noreg. Þeir fara bara eitthvað allt annað.“ Linda segir aðspurð að svo lengi sem gengið er svona sterkt muni margir stórir hópar ekki koma hing- að heldur leita til annarra svæða sem er ódýrara að ferðast til. „Þetta segja ferðaheildsalarnir okkur. Við erum að vinna með fólki sem er búið að selja Ísland kannski í yfir 30 ár sem áfangastað. Ég held að krónan geti ekki verið svona sterk í mörg ár,“ segir Linda og bendir á að stóraukin flugumferð sé meginskýr- ingin á mikilli fjölgun ferðamanna. Linda óttast ekki að eftirspurn verði minni en vænst var. „Við sem höfum verið lengi í þessum geira þekkjum sveiflur og erum undirbúin undir þær. Guldsmeden-hótelin eru öðruvísi valkostur á markaðnum og vel staðsett svo við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði Linda. Morgunblaðið/Arnþór Hönnun Eitt af herbergjunum á Guldsmeden-hótelinu í Brautarholti. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ungar mæður fá ekki sérhæfða að- stoð hérlendis þrátt fyrir að mikil þörf sé á því enda tíðni þungana hjá ung- lingum á Íslandi sú hæsta á Norður- löndum. Þetta kemur fram í lokaverk- efni Kristínar Gretu Bjarnadóttur í ljósmóðurfræði, sem ber heitið „Ung- ar mæður og barneignarferlið“. Kristín ákvað að kanna þetta til- tekna efni þar sem hún hefur sjálf upplifað það að vera unglingsmóðir. „Ég varð móðir þegar ég var átján ára og ég upplifði gat í þjónustunni. Mig langaði til að kanna betur á hverju unglingsmæður þurfa að halda.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að það er engin sérstaða í þjón- ustu fyrir unglingsmæður hér á landi. Þær eru í raun bara undir sama eft- irliti og aðrar mæður. Í Bretlandi og Kanada er aftur á móti búið að þróa sérhæfðari þjónustu fyrir þennan hóp þannig að Ísland er í raun eftir á í þessum málefnum unglingsmæðra,“ segir Kristín. Meiri eftirfylgd mikilvæg Sérhæfð aðstoð við unglingsmæður felst í þéttari mæðravernd og meiri eftirfylgd í kjölfar fæðingar. „Með sérhæfðri aðstoð er hugað að aldurstengdum vandamálum stúlkna. Unglingsstúlkur eru til dæmis mun líklegri til að fá meðgöngueitrun en eldri konur og tvöfalt líklegri til að upplifa einkenni þunglyndis á með- göngunni. Svo er auðvitað ótrúlega stór pakki að takast á við það að verða móðir ofan á öll önnur vandamál ung- lingsaldursins.“ Auk meira eftirlits segir Kristín fyrst og fremst að þörf sé á klínískum leiðbeiningum fyrir þennan hóp mæðra. „Leiðbeiningarnar eru til þess gerðar að svara spurningum heilbrigðisþjónustunnar um það hvernig eigi að þjónusta unglings- mæður.“ Sérsniðin námskeið á vegum heilbrigðisþjónustunnar væru einnig hluti af sérhæfðri aðstoð sem þessari. Þau myndu snúa að því hvernig ætti að hugsa um barnið og hvernig ætti að lesa í merki nýbura. Það kom henni í opna skjöldu hversu lítið barneignarferli ungra mæðra hefur verið rannsakað hér á landi. „Það hafa bara verið gerðar fjórar rannsóknir hér á landi svo þetta er alveg óplægður akur.“ Þörf á sérhæfðri aðstoð fyrir unglingsmæður  Ísland á langt í land í málefnum ungra mæðra Morgunblaðið/Ásdís Barn Það tekur á að koma barni í heiminn, ekki síst fyrir unglingsmæður. Vandkvæði ungra mæðra » Ungar mæður eru líklegri til að fá meðgöngueitrun. » Tvöfalt meiri líkur eru á að ungar mæður upplifi einkenni þunglyndis. » Margar stúlkur eiga erfitt á unglingsárunum, þungun getur aukið á þá erfiðleika. www.skoda.is Allir velkomnir á ŠKODA daginn í HEKLU Laugavegi og hjá HÖLDI Akureyri í dag milli kl. 12 og 16. Nýr KAROQ verður á svæðinu, Superb, Octavia og Fabia í boði á sérstöku Sumarverði ŠKODA, andlitsmálun fyrir krakkana, grillaðar pylsur og svalandi drykkir fyrir alla fjölskylduna. Komdu og fagnaðu deginum með okkur. Hlökkum til að sjá þig! Láttu sjá þig milli kl. 12 og 16! ER Í DAG AGURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.