Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 32

Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Á Landspítalanum gisti ég í viku fyrir 15 árum og fór strax að bera verkferla spítal- ans saman við flæði í verksmiðjum. Það var ekki sanngjarnt. Spít- alinn er gamall og stöð- ugt verið klastrað við hann viðbyggingum og nýjum húsum vítt og breitt á lóðinni. Plágur hafa herjað á hann og miklu eytt í viðgerðir rakaskemmda og eyðingu myglu. Kristaltært er að spítali við Hringbraut verður aldrei sambærilegur við nýjan spítala. Spítala átti að byggja fyrir hagnað af sölu Símans. Deilt var, hvort ætti að byggja við Hringbraut, í Fossvogi eða á Vífilsstöðum. Illskiljanlegt er að nokkrum skyldi detta í hug að halda áfram að klastra við Hring- brautina, þegar kostur gafst á bygg- ingu nýs spítala frá grunni. Enn óskiljanlegra, að „Samtökin Spítal- inn okkar“ skuli alla tíð hafa lagst gegn faglegri staðarvalsgreiningu. Sagt var að í Fossvogi væri ekki nægilegt pláss. Eftir samanburð á lóðum komst ég að þeirri niðurstöðu að í Fossvogi væri meira pláss en við Hringbraut. Í fávisku minni hélt ég nóg að sanna að þar væri nóg pláss fyrir betri spítala og skrifaði fjölda blaðagreina á sjö ára tímabili. Hver heilbrigðisráðherrann á eftir öðrum fékk Hringbrautina í arf. Enginn þeirra þorði að axla ábyrgð, þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur fyrir spítala við Hringbraut. Greinarnar enduðu oft með beiðni um faglega úttekt og ein seinasta greinin endaði á: Arkitektafélaginu og Verkfræðingafélagi Íslands væri til ævarandi skammar að láta þessa lausn við Hringbrautina ganga yfir án þess að kryfja til mergjar á fag- legan hátt samanburð við Fossvog. Á fundi um spítalann á Grand Hótel sagðist Katrín Ólafsdóttir setja spurningamerki við Hring- brautina. Gunnar Svavarsson svar- aði fyrirspurn frá mér á þá leið, að búið væri að taka ákvörðun um Hringbraut og því yrði ekki breytt. Seinna skildi ég að ákvörðun Gunnars yrði ekki haggað. Sama hversu sterk rök mæltu gegn spítala á Hring- braut. Kostir Hringbrautar voru taldir nálægð við flugvöllinn, BSÍ og Há- skólann. Nú vilja sömu aðilar flugvöllinn burt og ræða lítið um BSÍ. Bygging spítala í Foss- vogi opnar fyrir flutn- ing Læknadeildar HÍ í Landspítalannum. Skyldar greinar og stúdentagarðar gætu fylgt með, en raungreinar áfram á Melunum. Þannig myndast samfellt háskóla- þorp. Nýting eldri bygginga við Hring- braut er óhagstæð, því það er svo mikið dýrara að gera upp gamalt húsnæði en byggja nýtt. Við það bætist óhagræði af mörgum húsum á of þröngu svæði. Byggingartími á nýju húsi í hæð- ina er mikið skemmri, en áframhald- andi bútasamur við Hringbraut. Við það er minni vaxtakostnaður á bygg- ingartímanum, sem gerir lægri rekstrarkostnað spítalans um alla framtíð. Fyrrverandi forstjóri Landspít- alans gerði staðarvalskönnun fyrir Hringbraut, Vífilsstaði og Ártúns- höfða, en sleppti Fossvogi og Graf- arholti, sem ekki var í umræðunni. Niðurstaðan var að Hringbraut væri best. Birt voru rök því til staðfest- ingar, en svo skemmtilega vildi til að flest öll rökin voru Fossvogi meira í hag en Hringbraut og sönnuðu þar með að Fossvogur væri bestur fyrir nýjan spítala. Í byrjun árs sagði nýr landlæknir eitthvað á þá leið, að best væri að byggja nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut, en því miður væri ekki tími til þess. Það yrði að halda áfram við Hringbrautina og leita jafnframt að stað fyrir byggingu nýs spítala seinna. Þessi orð staðfesta að „nýr“ spítali við Hringbraut er of lít- ill og fljótlega verður að byggja aftur nýjan spítala. Eftir opinn fund hjá „Lands- samtökunum Spítalinn okkar“ tel