Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
✝ Sindri Einars-son fæddist í
Reykjavík 30. mars
1968. Hann lést á
heimili sínu 12. maí
2018.
Sindri bjó í Dan-
mörku til 10 ára
aldurs. Hann varð
stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum
við Ármúla og
stundaði nám í lög-
fræði um tíma. Hann var mikið í
félagsstörfum og starfaði meðal
annars innan Sjálfstæðisflokks-
ins.
Sindri var sonur Einars
Sindrasonar, f. 24. mars 1942, og
Kristínar Árnadóttur, f. 11. októ-
ber 1945.
Hann var elstur
þriggja systkina,
næstur er Árni Páll,
f. 27. júlí 1972,
kvæntur Yuki Su-
gihara, f. 5. janúar
1976, og eiga þau
saman Einar Har-
uka, f. 2005, og Est-
er Miu, f. 2009.
Yngst systkinanna
er Ingigerður, f. 8.
september 1977, gift
Sigtryggi Símonarsyni, f. 11.
október 1975, og saman eiga þau
Kristínu Ástu, f. 2009, Mikael, d.
2011, og Kolfinnu Líf, f. 2016.
Sindri var ógiftur og barn-
laus.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að hans ósk.
Elsku Sindri,
Það er víst komið að hinstu
kveðjustund, allt of snemma.
Með ást, hlýju og söknuð í
hjarta þá kveð ég þig og óska
svo innilega að þú sért loksins
kominn á góðan stað.
Líf þitt var raunaganga þar
sem þú hafðir lítið af góðum
verkfærum til að takast á við
lífsins gangverk. Lífið var þér í
raun óréttlátt og það var erfitt
fyrir þig að fóta þig þrátt fyrir
gott hjarta, góða greind og fal-
legt bros.
Ég óska þess að þú sért kom-
inn á stað þar sem þú hefur
fengið betri spil og ylur sólar-
innar vermir þig. Þú verður að
eilífu í hjörtum okkar stóri
bróðir. Eins og George Eliot
sagði, þá er í raun enginn dáinn
fyrr en hann gleymist.
Þinn litli bróðir,
Árni.
Sindri systursonur minn er
látinn einungis fimmtugur að
aldri. Ekkert foreldri ætti að
þurfa að horfa á eftir börnum
sínum í gröfina eins og systir
mín og mágur gera nú. Sindri
var alskemmtilegasti krakki
sem ég man eftir, brosandi, fal-
legur, kátur og óvenju skýr eft-
ir aldri. Opinn og óhræddur,
talaði við hvern sem var og hvar
sem var. Og uppátektasamur.
Kringluleitur, skælbrosandi í
stuttbuxum og tréklossum,
þannig man ég hann í Dan-
mörku. Hann var aðeins þrjá
mánuði að ná dönskunni svo vel
að Danir trúðu ekki að hann
væri útlendingur. Og þegar
mamma hans reyndi að gera sig
skiljanlega á sinni vellærðu
bókardönsku og skildist ekki
kom þessi litli kubbur skæl-
brosandi einungis þriggja ára
og sagði: „Undskyld, men min
mor siger …“ og þá skildu allir.
Já, hann var óvenju næmt barn
og eldfljótur að læra og eftir-
tektarsamur. En það sem okkur
hinum fullorðnu þótti prýða
hann mest sem barn átti eftir
að reynast honum akkilesar-
hæll í lífinu. Hömluleysi og
hvatvísi reyndust honum oft
þrautin þyngri og sú óvenjulega
námsfærni sem hann bjó yfir
nýttist honum illa. Hann kom
víða við í námi og starfi á lífs-
leiðinni og mælska hans og rök-
festa fleyttu honum oft langt.
Hann átti sér þó ætíð þann eina
draum að verða lögfræðingur
og stjórnmálamaður, en hlaut
marga dýfu í þeim sjó.
Ómældur stuðningur sem
hann hlaut frá foreldrum sínum
gegnum árin hjálpaði honum oft
að finna sig aftur eftir slíka
skelli. Raunbetri foreldra hefði
hann ekki getað átt.
Sindri var einkar góður og
hjartahlýr drengur, það sýndi
best samband hans við ömmu
sína, ömmu Siggu, sem var ein-
staklega fallegt. Nú sér hún,
háöldruð, á eftir augasteininum
sínum.
