Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 43
ýmist voru fagmenn af fenginni reynslu eða úr skólum. Þarna var mikil samvinna og samráð milli deilda. Mér er t.d. minnisstæður leiðtogafundurinn 1986. Þá voru verkefnin mörg og erfið á örfáum dögum. En allt gekk eftir og við fengum margar viðurkenningar fyr- ir aðkomu okkar að fundinum. Ég átti viðburðaríka starfsævi í 30 ár í tæknideild og 10 ár sem póst- og símamálastjóri. Starfið var stöðugt að breytast með nýrri tækni, umhverfi og þjónustugrein- um. Stafræna tæknin gaf kost á nýjum möguleikum og gjörbreyttu hlutverki síma, t.d. að tengjast öðr- um aðilum með skjámyndum um heim allan og nú með aðgangi að margskonar upplýsingaveitum og afþreyingarefni.“ Ólafur hefur verið þátttakandi og fulltrúi Íslands í ýmsum nefndum og á ráðstefnum á vegum Evrópu- eða alþjóðlegra samtaka um póst- og fjarskiptamál, var formaður NT, norrænnar stjórnar um fjarskipta- tækni, 1979-81, formaður NORD- POST, samtaka Norðurlanda um póstmál, 1987-88 og NORDTEL, samtaka Norðurlanda um fjar- skiptamál, 1989-91. Hann sat í stjórn Verkfræðingafélags Íslands, var formaður Rafmagnsverkfræð- ingafélags Íslands, sat í stjórn Golf- sambands Íslands 1973-81 og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Rótarý. Ólafur hefur lengi leikið golf: „Ég fer enn í golf þegar veður gef- ur sem veitir mér bæði ánægju og betri heilsu, en hún er enn sæmi- lega góð eftir nokkrar viðgerðir og viðhald eins og þarf á gömlum tækjum.“ Ólafur er Paul Harris Fellow- Rotary, er heiðursfélagi Golf- sambands Íslands, var sæmdur sænsku orðunni Kungl. Nordstärn- orden, bresku orðunni CBE og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Fjölskylda Ólafur kvæntist 28.8. 1954 Stef- aníu Maríu Pétursdóttur, f. 16.8. 1931, húsfreyju og fyrrv. forseta Kvenfélagasambands Íslands. Hún er dóttir Péturs Björnssonar, f. 25.10. 1897, d. 11.5. 1978, kaup- manns á Siglufirði og síðar fulltrúa í Reykjavík, og k.h., Þóru Jóns- dóttur, f. 20.10. 1902, d. 20.12. 1987, húsfreyju og bindindisfrömuðar. Börn Ólafs og Stefaníu Maríu eru: 1) Tómas Björn, f. 14.5. 1955, verkfræðingur í Kópavogi, kvæntur Hólmfríði Aðalbjörgu Pálmadóttur kennara og eru börn þeirra Kristín María, f. 1983, gift Jóni Ragnari Jónssyni og barn þeirra, fyrsta langafabarnið, er Sóley, f. 13.4. 2018, Ólafur Björn, f. 1991, og Ingi- björg Ásta, f. 1994; 2) María, f. 15.7. 1960, læknir í Reykjavík en börn hennar eru Einar Búi, f. 1986, kvæntur Mel Hoyt, og Una Björg, f. 1990; 3) Hallfríður, f. 12.7. 1964, flautuleikari í Garðabæ, gift Ár- manni Helgasyni klarínettuleikara og eru börn þeirra Gunnhildur Halla, f. 1997 og Tryggvi Pétur f. 1999, og 4) Kristín Anna, f. 6.11. 1965, líffræðingur í Garðabæ, gift Kristni Þorbergssyni lækni en börn þeirra eru Stefanía María, f. 1992, Kári Þorbergur, f. 1997, og Ólafur Áki, f. 2002. Systir Ólafs var Kristín Tómas- dóttir, f. 14.11. 1924, d. 25.7. 2013, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Ólafs: Tómas Björns- son, f. 8.1. 1895, d. 27.10. 1961, kaupmaður á Akureyri, og k.h., Margrjet Þórðardóttir, f. 21.2. 1889, d. 12.6. 