ég víst, að allur aðbúnaður sjúklinga yrði betri í Fossvogi. Við Hringbraut eru hús klesst hvert ofan í öðru. Til að fyrirbyggja að sjúklingar fái inni- lokunarkennd og leggist í þunglyndi af að horfa næsta vegg eða þak er grænt ljósatrikk, sem á að gefa þá tilfinningu að horft sé yfir grænar grundir. Í Fossvogi geta sjúklingar notið útsýnis yfir Fossvog með Reykjanesskagann í bakgrunn. Þeir sem braggast á hótelinu geta farið í gönguferðir um Fossvogsdalinn. Á fundinum var kynnt rörakerfi fyrir sendingu gagna í hólki á milli hæða og bygginga. Ég hélt að int- ernetið hefði tekið yfir flöskupóst- sendingar? Í lokin var kynnt sú framsýni að einstakir hlutar bygginga eru þann- ig tengdir, að auðvelt er að brjóta þá niður og endurbyggja. Borgarspítala mætti breyta í hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þeir sem liggja á göngum Borgarspítal- ans flyttu einfaldlega inn í herbergin þegar nýi spítalinn væri tekinn í notkun. Það er ekki flóknara en það. Borgarspítalinn er jafnmikið mið- svæðis og Lækjartorg var áður. Skiptistöð fyrir almenningsvagna væri vel staðsett þar. Grafarvogur hefur það fram yfir Fossvog að létta á umferð á Reykja- nesbraut og Miklubraut. Fossvogur hefur aftur á móti frárennsli, vatn og rafmagn Þannig að þar væri hægt að byrja strax. Byggingartími er helm- ingi styttri en við Hringbraut og í Grafarholti. Ennþá er umferð greiðari að spít- ala í Fossvogi en að spítala við Hringbraut. Skynsamlegast væri að byggja spítalann í Fossvogi og und- irbúa byggingu í Grafarholti eftir 50- 70 ár. Nýr spítali – litið til baka Eftir Sigurð Oddsson » Borgarspítala mætti breyta í hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Þeir sem liggja á göng- um Borgarspítalans flyttu einfaldlega inn í herbergin... Sigurður Oddsson Höfundur er byggingaverkfræðingur. Mosfellsbær hefur byggst upp hratt í gegnum tíðina. Bæn- um hefur láðst að gæta að fötluðum þegar kemur að sér- býlum fyrir fatlaða einstaklinga undir 65 ára aldri. Gæðamæl- ingum á þjónustu er ábótavant og oft ekki gert meira en lög leyfa. Það nægir ekki. Það þarf að gera betur. Aðgengi fyrir fatlaða í Mosfellsbæ Á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var 20.-21. október 2017, var ályktað að þrátt fyrir ákvæði í lögum um mannvirki og í bygginga- reglugerð um aðgengi fatlaðra væri ekki til staðar virkt eftirliti sem gætti að því að lögunum væri fylgt eftir. Þar var m.a. vís- að í að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefði verið fullgiltur fyrir margt löngu. Árið 2010 ritaði Reynir Smári Atlason, þá BA-nemi við iðnhönn- un við Curtin University of Technology í Ástralíu, skýrslu um aðgengi fatlaðra í Mos- fellsbæ. Einhverjar úrbætur voru gerðar en átta árum síðar hefur ekki fjölmargt verið framkvæmt það sem hann lagði til og ekkert eftirlit með því né eftirfylgni. Fegrunaraðgerðir nægja ekki heldur þarf stöðugt eftirlit og sett ströng skilyrði um að fylgt sé eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni. Benda má á brunavarnaeftirlit, sbr. það sem fram kom í fram- angreindri ályktun af aðalfundi Öryrkjabandalagsins á síðasta aðalfundi þess. Meirihlutinn í Mos- fellsbæ hefur sofið á vaktinni fyrir fatlaða einstaklinga of lengi og setið aðgerðarlaus hvað þetta varðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð Það er hverjum einstaklingi mikil- vægt að finna til eig- in sjálfstæðis í ákvörðunum og eigin lífi í stað þess að láta einhvern hafa vit fyrir sér og sínum mál- um. Með því fyrirkomulagi sem felst í NPA eru notanda þjónustu fengnir fjármunir og velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt, sér um verkstjórn varðandi aðstoð sem