Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 ✝ Helga Har-aldsdóttir fæddist í Reykja- vík 4. maí 1969. Hún lést í bílslysi 16. maí 2018. Foreldrar henn- ar eru Haraldur Tyrfingsson, f. 10. maí 1943 í Reykja- vík, og Sólveig Guðrún Ólafsdótt- ir, f. 12. septem- ber 1946 í Reykjavík. Systkini Helgu eru Úlfar Ingi, f. 1966, Jóhanna Sól, f. 1972, Ólafur Haukur, f. 1974, og Ómar, f. 1980. Pétur Logi Pétursson, f. 12. janúar 1996, sambýliskona hans er Heiðrún Helga Ólafs- dóttir, f. 19. desember 1992. Helga var uppalin í Reykja- vík. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi 1989. Hún lauk búfræðinámi frá Hólum í Hjaltadal 1994 og lauk ferðamálafræði frá Há- skólanum á Hólum 2012. Helga og Pétur hófu sam- búð í Þorlákshöfn 1989 og bjuggu þar til 1996 er þau fluttu að Syðri-Völlum í V- Húnavatnssýslu, árið 2002 fluttu þau að Núpakoti undir Eyjafjöllum. Helga starfaði lengst af sem bóndi en seinustu ár einnig við ferðaþjónustu. Útför Helgu fer fram frá Eyvindarhólakirkju í dag, 26. maí 2018, klukkan 13. Þann 16. nóv- ember 1991 giftist Helga Pétri Frey Péturssyni, f. 16. október 1968. For- eldrar hans eru Kristjana Halldóra Kristjánsdóttir, f. 29. október 1949, og Pétur Haukur Pétursson, f. 7. apríl 1948. Börn Helgu og Péturs eru: 1) Sólveig Eva Pétursdóttir, f. 11. ágúst 1991, gift Aroni Erni Jónssyni, f. 28. júní 1988, eiga þau soninn Jón Þór, f. 18. febrúar 2016. 2) Mig skortir orð til að tjá til- finningar mínar og hugsanir þessa síðustu daga síðan mér bárust þær fréttir að Helga dótt- ir okkar hefði látist í hræðilegu bílslysi 16. maí síðastliðinn. Helga var mikill gleðigjafi, kraftmikil, ósérhlífin, dugleg og skemmtileg. Hún hafði frá unga aldri mik- inn áhuga á dýrum og sveitinni og gerði það að ævistarfi sínu og síðustu árin starfaði hún einnig við ferðaþjónustu. Ég vona að okkur fjölskyldu hennar takist að standa vel sam- an og halda utan um Pétur Frey, Sólveigu Evu, Aron og litla Jón Þór sem ekki fær að njóta Helgu ömmu lengur og Pétur Loga og Heiðrúnu en missir þeirra er óbærilegur. Ég læt hér fylgja lítið ljóð sem mér finnst hæfa Helgu vel. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðard.) Elsku Helga, við munum sakna þín alla daga, þú varst okk- ur yndisleg dóttir. Hjartans þakkir, þín mamma og pabbi. Sólveig og Haraldur. Í dag á afmælisdegi frumburð- ar míns er elskuleg stóra systir mín borin til grafar. Þessa jarð- arför bjóst ég ekki við að vera að fara í. Þessi lífsglaða og duglega kona var hrifin frá okkur allt of snemma í hræðilegu slysi. Ég á erfitt með að sætta mig við að ég fái ekki að hitta hana aftur, heyra dillandi hláturinn, eiga margra klukkutíma símtöl, því hún hafði yfirleitt frá mörgu að segja, þessi kona. Hún var dugnaðarforkur, hörkutól og hreinlega geislaði af henni lífsgleðin. Hálfgerð unga- mamma okkar yngri systkinanna sem hún notaði engin vettlinga- tök á í æsku, enda strax byrjuð að æfa sig fyrir það sem var draum- urinn: að verða bóndi. En gæða- blóð var hún líka sem verður sárt saknað. Þegar mér var sagt frá andlát- inu þagði ég bara í langa stund, heilinn vildi ekki meðtaka þessi skilaboð. Ég var orðlaus og er það hálfpartinn ennþá. Þessi fáu sem ég kem hér niður geta ekki komið öllu því til skila sem ég myndi vilja segja. Helgan mín Þú varst partur af lífi mínu frá því ég fæddist. Ég var litla dúkkan þín. Saman gengum við í gegnum súrt og sætt. Við eigum minningar saman sem enginn annar deilir. Þú þekktir mig öðruvísi en all- ir aðrir og ég þekkti þig á sama hátt. Við þóttum ekki líkar í útliti – þú ljós yfirlitum og ég dökk, en við áttum eins hendur og eins tær. Þegar ég horfði á hendurnar þínar fannst mér eins og ég væri að horfa á mínar. Litlu dvergatáslurnar okkar áttum við sameiginlegar með ömmu á Kálfalæk, nú eru bara mínar eftir … Stundum heyrðumst við ekki í langan tíma, en alltaf var eins og við hefðum hizt í gær og við gát- um átt margra klukkutíma ógleymanleg samtöl í síma um allt og ekkert. Fjarlægð og veikindi gerðu það að verkum að við hittumst sjaldnar seinustu árin, en alltaf varst þú í