Við Sindri áttum oft löng
símtöl. Hann hafði gaman af að
spjalla og var óhemju mál-
greindur. Hann var m.a. mikill
áhugamaður um stjórnmál, en
ekki fór nú sýn okkar á þjóð-
málin alltaf saman og ekki tókst
honum að sannfæra gömlu
frænku sína. Þá hló hann góð-
látlega og sagði: „En við getum
þó verið sammála um eitt og
það er að vera ósammála“ og
svo breyttum við um umræðu-
efni. Hann hafði líka mikinn
áhuga á andlegum málum og
þar gátum við verið sammála
um margt.
Stuttu fyrir afmælið sitt í vor
fékk Sindri hjartastopp en
hægt var að koma honum aftur
til lífs. Hann var ósáttur við
það, sagðist hafa fundið fyrir
ólýsanlegum friði og vellíðan og
ekki langað til baka til lífsins.
Næsta hjartastopp flutti hann
alla leið til Sumarlandsins.
Ég minnist fimmtugsafmælis
hans með hlýju. Hann var svo
glaður, fínn og fallegur og við
áttum einstaklega opið og ein-
lægt samtal um dauðann og lífið
eftir dauðann og hans staðföstu
trú á að eftir lífið hér á jörðu
biði betra líf með hamingju og
gleði. Það er huggun þeirra sem
eftir standa með sorg í hjarta.
Farðu í friði inn í Sumarland-
ið, elsku Sindri minn, og skilaðu
kveðju til fólksins okkar.
Foreldrum, systkinum og
fjölskyldum þeirra flyt ég mína
dýpstu samúð.
Hólmfríður Árnadóttir.
Ein af uppljómunum mínum
úr æsku var þegar ég áttaði mig
á því að systkinabörn mættu
giftast. Ég vissi nefnilega þá –
reyndar aðeins nokkurra ára
gömul – að ég ætlaði að giftast
fallega frænda mínum með
brúnu augun, sem bjó í útlönd-
um. Sindri var einstaklega fal-
legt barn og það var einhver
ævintýraljómi yfir því að hitta
hann á Básendanum hjá afa og
ömmu. Í minningunni áttum við
þar dásemdartíma, umvafin
væntumþykju, hlýju og já-
kvæðni í öruggri og traustri
umsjón. Ég hlakkaði alltaf til að
hitta Sindra þar. Eftir því sem
tíminn leið breyttust samveru-
stundirnar, en alltaf hugsaði ég
til frænda míns með væntum-
þykju. Ég minnist skíðaferðar
þegar við vorum á fermingar-
aldri, þar sem íslensku ungling-
arnir héldu þétt hópinn. Ég
minnist þess þegar við hófum
nám í sama skóla á mennta-
skólaaldri, en þá fyrst skynjaði
ég að lífið myndi hugsanlega
ekki reynast honum Sindra
auðvelt. Sem og reyndist rétt.
Síðustu árin voru Sindra erfið
og lífsganga hans þyrnum
stráð.
Hann hafði marga góða kosti,
sem hann átti ekki auðvelt með
að nýta sér við daglegt amstur.
Hann batt sína bagga ekki
sömu hnútum og aðrir. Ég hitti
hann nokkrum vikum fyrir and-
lát hans þar sem við ræddum að
það væri í raun frábært að
verða fimmtugur og fá að eld-
ast. Hann undi sér vel með Loð-
mundi sínum.
Þrátt fyrir að andlát Sindra
beri óvænt að hafði ég alltaf á
tilfinningunni að hann yrði ekki
gamall maður. Fjölskylda
Sindra sér á eftir góðum dreng
og kveður með trega en þakk-
læti fyrir góðu stundirnar, sem
standa upp úr í minningunni.
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin
blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð, sem lifna og deyja í
senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Ég votta aðstandendum
Sindra samúð mína á sorgar-
stundu.
Kristín Heimisdóttir.
Það má nánast segja að við
Sindri höfum alist upp saman.
Mikill samgangur var alla tíð
milli fjölskyldna okkar, en feð-
ur okkar voru vinir úr lækna-
deild og mæður okkar vinkonur
úr hjúkrunarskólanum. Við vor-
um samferða sem ungir strákar
fyrst heima á Íslandi og svo í
Danmörku þar sem foreldrar
okkar voru við sérnám og störf.
