Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Núverandi meiri-
hluti borgarstjórnar
Reykjavíkur leggur of-
urkapp á að kynna
samgönguáætlun sína
fyrir okkur kjósendum
í aðdraganda sveit-
arstjórnarkosninga.
Áætlun þessi er annars
vegar byggð á svokall-
aðri borgarlínu höf-
uðborgarsvæðisins,
sem áætlað er að kosti
minnst 100 milljarða, og hins vegar
að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr-
inni eitthvað út fyrir borgina og þá
helst í Hvassahraun. Nýr flugvöllur
fyrir innanlandsflug sem þjónar
samtímis sem varaflugvöllur milli-
landaflugs er áætlað að kosti minnst
200 milljarða.
Borgarlínan
Strætósamgöngukerfi höfuðborg-
arsvæðisins, sem hefur fengið nafn-
ið „borgarlína“, á að bæta verulega
almenningssamgöngur milli sveitar-
félaga og borgarhluta og auka
áhuga borgaranna á að nota þær.
Um 4% íbúa höfuðborgarsvæðisins
nota reglulega strætó. Björtustu
vonir með borgarlínuna gera ráð
fyrir að þessi notkun aukist í 10%.
Það þýðir að 90% borgarbúa vilja
heldur nota fjölskyldubílinn, sem
eftir tíu ár verða flestir umhverf-
isvænir rafbílar. Ýmsar útfærslur
borgarlínunar hafa verið kynntar
eins og lestir á teinum sem og stærri
rafstrætóar á hjólum sem keyra á
sértökum akreinum. Miðflokkurinn
ætlar að endurskoða þessa hug-
mynd með borgarlínuna. Þess í stað
endurskipuleggja núverandi kerfi
almenningssamganga eftir því sem
borgin stækkar og íbúum fjölgar og
þá fyrst og fremst miða við þarfir og
áhuga borgarbúa á að nota slík sam-
göngukerfi, ekki síst innan úthverfa
borgarinnar þar sem börn sækja
skóla, íþróttaæfingar o.fl.
Helsta áhugamál núverandi
meirihluta borgarinnar hefur verið
að gera fólki erfiðara að ferðast milli
borgarhluta á fjölskyldubílnum eins
og með þrengingu Grensásvegar,
Hofsvallagötu, Birkimels, Borgar-
túns, Lönguhlíðar o.fl. svo og gælu-
verkefnum eins og steinhleðslu með-
fram Miklubraut við
Klambratún. Þetta hef-
ur kostað sitt; nokkra
milljarða. Miðflokk-
urinn vill aftur á móti
koma til móts við sam-
gönguþarfir borgarbúa
með því að bæta um-
ferðina með endurstill-
ingu götuljósa og fjölg-
un nútímahringtorga.
Þá verður lögð áhersla
á að Vegagerðin fari í
Sundagöng, Sunda-
braut og tvöföldun
Vesturlandsvegar á
Kjalarnesi. Það verða forgansverk-
efni!
Flugvöllurinn í Vatnsmýri
Núverandi meirihluti Reykjavík-
urborgar hefur lagt ofurkapp á að
flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni,
hvað sem það kostar, því það þarf
lóðir til að byggja fleiri íbúðir í mið-
bænum í samræmi við þrengingar-
stefnu þessara flokka sem vilja gera
Reykjavík að Dubai norðursins fyrir
ríka alþjóðlega borgara. Lóðir í
Vatnsmýri verða mjög dýrar og
hvað þá bygging fjölbýlishúsa í
botnslausri mýri sem eiga að þola
jarðskjálfta 7 á Richter án þess að
haggast eða hallast. Verð íbúða í
þessum húsum yrði sko ekki fyrir
ungt fjölskyldufólk. En þau munu
aldrei rísa því flugvöllurinn verður
áfram í Vatnsmýrinni!