mínu hjarta og verður um ókomna tíð. Eina systir mín. Elsku Pétur, Sólveig Eva, Pét- ur Logi, nafni litli og fjölskyldur, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styðja eftir þennan mikla missi. Mamma, pabbi, elsku bræður mínir Úlfar Ingi, Óli Haukur, Ómar og ástkær systkinabörn Helgu – hún lifir áfram í hjörtum okkar og huga. Ég sé hana fyrir mér á Sleipni sínum með Lúsífer góða, í faðmi ömmu, afa og allra hinna í sum- arlandinu fagra. Þangað til við hittumst aftur, Helga mín – þú veist ég elska þig af öllu hjarta. Þakkir fyrir allar minningarnar sem ég mun geyma sem dýrmæt- an fjársjóð sem deilist með ömm- ustráknum og hugsanlegum af- komendum framtíðarinnar. Að lokum fæ ég lánuð orð skyldfólks okkar sem ort voru við svipaðar aðstæður í þeirra lífi: „When I think of angels, I think of you.“ Þín lillesys, Jóhanna Sól. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Háreist og myndarleg, ljós- hærð með hvella rödd, sólbrún og sælleg í rauðum stígvélaklossum sem hún hafði keypt í Hollandi. Svona er síðasta hugskotsmynd- in af Helgu þegar við kvöddumst í flugstöðinni í Keflavík fimmtu- daginn 10. maí sl. Við vorum svo ánægðar með hversu dásamleg afmælisferð sunnlenskra kven- félagskvenna til Hollands hafði gengið. Við stefndum þrjár úr stjórninni á að hittast aftur fljót- lega eftir að sauðburði væri lokið hjá Helgu, til að fara yfir ferðina. Nokkrum dögum síðar er lífi hennar lokið. Helga starfaði í nefndinni sem vann að undirbún- ingi ferðarinnar og sinnti hún því verkefni eins og öllum öðrum sem henni voru falin af alúð, ábyrgð og dugnaði. Þessi afmæl- isferð 49 kvenfélagskvenna úr Árnes- og Rangárvallasýslu, sem hafði verið lengi í undirbúningi, litaðist af skemmtilegum sam- ræðum, hlátrasköllum, samhygð og gleði. Allar þær góðu minn- ingar lifa svo sannarlega í huga okkar og eru okkur nú dýrmæt- ari en orð fá lýst. Svo háttaði til hjá Helgu að Hollandsferðin með kvenfélags- konunum var ekki fyrsta utan- landsferð hennar á þessu rysjótta vori. Það er huggun harmi gegn að hún hafi skömmu áður haft tækifæri til að njóta annarra ferða til útlanda með eiginmanni sínum og fjölskyldu. Helga var kosin í varastjórn Sambands sunnlenskra kvenna árið 2012 og hefur tekið þátt í mörgum trúnaðarstörfum fyrir það. Hún var ósérhlífin og taldi ekki eftir sér að aka um langan veg til að sækja stjórnarfundi SSK þótt hún hefði val um annað. Sama var upp á teningnum þegar hún vann ötullega í undirbún- ingsnefnd fyrir Landsþing Kven- félagasambands Íslands sem haldið var á Selfossi haustið 2015. Vissulega er lífið eins við- kvæmt og blóm á köldum vor- degi. Á það erum við öll minnt á þessari stundu. Missir fjölskyldu Helgu, aðstandenda og sveitunga er þungur. Megi styrkur Guðs létta þeim þær byrðar og styðja þau í sorginni. Í huga okkar allra er söknuður og sorg en þar geisl- ar líka af ánægjulegum minning- um og góðu samstarfi við kraft- mikla kvenfélagskonu. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Fyrir hönd ferðafélaga til Hol- lands og stjórnar Sambands sunnlenskra kvenna, Elinborg Sigurðardóttir, formaður SSK. Það er stórt skarð höggvið í okkar litla samfélag við ótíma- bært andlát góðrar vinkonu úr kvenfélaginu Fjallkonunni undir Eyjafjöllum. Helga og fjölskylda fluttu að Núpakoti undir Eyja- fjöllum 2002 og gekk Helga fljót- lega í okkar hóp. Hún var virk í félagsstörfum í sveitinni og tók þátt í störfum kvenfélagsins sem og í Sambandi sunnlenskra kvenna. Hún var í varastjórn SSK og gjaldkeri Fjallkonunnar undan- farin þrjú ár. Helga var mikið náttúrubarn og hennar aðal- áhugamál voru kindurnar hennar og allt sem viðkom búskap. Hún var ullarvinnslukona og var handbragðið einstakt á gærum og bandinu sem hún vann úr ull- inni sinni. Svo var áhuginn mikill að Pétur kvartaði stundum yfir því að komast ekki í baðið sitt þegar ullarvinnslan var í há- marki. Hún var hörkudugleg og ósérhlífin og gekk í öll verk sem til féllu, hvort sem það var að járna hesta eða gera við vélar búsins. Þegar börnin hennar kláruðu grunnskóla dreif hún sig í fjarnám