hann þarf á að halda og ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist hverju sinni. Nýlega hefur NPA verið fært í lög en áður aðeins verið nokkurs konar tilraunaverkefni. Miðflokk- urinn mun leitast við að taka upp þá samninga í Mosfellsbæ sem fyrir eru og meta þá m.t.t. nýrra laga og þeirra reglugerða sem eru í smíðum, en ný lög taka gildi 1. október næstkomandi. Við viljum bæta við gæðastýr- ingu á alla þjónustu við fatlaða þar sem gæðaviðmið verða mótuð með Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalagi Íslands. Sérstök deild fyrir ein- staklinga undir 65 ára aldri Í dag er mikilvægt að allir sem eru undir 65 ára aldri, þ.e. ungir fatlaðir einstaklingar, fái þjón- ustu sem tryggir þeim bæði auk- ið sjálfstæði og rými þar sem þeir finna sig á þeim aldri sem þeir eru. Þetta snýr m.a. að mat- arvenjum og því að ungir vilja umgangast unga einstaklinga en ekki endilega vera í sambýli með góðu fólki á efri árum. Matarvenjur eru aðrar og áhugamál eru önnur og til að svara þessu er mikilvægt að nýr hjúkrunarheimilakjarni rísi neð- an við Eirhamra, þ.e. við Boga- tanga, eins fljótt og nokkur kost- ur er auk þess sem tryggð yrði sérstök deild fyrir yngri fatlaða einstaklinga. Eftir máttleysi meirihlutans í Mosfellsbæ varðandi það að halda heilsugæslunni hér opinni á kvöldin og um helgar óttast mað- ur að hann geti ekki beitt sér við að ná fram úrbótum fyrir fatlaða á næstu árum enda snýr lausnin að ráðuneyti velferðarmála rétt eins og heilsugæslan. Miðflokkurinn í Mosfellsbæ er þekktur fyrir að taka á svona málum af festu og afgreiða þau. Það tekur á og það kostar eft- irfylgni innan hins opinbera. Þingmenn Miðflokksins sem og við sem bjóðum okkur fram hér í Mosfellsbæ munum bæta hag fatlaðra. Málefni fatlaðra eru for- gangsmál. Fatlaðir einstak- lingar í Mosfellsbæ eiga betra skilið Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson »Meirihlutinn í Mos- fellsbæ hefur sofið á vaktinni fyrir fatlaða einstaklinga of lengi og setið aðgerðarlaus hvað þetta varðar. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. www.facebook.com/ MidflokkurinnMoso Kýstu Dag sem tók af- stöðu gegn ótvíræðum þjóðarhag í Icesave-máli og snuðar Reykvíkinga um milljarða framlag ríkisins til mislægra gatnamóta? Dagur B.: „Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir Icesave- málinu“! Margt skrifaði hann í sama dúr, hamrandi á greiðslu- skyldu! (afhjúpað hér: thjod- arheidur.blog.is). Sami Dagur beitti sér ekki aðeins gegn lagarétti okkar í Icesave-máli, heldur og gegn borgarbúum með því að svipta þá mislægum gatnamótum sem brýn þörf var á (ríkið borgar 80% kostnaðar stofnbrauta). Afleiðing: langar biðraðir á álagstímum í stað greiðrar umferðar! Til að gera illt verra var sett hraðahindrun og göngu- ljós á Miklubraut við Klambratún. Þá beita vinstrimenn sér fyrir galinni þrengingu gatna . Allt þetta hægir á umferð og eykur útblástur að sama skapi; bíll í hægagangi mengar mest. Samtök iðnaðarins lögðu mat á tímasóun í umferð, fundu út að ferða- tími á álagstíma úr Grafarvogi til mið- borgar jókst á sex árum um 40%. Tap- aðar vinnustundir nema 5,5 milljón klst. á ári. Reiknast þeim til að tímasó- un vegfarenda jafngildi 2% af heildar- vinnutíma. Með setu í ófaglegri Rögnunefnd vann Dag- ur að því að rústa NA/ SV-flugbraut Reykja- víkurflugvallar. Stefna hans er að losna við völl- inn. Flugvöllur á lakari stað, Hvassahrauni, myndi kosta 350 millj- örðum meira ef hann yrði alþjóðaflugvöllur. Vinstrimenn juku á fjórum árum skuldir borgarinnar um milljarð á mánuði, alls 50 ma. kr.! Samt minnkuðu þrif garða og túna, sorphirða, götuviðgerðir, sópun gatna o.fl. Dagur ber sér á brjóst, vill setja Miklubraut „strax“ í stokk, með 21 milljarðs kostnaði, auk Borgarlínu (70 ma.)