Skoðaðir hafa verið 25 mismun-
andi staðir fyrir flugvöll fyrir innan-
landsflug í nágrenni Reykjavíkur og
seinasta athugun mælti aðeins með
einum stað til frekari skoðunar;
Hvassahrauni. Þeir flugmenn sem
til þekkja segja þann stað alls ekki
koma til greina í ljósi einnar aðflugs-
línu til Keflavíkurflugvallar, vafa-
samra veðurskilyrða og verulegrar
ísingarhættu auk þess sem völlurinn
yrði staðsettur í hrauni og vatns-
verndarsvæði þannig að afísing véla
og lendingarbrauta myndi eyði-
leggja það. Já, svo er það kostnaður-
inn sem er áætlaður yfir 200 millj-
arðar króna! Miðflokkurinn svo og
75% þjóðarinnar vilja að flugvöll-
urinn verði áfram í Vatnsmýrinni og
verði tafarlaust endurbættur til að
þjóna betur innanlandsflugi og sem
varaflugvöllur millilandaflugs því
hann getur núna tekið á móti 24 þot-
um í neyðartilvikum. Þá verða lend-
ingarbrautir lagfærðar og neyðar-
flugbrautin tekin í aftur í notkun.
Fjármögnun verkefna
Báðar ofannefndar tillögur núver-
andi meirihluta í Reykjavík í sam-
göngumálum ganga út frá að fram-
kvæmdirnar verði að mestu leyti
fjármagnaðar í samgönguáætlun
ríkissjóðs en ekki af útsvars-
greiðslum Reykvíkinga. Landsmenn
allir eiga sem sagt að taka á sig fjár-
mögnun þessara dýru samgöngu-
gæluverkefna en ekki má gleyma að
Reykvíkingar greiða einnig skatta í
ríkissjóð.
Það er alveg ljóst að það er ekki
áhugi á Alþingi Íslendinga fyrir þess-
um óskynsamlegu samgöngu-
gæluverkefnum Dags því það er tug-
ur annarra samgönguverkefna sem
er meira aðkallandi um land allt eins
og lagning og viðhald vega, fækkun
einbreiðra brúa og jarðgöng eins og
Sundagöng. Í flugmálum eru einnig
meira aðkallandi verkefni tengd ör-
yggismálum eins og viðhald og
stækkun flugvalla á Akureyri og Eg-
ilstöðum vegna alþjóðlegra flug-
samgangna og til að þjóna sem vara-
flugvellir millilandaflugs með nútíma
gps-staðsetningar- og lending-
arkerfum, stækkun flughlaða fyrir
fleiri og stærri vélar svo og lengingu
og fjölgun flugbrauta. Einnig lagfær-
ingu minni flugvalla um land allt
vegna sjúkra- og útsýnisflugs. Þá er
bygging samgöngumiðstöðvar við
Reykjavíkurflugvöll á áætlun.
Ofannefnd 300 milljarða sam-
göngugæluverkefni núverandi
meirihluta Reykjavíkurborgar eru
því óskynsamleg, óraunhæf og oflof-
orð í aðdraganda borgarstjórnar-
kosninga. Hvað finnst þér, kjósandi
góður?
300 milljarða samgöngugælu-
verkefni Dags B. óraunhæf
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon » Þessi 300 milljarða
samgöngugæluverk-
efni núverandi meiri-
hluta Reykjavíkurborg-
ar eru óskynsamleg,
óraunhæf og ofloforð í
aðdraganda kosninga.
Jón Hjaltalín
Magnússon
Höfundur er verkfræðingur og fram-
bjóðandi Miðflokksins í Reykjavík.
jhm@simnet.is
Í tilefni framboða til
kosninga 2018 sem eru
framundan þurfum við
að hafa í huga hag
samfélagsins í heild.
Við þurfum að skoða
vel þá sem bjóða sig
fram og hverra hags-
muna þeir ætla í raun
að gæta. Núna herjar
áfengisiðnaðurinn á
ráðamenn þjóðarinnar,
hvort sem er þingmenn
eða sveitar- og bæjarstjórnarmenn.