í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og sinnti eftir það bókunum og öðrum störfum á hótelinu í Drangshlíð. Helga var góð vinkona vina sinna og alltaf létt í lund og auðgaði samfélagið. Við kvenfélagskonur þökkum henni samfylgdina og teljum okkur ríkari eftir að hafa kynnst henni og átt hana sem fé- laga. Um leið sendum við Pétri Frey, Sólveigu Evu, Pétri Loga, tengdabörnum, barnabarni og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd félaga í Fjallkonunni, Magðalena Jónsdóttir. Ég kynntist Helgu árið 2002 þegar þau Pétur fluttu að Núpa- koti. Með fjölskyldum okkar tókst strax mikil vinátta, og margt brölluðum við saman í leik og starfi. Hjálpuðumst að við heyskap- inn, smölun, sauðburð og hvað eina sem gera þarf í sveitum. Stundirnar sem við áttum við eld- húsborðið þegar þau hjónin komu að Hlíð eða við að Núpakoti voru ætíð líflegar og skemmtilegar. Þar voru ýmist leyst landsmálin eða sagðar skemmtilegar sögur. Frásagnargleðin var svo einstök og skemmtileg. Svo kom skellurinn, á einu augabragði breyttist allt, stórt skarð er höggvið í fjölskylduna, samfélagið og vinahópinn. Helga var kölluð til annarra starfa á öðrum stað, þar sem ég veit að hún mun sinna störfum sínum af sömu natni og áhuga og hún gerði meðan hún fékk að dvelja hér í þessum heimi. Helga á Núpakoti, eins og hún var ætíð kölluð, var einstök manneskja, alltaf kát hvað sem á gekk, hjálpsöm og jákvæð. Aldrei vandamál, bara lausnir. Helga var vinur vina sinna og stóð þétt við bakið á þeim þegar á reyndi, því kynntist ég vel. Sú vinátta og sá stuðningur verður ekki full- þakkaður. Þetta ljóð segir í raun allt sem segja þarf um þessa einstöku konu sem við kveðjum í dag. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Pétur og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Við Guð- finna og fjölskyldan frá Hlíð sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Minningin lifir í hug og hjarta okkar sem kynntumst henni, og minnumst hennar með þakklæti og hlýju. Sigurgeir Líndal Ingólfsson. Helga Haraldsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskuleg eiginkona mín, SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR, Miðvangi 6, Egilsstöðum, lést aðfaranótt 23. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 30. maí klukkan 13. Kristmann Jónsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN DAGFINNSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 16. maí. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. júní klukkan 15. Hermann Sveinbjörnsson Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir Gunnar Jónsson Lóa K. Sveinbjörnsdóttir Karl Andersen Dagfinnur Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRARINN SVEINSSON, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, Garðabæ, lést föstudaginn 18. maí á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 31. maí klukkan 13. Þuríður Hjörleifsdóttir Þórunn Jónsdóttir Jóhannes T. Halldórsson Sveinbjörg Jónsdóttir Gunnar Jóhann Birgisson Jón Þórarinn, Hulda Steinunn og Jón Björgvin Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR LÚÐVÍK MARTEINSSON, Vesturvangi 15, Hafnarfirði, andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 4. júní klukkan 13. Áslaug Árnadóttir Margrét Pétursdóttir Marteinn Pétursson Helen Deborah Arsenault Pétur Lúðvík og Ingvar Kristján Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR, Inba Kalla, áður til heimilis að Selvogsgötu 13, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á dvalar- heimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 28. maí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Hilmarsdóttir Guðmundur Björnsson Sigrún Hilmarsdóttir Kristján Hringsson Jónas Hilmarsson Ágústa Ragnarsdóttir Guðríður Hilmarsdóttir Gunnar Ólafur Eiríksson Ágústa Guðný Hilmarsdóttir Valur Helgason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR PÉTURSSON frá Grænagarði, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 24. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Magdalena M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.