Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil óvissa er um framhald samn- ingaumleitana við einræðisstjórn Norður-Kóreu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrradag að hann hefði ákveðið að af- lýsa fyrirhugum fundi með leiðtoga hennar, Kim Jong-un. Trump sagði í gær að enn væri mögulegt að fund- urinn yrði haldinn, jafnvel 12. júní eins og gert hafði verið ráð fyrir. Mikið er í húfi fyrir forsetann. Verði ekkert af leiðtogafundinum gæti sú ákvörðun hans að aflýsa hon- um styrkt stöðu einræðisherrans í Norður-Kóreu, orðið til þess að tengsl hans við stjórnvöld í Kína bötnuðu, og hjálpað honum að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, að mati fréttaskýr- enda. Hugsanlegt er að ákvörðun Trumps um að aflýsa fundinum sé að- eins tímabundið bakslag og hörðustu stuðningsmenn hans halda enn í þá trú að hann geti knúið einræðis- herrann til að fallast á kjarnorku- afvopnun Norður-Kóreu. Þótt forset- inn og einræðisherrann ljái enn máls á því að leiðtogafundurinn verði hald- inn er mjög ólíklegt að hann leiði til þeirrar niðurstöðu sem Trump og aðdáendur hans hafa vænst og boðað síðustu vikur. Sú blákalda staðreynd blasir við að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hef- ur orðið sér úti um kjarnvopn, smíðað langdrægar eldflaugar og er stað- ráðin í að öðlast viðurkenningu sem kjarnorkuveldi. Hún ætlar að not- færa sér þessa stöðu sína út í ystu æsar, m.a. til að binda enda á refsiað- gerðirnar gegn landinu. Hún hefur alltaf haldið því fram að hún þurfi á kjarnavopnum að halda til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn og sam- starfsþjóðir þeirra geri árásir á land- ið og reyni að steypa einræðis- stjórninni af stóli. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þessi af- staða hennar hafi breyst, að mati sér- fræðinga í málefnum Norður-Kóreu, þ.á m. Jang Sung-min, eins af helstu ráðgjöfum Kim Dae-jung, fyrrver- andi forseta Suður-Kóreu. „Það er enginn möguleiki á að þeir láti kjarnavopn sín af hendi,“ hefur The Wall Street Journal eftir Jang. Samt hefur Donald Trump sagt að hann telji að Kim hafi verið „mjög hreinskilinn“, „mjög heiðvirður“ og „mjög einlægur“ í viðræðunum um afvopnun. Hann hefur talað um að samband sitt við einræðisherrann í Norður-Kóreu sé „dásamlegt“ og stuðningsmenn hans sögðu að forset- inn hefði náð meiri árangri gagnvart Norður-Kóreu með tísti sínu og stór- yrðum á Twitter en forverar hans með hefðbundnari aðferðum síðustu áratugi. Fylgismenn hans í Banda- ríkjunum voru farnir að tala í spjall- þáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva um að Trump verðskuldaði friðar- verðlaun Nóbels fyrir að knýja ein- ræðisherrann til samningaviðræðna. „Nóbelinn! Nóbelinn! Nóbelinn!“ hrópuðu aðdáendur forsetans á sam- komum með honum. Fyrr í mán- uðinum var Trump spurður hvort hann verðskuldaði Nóbelinn og hann svaraði glaðlega: „allir telja það“. Þessi ofurbjartsýni eða óskhyggja í aðdraganda leiðtogafundarins er furðuleg í ljósi sögu einræðisstjórnar Norður-Kóreu sem gerði tvo samn- inga um að hætta kjarnorku- tilraunum sínum og sveik þá báða. Svo virðist sem Trump hafi vanmetið viðsemjandann, ekki gert sér grein fyrir hversu flóknar samninga- viðræðurnar yrðu, og ofmetið