Með gríðarlegum þrýstingi vill
áfengisiðnaðurinn fá aukin tækifæri
til að selja sínar vörur. Áfengi er
engin venjuleg neysluvara og und-
anfarin ár hefur okkur tekist að
standa vörð um samfélagið okkar,
sem ekki þarf aukið aðgengi að
áfengi eða öðrum vímuefnum. Allar
tilslakanir á forvarna/lýðheilsu-
stefnu okkar eða sjálfbærni-
markmiðum vinna sannarlega gegn
hagsmunum samfélagsins á svo
marga vegu og er andstætt yfirlýstri
stefnu yfirvalda hvort
sem er ríkisstjórn-
arinnar eða stjórna
bæjar- og sveitarfé-
laga.
Undanfarin ár hefur
náðst undraverður ár-
angur í forvörnum.
Kynslóðir eru að alast
upp sem hafa ekki
áhuga á að byrja í
neyslu. Byrjunaraldur
áfengisneyslu hefur
hækkað um fjögur ár
og 42% framhalds-
skólanema eru núna
bindindisfólk. Það er horft til okkar
forvarna á heimsvísu og þekking
okkar flutt út til fjölda landa. Með
því að ná hér fram nýjum kynslóðum
ungmenna sem hafa áhuga á vímu-
efnalausum lífsstíl minnkar hagn-
aður áfengisiðnaðarins, sem sækir
þess vegna fastar á. Áfengisiðnaður-
inn vill fá fleiri viðskiptavini án tillits
til afleiðinga þrátt fyrir að æ fleiri
rannsóknir tengi áfengisneyslu við
ósmitnæma sjúkdóma eins og
krabbamein.
IOGT á Íslandi leggur sitt af
mörkum til að skapa heim þar sem
fólk lifir frjálst frá hvers konar fíkn.
Starf IOGT er mikil varnarbarátta
þar sem ágengi þeirra er mikið sem
sjá hag sinn í að sem flestir ánetjist
þeirra vöru. IOGT hefur í gegnum
tíðina innleitt góð gildi hjá almenn-
ingi og ætlar að gera það áfram. All-
ir einstaklingar búa yfir einstökum
hæfileikum og auðveldasta skrefið
til að ná fram þeim hæfileikum sem i
okkur búa er að lifa vímuefnalausu
lífi. Við viljum sjá ótakmarkað fram-
boð á bindindi.
Við viljum sjá ótakmarkað
framboð á bindindi
Eftir Aðalstein
Gunnarsson » Allir einstaklingar
búa yfir einstökum
hæfileikum og auðveld-
asta skrefið til að ná
fram þeim hæfileikum
sem í okkur búa er að
lifa vímuefnalausu lífi.
Aðalsteinn
Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
IOGT á Íslandi.
Kjörum aldraðra
má í fyrsta lagi skipta
í tvennt. Það eru þeir
sem njóta launa frá
Tryggingastofnun og
svo þeir sem hafa það
háar eftirlaunatekjur
að þeir njóta ekki
greiðslna frá Trygg-
ingastofnun.
Eins og nú er geta
þeir sem fá laun frá
Tryggingastofnun ekki unnið á
vinnumarkaðinum nema takmark-
að vegna skerðingarákvæða stjórn-
valda. Hinir sem ekki njóta
greiðslna frá Tryggingastofnun
geta aftur á móti unnið. Hafi þeir
vilja og getu til þess. Þarna er mik-
ið misrétti á milli þessara aðila.
Komið hefur fram að sums staðar
vantar fólk í vinnu. Það ætti að
leyfa öldruðum sem vildu vinna og
gætu unnið að vinna án skerðingar.
