Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 26. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.35 105.85 105.6 Sterlingspund 140.71 141.39 141.05 Kanadadalur 81.54 82.02 81.78 Dönsk króna 16.572 16.668 16.62 Norsk króna 13.022 13.098 13.06 Sænsk króna 12.108 12.178 12.143 Svissn. franki 106.16 106.76 106.46 Japanskt jen 0.9622 0.9678 0.965 SDR 149.37 150.27 149.82 Evra 123.45 124.15 123.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.4531 Hrávöruverð Gull 1296.35 ($/únsa) Ál 2270.0 ($/tonn) LME Hráolía 79.65 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Það er óviðun- andi að fyrirtæki þurfi að verjast málflutningi Sam- keppniseftirlits- ins fyrir dómi með tilheyrandi kostn- aði þrátt fyrir að hafa fengið end- anlega og jákvæða niðurstöðu á stjórnsýslustigi frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, í leiðara fréttabréfs samtakanna. Halldór segir að Samkeppniseftirlitið hafi árið 2011 knúið á um að fá heimild til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefnd- arnar til dómstóla, sem sé nánast eins- dæmi í íslenskri stjórnsýslu og lýsi van- trausti eftirlitsins á áfrýjunarnefndinni. Þessu verði að breyta, með því að af- nema heimildina eða leggja niður áfrýj- unarnefndina. Úrskurðir áfrýjunar- nefndar ekki fyrir dóm Halldór Benjamín Þorbergsson STUTT Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is „Það sem við erum að sjá und- anfarið eru þessi stóru samfélög sem að húsfélög eru orðin, en til eru félög sem að telja hátt í 200 íbúðir,“ segir Páll Þór Ármann, for- stöðumaður hjá Eignaumsjón. Hann bætir við að rekja megi þétt- ingu byggðar að mestu leyti til nýrra fjölbýlishúsa og að húsfélög þeirra séu stöðugt að verða stærri og flóknari í rekstri. Páll Þór hélt nýlega erindi á vor- fundi Eignaumsjónar um þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum við stjórn húsfélaga. Með tilkomu stærri og tæknilegri fjöl- býlishúsa eru kröfur orðnar meiri en hægt sé að sinna með ein- földu bókhaldi af einum fórnfúsum íbúa hússins. Flest nýlega byggð fjölbýlishús eru stærri og tæknilega flóknari byggingar en áður hafa þekkst og kalla þar af leiðandi á aðra nálgun í rekstri þeirra. „Í húsum í dag er komin ýmis flókin tækni. Þar er til dæmis að finna gólfhita, öryggis- og aðgangs- kerfi og loftræstingu, þegar komið er í stærri hús. Þá eru einnig komin alls kyns tölvukerfi, enda tækni að ryðja sér til rúms í húsum landsins líkt og víðast annars staðar.“ Aðspurður hvort lög um húsfélög þarfnist endurskoðunar segir Páll að svo sé, en sömu lög gilda um öll húsfélög óháð stærð þeirra. „Hvort sem húsfélag er í 7 íbúða stigagangi eða í 200 íbúða samfélagi, þá þarf þrjá í stjórn beggja félaga. En stjórn stærra félagsins hefur enga aukna heimild samkvæmt lögum, til dæmis til þess að ráða sér starfs- mann. Það vantar stig í lögum sem heimilar stærri félögum að stunda öðruvísi stjórnsýslu en þau minni.“ Vantar gögn um íbúðaframboð Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans, fjallaði á vorfundinum um stöðuna á fast- eignamarkaði. Hann sagði að frá árinu 2002 hefði fasteignaverð hækkað um rúm 9% á ári. Hægst hefði töluvert á vextinum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæð- inu, og að hann yrði væntanlega ekki nema um 5% í ár, sem er minna en fyrri spár sögðu til um. Ari sagði þetta minna á þróunina fyrir hrun, þó að grundvallarmun- ur væri á stöðu heimilanna þá og nú. Eigna- og skuldastaða þeirra væri mun heilbrigðari en á síð- asta þensluskeiði og heimilin bet- ur í stakk búin til að mæta sveifl- um á markaði. Ari kallaði einnig eftir betri upplýsingagjöf um hvað væri að gerast á byggingamarkaði. Erfitt væri að finna upplýsingar um hversu mikið væri verið að byggja, hvar væri verið að byggja og hvaða tegundir húsa væru í byggingu. Kallar eftir breytingum á lögum um fjöleignarhús Morgunblaðið/Ófeigur Skuggahverfið Dæmi eru um að húsfélög stórra fjöleignarhúsa velti á milli 40 og 60 milljónum króna á ári. Rekstur fjöleignarhúsa » Breyta mætti löggjöf um fjöl- eignarhús með tilliti til mismun- andi stærðar þeirra. » Dæmi eru um að húsfélög velti á milli 40 og 60 milljónum króna á ári. » Óvissa er vegna takmark- aðrar upplýsingagjafar á bygg- ingamarkaði. » Stofna ætti húsfélög áður en flutt væri inn, svo að kaupendur vissu að hverju þeir gengju.  Húsfélög stærri fjöleignarhúsa verða sífellt tæknilegri og flóknari í rekstri Páll Þór Ármann Tískuvörukeðjan Lindex hefur sett sér þá stefnu að efla og veita konum innblástur. Þetta er meðal þess sem rætt var á alþjóðlegri ráðstefnu fyrirtækisins fyrir sérleyfishafa sem fram fór hér á landi í vikunni. 40 manns hvaðanæva úr heiminum sóttu ráðstefnuna. Spurður að því með hvaða hætti keðjan hyggst framfylgja stefnunni, segir Albert Þór Magnússon, eigandi Lindex á Íslandi, að Lindex hafi t.d. sett sér markmið um að draga úr stressvaldandi þáttum í lífi kvenna, efla þær og veita þeim innblástur. Kynntu sér starfsemina hér „Konur eru margar undir miklu álagi að mæta þeim kröfum sem þær sjálfar og samfélagið gerir til þeirra. Við viljum ekki auka þessar kröfur með því að búa til óraunhæfa ímynd um hvernig þær eigi að líta út,“ segir Albert í samtali við Morgunblaðið og bætir við að vinna sé nú þegar hafin með því að leita til viðskiptavinanna og spyrja þá hvernig hægt sé að veita þeim innblástur og gera líf þeirra betra og auðveldara. Að sögn Alberts kynntu gestirnir sér starfsemi félagsins hér á landi sérstaklega, en Lindex á Íslandi hef- ur vaxið hröðum skrefum síðustu ár, eða allt frá því að fyrsta búðin var opnuð í Smáralind árið 2011. Félagið rekur nú sjö verslanir hér á landi, ásamt netverslun. Um 100 manns vinna hjá fyrirtækinu. „Við fórum einnig á ráðstefnunni yfir árangur síðustu ára hjá keðj- unni, og lögðum á ráðin um framtíð markaða Lindex á alþjóðavísu,“ seg- ir Albert Þór að lokum. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Fundur Albert og Lóa ásamt Elisabeth Peregi forstjóra og Johan Isacson. Lindex vill veita konum innblástur  Kynntu nýja stefnu á 40 manna ráðstefnu á Íslandi 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.