hæfi- leika sína sem samningamanns. „Kjarninn í utanríkisstefnu Trumps er sú trú að hann geti beitt persónutöfrum sínum til að töfra fram sína leið að heimsfriði,“ segja fréttaskýrendur The Washington Post, Greg Jaffe og Paul Sonne. Þeir telja að sú ákvörðun forsetans að af- lýsa fundinum sýni annmarkana á þessari aðferð í samskiptum við önn- ur ríki. Setja öryggið á oddinn David E. Sanger, fréttaskýrandi The New York Times, tekur í sama streng. Hann segir að Trump hafi tekið á málinu eins og þeir Kim væru fasteignabraskarar að prútta um verðmæta eign og gengið út frá því að viðsemjandinn myndi að lokum fallast á að gefa eignina eftir gegn loforði um að hann myndi græða fúlg- ur fjár. Trump hafi fyrst haft í hót- unum á Twitter, síðan lofsungið einn af grimmustu einræðisherrum heimsins og lofað honum gulli og grænum skógum. „Hann verður öruggur, hann verður ánægður, land- ið hans verður auðugt,“ sagði Trump um Kim á þriðjudaginn var þegar hann ræddi við forseta Suður-Kóreu í Hvíta húsinu. Sanger segir að rétt sé að Kim þurfi á peningum, fjárfestingum og tæknisamstarfi að halda en öryggis- tryggingar fyrir stjórn hans skipti meira máli í augum einræðisherrans en velmegun þjóðarinnar. Hann þurfi að geta sannfært yfirstéttina og yfir- menn hersins í Norður-Kóreu um að hann hafi ekki samið af sér einu ör- yggistryggingu einræðisstjórn- arinnar – kjarnavopnin sem Kim fékk í arf frá föður sínum og afa. Mismunandi túlkun Þegar Kim Jong-un talar um „kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga“ meinar hann ekki það sama og bandarísk stjórnvöld sem hafa kraf- ist þess að Norður-Kóreustjórn láti öll kjarnavopn sín af hendi og tryggt verði að hún geti ekki hafið smíði ger- eyðingarvopnanna að nýju síðar. Stjórn Trumps hefur krafist þess að kjarnorkuafvopnunin hefjist þegar í stað og hún taki tiltölulega stuttan tíma, ef til vill minna en ár, og sagt að mikilvægustu refsiaðgerðunum verði ekki aflétt fyrr en afvopnuninni ljúki. Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur hins vegar séð fyrir sér hæga afvopn- un í áföngum og vill að refsiaðgerð- unum verði aflétt þegar í stað eða fljótlega eftir að hún hefst. Þar að auki er talið að Kim myndi krefjast öryggistrygginga sem bandarísk stjórnvöld hafa aldrei léð máls á. Þegar Norður-Kóreumenn hafa talað um að þeir vilji kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga hafa þeir sett þau skil- yrði að bandarísku hersveitirnar í Suður-Kóreu verði fluttar þaðan og stjórnin í Washington skuldbindi sig til að beita ekki kjarnavopnum til að vernda landið. Gerald F. Seib, stjórnmálaskýr- andi The Wall Street Journal, segir að fljótlega eftir að viðræðurnar um leiðtogafundinn hófust hafi komið í ljós að Norður-Kóreustjórn væri ekki reiðubúin að láta vopn sín af hendi. Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi tvisvar sinnum við Kim í Pjongjang og „vissi strax“ að hann væri ekki tilbúinn að samþykkja þá skilmála sem bandarísk stjórnvöld hafa sett, að sögn Seibs. „Þegar Pompeo reyndi að knýja fram ákveðið svar frá Norður-Kóreumönnum færðust þeir undan því að svara,“ hefur hann eftir Michael Green, fyrrverandi öryggis- ráðgjafa í Hvíta húsinu. „Þeir voru alltaf að sækjast eftir afnámi refsiað- gerða og viðurkenningu sem kjarn- orkuveldi gegn táknrænum lág- marksskrefum af hálfu þeirra sjálfra.