Bæði mundi það hjálpa atvinnulíf-
inu og veita þeim félagsskap, meiri
lífsfyllingu og stuðla að heilbrigð-
ari lífsháttum sem væri til að létta
á heilbrigðiskerfinu. Fengju þessir
aðilar að vinna án skerðingar-
ákvæða stjórnvalda, mundu þessir
aðilar að sjálfsögðu greiða skatta
af þessum launatekjum sem kæmi
sér vel fyrir ríkiskassann. Þetta
mundi einnig stuðla að minnkun á
svartri vinnu. Fjármagnstekjur
valda einnig skerðingu hjá þeim
sem njóta greiðslna frá Trygg-
ingastofnun. Líka hefur styrkur
frá stéttarfélagi valdið skerðingu.
Ríkið er með allar klær úti gagn-
vart þeim sem minna hafa. Þessu
þarf að breyta en til þess þarf vilja.
Starfandi stjórnvöld hafa oft
fellt tillögur stjórn-
arandstöðu til bóta í
þessum málum en
þegar þeir stjórn-
arandstöðuflokkar
hafa svo komist til
áhrifa hafa þeir ekki
fylgt þessum kröfum
sínum eftir sem þeir
áður fluttu tillögur
um. Þarna eru orð án
athafna.
Að afnema þessi
skerðingarákvæði ætti
að vera flestum aug-
ljóst. Það mundi jafna stöðu þeirra
sem njóta greiðslna frá Trygginga-
stofnun, auka þátttöku á vinnu-
markaði, bæta tekjur ríkissjóðs,
gefa öldruðum meiri lífsfyllingu og
meiri félagsskap og hafa áhrif til
bættrar heilsu.
Það hljóta því að vera einhver
annarleg sjónarmið sem ráða af-
stöðu ráðamanna til þessara mála.
Þó afnám þessarar skerðingar
hefði einhvern aukinn kostnað í för
með sér held ég að það kæmi
margfalt til baka.
Kjör aldraðra og bar-
áttan við stjórnvöld
Eftir Óla Stefán
Runólfsson
» Að afnema þessi
skerðingarákvæði
ætti að vera flestum
augljóst. Það mundi
jafna stöðu þeirra sem
njóta greiðslna frá
Tryggingastofnun og
auka þátttöku á vinnu-
markaði.
Óli Stefán Runólfsson
Höfundur er rennismiður og eft-
irlaunaþegi.
olistef1@simnet.is
Fyrir nokkrum dög-
um voru opnuð tilboð í
lóðir í Úlfarsárdal í
Reykjavík og má lesa
niðurstöðu þeirra á vef
Reykjavíkurborgar.
Það sem vekur at-
hygli við þetta útboð
er hversu há tilboð
voru samþykkt í þess-
ar lóðir. Umfram-
hækkanir virðast vera
á bilinu 33-45% í samanburði við
verð framreiknað með bygging-
arvísitölu frá árinu 2014. Hlutfall
lóðarverðs í byggingarkostnaði
hækkar við þetta um 3,6 prósentu-
stig í fjölbýlishúsum og um 5,9 pró-
sentustig í einbýli.
Þetta vekur auðvitað sérstaka at-
hygli þegar höfð er í huga umræðan
um dýrt húsnæði og þá auðvitað um
leið spurningar um það hvers vegna
borgin telur ástæðu til að stuðla að
enn hærra verði íbúðarhúsnæðis en
aðrir í byggingarbransanum.
Hannarr ehf. birtir
kostnaðartölur bygg-
inga reglulega og miðar
þar við lóðarverð í Úlf-
arsárdal (úthverfi
Reykjavíkur). Vegna
þessara lóðahækkana
mun áætlað verð fjöl-
býlishúsa hækka um
4,2% við næstu útgáfu
þessara talna og ein-
býlishúsa um 7,6%.
Lóðakostnaður fjöl-
býlishúsa er með þessu
orðinn 16,3% af byggingarkostnaði
og lóðakostnaður einbýlishúsa orð-
inn 22,9% af byggingarkostnaði.
Lóðarverðið
hækkar enn langt
umfram annað
Eftir Sigurð
Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
» Vegna þessara lóða-
hækkana mun áætl-
að verð fjölbýlishúsa
hækka um 4,2% og ein-
býlishúsa um 7,6%.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Allt um sjávarútveg