Sindri bjó þá á Barthsgade í
Árósum og þar lékum við okkur
oft úti í garði og fórum stundum
niður að höfn að dorga. Núna
um 40 árum síðar bý ég í sama
húsi á Barthsgade og það hefur
vakið sterkar minningar undan-
farið.
Eftir að Sindri flutti með
fjölskyldu sinni til Álaborgar
héldum við góðu sambandi og
minnist ég þegar Sindri kom í
heimsókn til okkar í Árósum og
kom með mér í Íslendingaskól-
ann sem var haldinn þar á laug-
ardögum. Eitt sinn átti ég von á
Sindra í afmælið mitt, en hann
hafði verið lagður inn með botn-
langakast og tvísýnt að hann
kæmist í afmælið. Á síðustu
stundu kom hann, einn með
lestinni frá Álaborg, og urðu
þar fagnaðarfundir. Reyndar
heimsótti Sindri mig síðar á
fullorðinsaldri fyrir tæpum
tveimur áratugum þegar hann
var við nám í lýðháskóla í Dan-
mörku og ég við nám og störf í
Árósum og varð heimagangur
hjá mér á Barthsgade og það
kom fyrir að við kíktum saman
á öldurhús borgarinnar. Við
rifjuðum Danmerkurárin upp
fyrir ekki meira en tveimur vik-
um, þegar við spjölluðum sam-
an í síma, og vorum sammála
um að árin þar sem ungir strák-
ar hefðu verið bestu árin í lífi
okkar beggja.
Eftir heimkomuna til Íslands
hélt vinátta okkar áfram og það
voru tíðar heimsóknir til Sindra
og fjölskyldu á Skjólbrautina í
Kópavogi og síðar Stigahlíð og
alltaf var maður velkominn hjá
Kristínu og Einari, foreldrum
Sindra, og var iðulega heitt
kakó á könnunni.
Við gáfum á táningsaldri út
barnablaðið Rækjuna, en ég var
ritstjóri og ábyrgðarmaður og
Sindri blaðamaður og auglýs-
ingastjóri og lét hann ekki sitt
eftir liggja. Hann útvegaði
blaðinu bæði einlægt viðtal við
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta
Íslands, og nokkrar heilsíðu-
auglýsingar fyrirtækja. Mér er
minnisstæð skemmtileg ferð
okkar með Sindra afa og Sigríði
ömmu hans, þeim heiðurshjón-
um, á bindindismót í Galtalækj-
arskógi snemma á níunda ára-
tugnum, en Sindri vann þar
sem gæslumaður og var ötull í
viðleitni sinni við að halda bind-
indismótinu áfengislausu.
Þó að leiðir lægju sjaldnar
saman hin síðari ár var Sindri
alltaf traustur vinur. Sindri var
mælskur og fylginn sér og lá
ekki á skoðunum sínum, var um
tíma ræðumaður í JC-hreyfing-
unni þar sem hann m.a. vann til
verðlauna. Móðir mín Ásta, sem
einnig lést um aldur fram, og
Sindri voru náin og var andlát
hennar líka mikill missir fyrir
Sindra og skrifaði hann fallega
minningargrein um hana.
Ég heimsótti Sindra ekki alls
fyrir löngu í Stóragerðið og lá
þá allvel á honum þrátt fyrir
undangengna erfiðleika. Hann
hafði komið sér vel fyrir og við
drukkum kaffi og áttum gott
spjall saman.
Ég og dætur mínar sendum
foreldrum Sindra, systkinum og
allri fjölskyldunni innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Sindra.
Arnar Ástráðsson.
Sindri Einarsson
Það er afar sárt að
sjá á eftir góðum vini
sem við mátum mik-
ils og nutum þess að
eiga sem félaga og
sérstakan vin, en það var Ólafur
Ásbjörn Jónsson. Óli var alveg ein-
stakt góðmenni og við komum til
með að sakna hnyttinna innskota
hans í umræðurnar og lúmska
húmorsins sem aldrei var langt
undan.
Við kynntumst Óla er við flutt-
um í Baugholtið, en þau hjón voru
frumbyggjar í hverfinu okkar. Það
var ávallt gott að leita til þeirra er
við þörfnuðumst einhverrar að-
stoðar eins og barnapössunar á
okkar fyrstu árum í Baugholtinu .
