Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitthvað verður til að hvetja þig til
dáða og þú munt koma hlutum til leiðar sem
þú getur verið stolt/ur af. Þú ert á höttunum
eftir nýrri vinnu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að leysa vandamál sem krefst
mikillar einbeitingar og yfirsýnar. Ekki stinga
höfðinu undir koddann fyrr en það er leyst.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að sýna lipurð og sam-
starfsvilja til þess að fá aðra á þitt band.
Leyfðu innsæi þínu að ráða ferðinni. Þú færð
svigrúm til að sinna áhugamálunum næstu
vikur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engu líkara en tækifærin rað-
ist upp sérstaklega fyrir þig. Klipptu hárið,
festu kaup á nýrri græju eða gefðu gömlu föt-
in þín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvað varðar fjármálin, þá er allt á upp-
leið. Sameiginlegt eignarhald á einhverju
gæti verið kostur sem þú ættir að íhuga al-
varlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Taktu höndum saman með þeim sem
vilja bæta kjör annarra í samfélaginu. Þú ert
yfirleitt potturinn og pannan í fjölskyldu-
boðum og það skákar þér enginn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þér sé illa við að vera í sviðsljósinu,
koma þær stundir í þínu starfi að þú verður
að ganga fram fyrir skjöldu. Ekki kasta perl-
um fyrir svín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Skelltu þér út á lífið og spjallaðu
við fólk sem vekur áhuga þinn. Þú átt auðvelt
með að komast undir skelina hjá öðrum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur sérlega næmt auga fyrir
fegurð þessa dagana og ættir því að gefa þér
tíma til að njóta fegurðar og lista. Þú færð
spurningu fljótlega sem þú átt erfitt með að
svara.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gefðu eftir í litlu málunum, og
vertu sterk/ur í þeim stóru. Ástin sigrar allt.
Ský dregur fyrir sólu í stuttan tíma en óttastu
ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að leggja hart að þér til
þess að tryggja starfsframa þinn. Veltu þér
ekki upp úr fortíðinni heldur notaðu nútíðina
til að byggja upp bjarta framtíð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér gengur allt í haginn og aðrir undr-
ast velgengni þína. Þú ert orðin/n úrkula von-
ar um að yngri kynslóðin taki sig á í um-
gengni heima fyrir en þú mátt ekki gefast
upp.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Betri en kelda ávallt er.
Oft við torfverk nýtist mér.
Gjarnan er í glímu beitt.
Getum fiskinn á hann veitt.
Sigmar Ingason svarar:
Krókurinn betri en keldan er
kenna torfkrók fáir lengur
af hælkrók margur flatur fer
fiskast á krókinn misvel eins og gengur.
Hörður Þorleifsson leysir gátuna
þannig:
Alla leið um keldu-kant
krókur greiðir sporið.
Snjalla veiði, garnið grannt,
glíma reiðir þorið.
Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna-
dóttur:
Óð krók sem keldu Lubbi,
fann krók í torfi strax.
Æfði boxkrók Bubbi,
hans beitukrók tók lax.
Helgi Seljan svarar:
Krókinn betri en keldu sá,
krók við torfverk ég hefi beitt.
Í glímu hælkrókinn heiðra má,
hafandi á krókinn fiskinn veitt.
Þessi er lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Krókur betri en kelda er
og krókur víða nýtist hér.
Viðhald, glímur, veiðar því
virðist hægt að brúka ’ann í.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Krókur betri en kelda er.
Króknum með ég torfi hleð.
Í glímu krókur gagnast mér.
Grána krók svo veiði með.
Þá er limra:
Þreytir mig þessi garri,
kvað þröstur, sem skalf út’ í kjarri,
og vindbarin lóa,
sem varp út’ í móa
og krókloppinn rjúpukarri.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Dagurinn af djúpi rís,
draumsins órar flýja
burt af völdum götugnýs.
Gátu sem ég nýja:
Í fjárhúskrónni finna má.
Fjalla milli liggja sá.
Úr þeim slettir illyrmið.
Opnar síður höfum við.
Magnús Björnsson lögmaður
kvað við ekkju Halls harða:
Kroppurinn liggur í kistu af tré
kann ei lengur bramla.
En hvar ætlar þú sálin sé,
seimaþöllin gamla?
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Oft er krókur í klerks augum
Í klípu
KURTEIST FÓLK ER YFIRLEITT LENGI
AÐ ÁTTA SIG ÞEGAR ÞVÍ ER RÆNT.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AF HVERJU ERTU ALLTAF Í EINUM SOKK
Í RÚMINU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda utan um
hvort annað.
…OG ÞAÐ ER ÞAÐ
SEM MIG LANGAR
AÐ GERA UM
HELGINA
AUÐVITAÐ
ERTU EKKI
FEIT!
BÖRN ERU
MIKIL BLESSUN! SATT ER ÞAÐ!
ÁÐUR EN ÞAU KOMU TIL ÞURFTI ÉG AÐ VINNA
FLEST HÚSVERKIN SJÁLFUR!
Víkverji er ánægður með komuCostco til landsins. Þá breyttist
ýmislegt til hins betra. Verðið í
Costco hefur reyndar hækkað frá
opnun en það er úrvalið sem dregur
Víkverja ekki síst til þess að versla
þar. Það er margt skemmtilegt sem
fæst þar sem er ekki til annars stað-
ar, til dæmis einstaklega góður hum-
mus, bragðgóðir ostar og öðruvísi
engiferöl.
Það er því gott og blessað að
versla í matinn í þessari búð og fyrir
Víkverja er í lagi að umbúðirnar séu
stórar því hann heldur fimm manna
heimili. Víkverji er til dæmis kominn
á þriðju krukku af jalapeño, en
krukkurnar eru mjög stórar, og líka
búinn með þrjár krukkur af súrum
gúrkum, sem eru á mjög góðu verði.
x x x
Víkverji kaupir samt alltaf fyrirmun meira í Costco en í venju-
legri búðarferð. Kannski er því um
að kenna að kerrurnar eru svo af-
skaplega stórar? Það virkar bara
eins og það sé ekki neitt neitt í þeim
þó að Bónuskerran væri orðin full.
Þarna virðist gilda sama lögmál og
varðandi diskastærð; fólk borðar
minna ef það notar minni diska, en
skammtastærðin eykst með stækk-
andi diskum. Þeir sem vilja grenna
sig ættu því að nota minni diska.
Neytendur ættu því kannski að berj-
ast fyrir því að Costco bjóði upp á
minni kerrur? Það myndi ef til vill
minnka reikninginn aðeins.
x x x
Það sem er kannski „verst“ viðCostco er allir hlutirnir sem eru
seldir þar. Það er auðvelt að ímynda
sér að mann vanti ýmsa hluti þar,
eins og útileguborð eða uppblásna
sundlaug. Þetta lítur út fyrir að vera
pínulítið í þessari stóru búð en er
síðan risastórt þegar heim er komið.
x x x
Annað sem þarf að varast er hlutirá niðursettu verði, hvort sem
þeir eru til sölu í Costco eða annars
staðar. Það virkar heillandi að eitt-
hvað sé á 50% afslætti en 50% af
20.000 er samt 10.000 þannig í stað-
inn fyrir að spara 10.000 krónur ertu
búinn að eyða 10.000 krónum.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan
kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur
frá Drottni, skapara himins og jarðar.
(Sálm: 121.1-2)