! Fé vantar í verkin; borgin er næstskuldugasta sveitarfélag á hvert nef. Ríkið og Vegagerðin draga ekki Dag að landi næstu ár, það er staðfest. Bjarni Jónsson verkfræðingur segir Borgarlínu úrelta skipulagshugmynd sem baki vandræði. Borgarbúar eru ekki ginnkeyptir fyrir ógnar-lántöku, ef borgin telst þá lánshæf, og heldur ekki að axla tveggja milljóna gjald á hverja fjölskyldu vegna verksins. Með játningu Helgu Völu Helga- dóttir í pistli í Morgunblaðinu 11/5 kom í ljós að vanræksla Samfylkingar í samgöngumálum byggist á andstöðu þeirra gegn „einkabílnum“. HVH seg- ir að ekki eigi að byggja mislæg gatna- mót, göngubrýr eða græn (bylgju) umferðarljós svo að bílar komist hrað- ar á milli, heldur verði að fækka einkabílum. Þetta er þeirra stefna, sem þau hafa framfylgt; það skýrir margt. Það tók Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, dagstund að benda Helgu á að losun fólksbíla af gróðurhúsalofttegundum er ekki nema 4% af heildinni. „Hvernig er þá hægt að fá það út eins og Helga Vala heldur fram að einkabíllinn sé stærsti sökudólgurinn?“ Hún stendur uppi eins berstrípuð og keisarinn í æv- intýri sínu! Það sem verra er: Á þess- um bábiljum grundvölluðu Dagsmenn sinn antibílisma og samgöngustefnu, öll vanrækslan þar var viljaverk hinna villuráfandi! En hvernig áttu þau að vera til leið- sagnar í borginni þegar þau réðu ekki einu sinni við að prenta leiðabók stræt- isvagna? Um húsnæðisvanda Dagsmanna að- eins eitt nú: Skortstefna í framboði lóða og hækkun lóðagjalda um 508% meira en byggingarvísitala á sama tíma (Viðskbl. 1.10. 2015) innleiddi ok- urstefnu, húsnæðisverðbólu og erf- iðleika við að eignast og leigja íbúð. Vandamál bundið við Reykjavík! Fúsari eru vinstri valdamenn að hópa hingað hælisleitendum og flótta- fólki og úthluta því félagslegri borg- aríbúð en að sinna eigin fólki sem skylt er þó í neyð. Það fær sízt úrlausn, vík- ur jafnvel úr húsi fyrir útlendingi. Ekki hrósar Þjóðfylkingin hraklegri meðferð Dagsmanna á Hjálpræð- ishernum sem veitti mörgum skjól (og nýttur bæði af lögreglu og félagsmála- yfirvöldum). Samhjálp hvítasunnu- manna rak athvarf útigangsmanna; Dagsmenn töldu sig geta það á hag- kvæmari hátt; það þveröfuga kom í ljós og kostaði borgarbúa tugi millj- óna! Vinstrimenn í borgarstjórn amast við kristni og Nýja testamentinu í skól- um. Hitt kjósa þau að gefa músl- imahópi fría lóð á glæsistað við Suður- landsbraut og Miklubraut og leyfi til mosku sem yrði svo dýr að lítill söfn- uður hefur ekki bolmagn að reisa hús- ið. Viðbúið er, ef lingeðja borgarstjórn á í hlut, að tilboði Sádi-Araba um hundraða milljóna styrk verði tekið. Því mun fylgja kredduföst boðun ímama þaðan, sjaríalög og harðlínutrú á þeim vettvangi. Nú þarf borgarfulltrúa með bein í nefi, andvíga íslamsvæðingu, sem byrjar rólega, en færir sig upp á skaftið; það sýnir sig víða. Sá eini flokkur sem einarður er í þessum málum og á kost á kjöri borgarfull- trúa er Íslenska þjóðfylkingin. Með atkvæði til ÍÞ styðja menn líka þá sem vinstriflokkar vanvirtu í sam- göngu- og húsnæðismálum. Við skul- um markvisst ná niður íbúðaverði (sjá x-e.is og thjodfylking.blog.is), liðsinna ungu fólki, gefa því frítt í strætó, hjálpa til að það geti með sparnaði eignazt þak yfir höfuðið! Þetta er tími breytinga! Þetta er tími breytinga Eftir Jón Val Jensson »Nú þarf borgarfull- trúa með bein í nefi, engar liðleskjur! Jón Valur Jensson Höfundur skipar 4. sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum. jvjensson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.