Dætur okkar elskuðu að koma á
heimili Óla því hann var mjög mikil
barnagæla og hændust þær að
honum og ávallt hefur verið sér-
stakt samband og kærleikur á milli
þeirra. Þegar barnabörnin hans
komust á legg sást það enn og aftur
hvað hann var mikil barnagæla og
mikill afi og það var auðséð hvað
hann elskaði þau mikið.
Óli var okkur ávallt mjög greið-
vikinn og var boðinn og búinn að
hjálpa þegar á þurfti að halda.
Hann var nágranni og vinur eins
og þeir gerast bestir og taldi aldrei
eftir sér að aðstoða okkur. Þegar
dætur okkar fermdust var Óli
óstöðvandi í að hjálpa okkur og svo
var Óli frábær í að skreyta kransa-
kökurnar.
Við hjónin ásamt Óla höfðum
gaman af því að spila golf og nutum
þess að vera með honum bæði hér
heima og erlendis. Við dvöldum
með þeim hjónum í húsinu þeirra í
Ventura og áttum þar frábæran
Ólafur Ásbjörn
Jónsson
✝ Ólafur ÁsbjörnJónsson fædd-
ist 4. janúar 1937.
Hann lést 9. maí
2018.
Útför Ólafs fór
fram 22. maí 2018.
tíma í góðra vina
hópi, við leik, golf og
búðaráp og að finna
frábæra veitinga-
staði til þess að njóta,
enda var Óli mikill
sælkeri, er kom að
góðum mat.
Það verður ávallt
dýrmæt minning
sem við hjónin eig-
um, er við heimsótt-
um Óla inn á Land-
spítala fáeinum dögum áður en
hann yfirgaf okkur. Hann virtist
svo hress og brosti alveg hringinn
er við komum inn og okkur fannst
sem það hlyti að vera einhver vit-
leysa að Óli væri alvarlega veikur.
Við töluðum um stund saman, en
þá var hann tekinn fram úr rúminu
og látinn labba um. Það fór góður
tími í þessar æfingar og Óli virtist
mjög ánægður. Ekki datt okkur
annað í hug en að við ættum eftir
að sjá Óla fljótlega aftur, en það var
ekki rétt ályktun hjá okkur. Við
kvöddum Óla, sem var að okkar
mati á góðum batavegi, en svona er
lífið.
Hann gekk hér um að góðra drengja
sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og menn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Emma Hanna, Einar,
Ólafía, Nonni og fjölskyldur. Við
viljum votta ykkur okkar einlægu
samúð. Við vitum að söknuðurinn
er mikill og megi góður Guð vera
með ykkur í gegnum þetta erfiða
sorgarferli.
Guðlaug (Gullý),
Ómar og dætur.
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Ásbjörn Jóns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Árbakka,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 8. maí.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 28. maí klukkan 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar,
eir.is.
Þór Kröyer Martína Sigursteinsdóttir
Benedikt Kröyer Kristín Sölvadóttir
Þorsteinn Kröyer Ólafía Halldórsdóttir
Iðunn Kröyer Eymundur Hannesson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RANNVEIGAR RAGNARSDÓTTUR,
Tjarnarlundi 13c, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn,
ömmu- og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför
INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Guðný Sif Jónsdóttir Halldór Eyþórsson
Tómas Árni Jónsson María Jónsdóttir
Helga Aðalheiður Jónsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU MAGGÝJAR
HARTMANNSDÓTTUR,
Álftamýri 36, Reykjavík.
Gunnhildur Gunnlaugsdóttir
Bryndís Gunnlaugsdóttir Svanur Kárason
Harpa María Gunnlaugsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Elskulegur mágur minn og föðurbróðir
okkar,
SIGURÐUR BJÖRGVIN
BJÖRGVINSSON,
Eyravegi 5,
Selfossi,
sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði 19. maí,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 30. maí
klukkan 13.30.
Friðsemd Eiríksdóttir
Þórður Þórkelsson
Sigurvin Þórkelsson
Sveinbjörn Þórkelsson
Eiríkur Þórkelsson
Kristrún Þórkelsdóttir
Helga Þórkelsdóttir