“ Seib segir að embættismenn beggja ríkjanna hafi einnig misskilið yfirlýsingar viðsemjandans í aðdrag- anda fundarins. T.a.m. hafi Norður- Kóreumenn misskilið ummæli Johns Boltons, þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, þegar hann sagði í sjón- varpsviðtali í lok apríl að einræðis- stjórnin í Pjongjang þyrfti að heimila bandarískum og breskum vopna- sérfræðingum að hafa eftirlit með kjarnorkustöðvum í Norður-Kóreu, eins og Muammar Gaddafi, þáver- andi einræðisherra Líbíu, gerði þeg- ar hann féllst á að hætta þróun kjarnavopna og annarra gereyðing- arvopna árið 2003. Bolton sagði að stjórn Trumps liti á tilhögun eftir- litsins í Líbíu sem fyrirmynd í við- ræðunum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn virtust hins vegar hafa skilið ummæl- in þannig að fyrir bandarískum stjórnvöldum vekti að afvopna þá og sjá síðan til þess að einræðisstjórn- arinnar biðu sömu örlög og Muamm- ars Gaddafis. Uppreisnarmenn steyptu Gaddafi af stóli og tóku hann af lífi eftir loftárásir vestrænna ríkja á Líbíu um átta árum eftir að hann féllst á að afsala sér gereyðingar- vopnunum. Harðorðar yfirlýsingar Norður- Kóreumanna eftir ummæli Boltons fóru fyrir brjóstið á Trump. Hann sagði í bréfi til harðstjórans í fyrra- dag að hann gæti ekki að svo stöddu átt fund með honum vegna „mikillar reiði og ódulins fjandskapar“ í garð Bandaríkjanna í yfirlýsingum ein- ræðisstjórnarinnar. Viðbrögð Norður-Kóreustjórnar voru ekki eins hörð og sumir höfðu búist við. Hún sagði að ákvörðun Trumps væri „sorgleg“ og kvaðst vera tilbúin til viðræðna við banda- rísk stjórnvöld hvenær sem væri. Gæti hjálpað Kim Verði ekkert af fundinum gæti ákvörðun Trumps styrkt áróðurs- stöðu einræðisstjórnarinnar og eflt tengsl hennar við kínverska ráða- menn sem virtust fyrir nokkrum mánuðum hafa fengið sig fullsadda á henni vegna kjarnorku- og eld- flaugatilrauna hennar. „Kínverjar eru líklegri til að veita Norður- Kóreumönnum meiri stuðning en áð- ur, slaka á viðskiptaþvingunum og ég býst við að viðræður hátt settra emb- ættismanna landanna tveggja haldi áfram,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Abraham M. Denmark, sérfræðingi í öryggismálum Austur-Asíuríkja. Einnig er talið líklegt að Suður- Kóreustjórn haldi áfram viðræðum sínum við Norður-Kóreumenn þótt þær geti orðið til þess að tengslin við stjórn Trumps versni, að mati stjórn- málaskýrenda í Suður-Kóreu. Kjarnorkuafvopnun var aldrei líkleg  Yfirlýsingar Trumps um samnings- vilja einræðisstjórnarinnar í Norður- Kóreu hafa einkennst af óskhyggju AFP Nóbelinn í húfi? Donald Trump forseti ávarpaði útskriftarnema í skóla bandaríska sjóhersins í Maryland í gær. Torveldar refsiaðgerðir » Verði ekkert af leiðtogafundi Bandaríkjanna og Norður- Kóreu er talið að erfiðara verði fyrir stjórn Trumps að fá ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að herða refsiaðgerðirnar gegn stjórninni í Pjongjang. » Fari sáttaumleitanirnar út um þúfur er líklegt að Trump verði kennt um vegna þeirrar ákvörðunar hans að aflýsa fundinum. Hugsanlegt er að hún stefni einnig núverandi refsiaðgerðum í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.