1983, húsfreyja. Úr frændgarði Ólafs Tómassonar Ólafur Tómasson Þóra Þorláksdóttir húsfr. á Akureyri Jóhann Eyjólfsson múrari á Akureyri Anna Jóhannsdóttir Thorarensen húsfr. á Akureyri Margrét Þórðardóttir húsfr. á Akureyri Þórður Stefánsson Thorarensen gullsmiður á Akureyri Margrét Pétursdóttir Hjaltested húsfr. á Hofi Stefán Thorarensen trésmíðam. og b. á Hofi og í Lönguhlíð í Eyjafirði Hreinn Þórhallsson b. á Ljósavatni Björn Þórhallsson húsa- og rafstöðvasmiður á Ljósavatni Þórhallur Björnsson b. á Ljósavatni Kristín Tómasdóttir húsfr. á Akureyri Árni Árnason verkfr. hjá Eflu Anna Þórdís Árnadóttir mjólkurfr. í Svíþjóð Ólafur Héðinn Friðjónsson líffr. hjá Matís Sigríður Ólafsdóttir húsfr. á Akureyri Þórður Frímann Ólafsson lögfr. í Eyjum og í Rvík Ólafur Thorarensen bankastj. Lands- bankans á Akureyri Ólafur G. Thorarensen umsjónarm. fasteigna Alþingis Gunnar Thorarensen framkvstj. BP á Akureyri Stefán Thorarensen úrsmiður á Akureyri Jenný Thorarensen húsmæðrakennari á Akureyri Arnfríður Sigurðardóttir húsf. í Görðum og í Hvammi Benedikt Kristjánsson alþm. og pr. í Görðum á Akranesi og í Hvammi í Norðurárdal Kristín María Benediktsdóttir húsfr. á Ljósavatni og Akureyri Björn Jóhannsson b. og trésmiður á Ljósavatni og ráðsm. á Akureyri Álfheiður Björnsdóttir húsfr. á Reykjarhóli í Fljótum Jóhann Jóhannsson frá Granastöðum Tómas Björnsson kaupm. í Byggingaverslun Tómasar Björnssonar á Akureyri ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór og smá fyrirtæki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Laugardagur 90 ára Ólafur Tómasson Skúli Andrésson 85 ára Dana Arnar Sigurvinsdóttir Hólmfríður Aradóttir 80 ára Baldur Friðriksson Jóhann Grétar Oddsson Jónas Elíasson Kristín Sigrún Bjarnadóttir 75 ára Ásta Sigrún Einarsdóttir Einar Már Árnason Eiríkur Ágústsson Guðmundur H. Jónsson Guðrún Sigmundsdóttir Hanna K. Pálmarsdóttir Kristín V. Sigfinnsdóttir Mjöll Einarsdóttir Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir Ragna Jóna Magnúsdóttir Svala Bragadóttir Svanhildur Sveinsdóttir Svanur Eiríksson 70 ára Árni Emil Bjarnason Herdís Halldórsdóttir Jenný Sigurðardóttir Kristín Jóhannesdóttir Sigurrós Sigurðardóttir 60 ára Einar Gunnarsson Guðlaug M. Halldórsdóttir Guðrún Hákonardóttir Jóhannes Ari Arason Jóna Jóhannsdóttir Krzysztof Kusinski Lilja Arnardóttir Magnea G.H. Sverrisdóttir Óskar Albert Torfason Páll Pálsson Pétur Óskar Aðalgeirsson Sigurbjörg Steindórsdóttir Tómas Lárus Vilbergsson Unnsteinn Einarsson Þorleifur B. Hólmsteinsson 50 ára Björk Rúnarsdóttir Gísli Brjánn Úlfarsson Hákon Árnason Ina Riskiené Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jónína G. Kristinsdóttir Kolbrún Lilja Ævarsdóttir Steinar Þór Björnsson 40 ára Alfa Lára Guðmundsdóttir Guðni A. Þrastarson Halldór Gunnar Haraldsson Heiðrún Á. Guðmundsdóttir Heimir Gunnlaugsson Jóhanna Rós Henze Jón Einar Valgeirsson Jósef Agnar Róbertsson Ólafur Stefánsson Rakel Sveinsdóttir Sandra Rún Björnsdóttir Selma R. Guttormsdóttir Stefán Þór Steindórsson 30 ára Adam Eiður Óttarsson Alda Jónsdóttir Arnar Valur Jónsson Arndís Lára Kolbrúnardóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson Baldur Hjörleifsson Barbara Jánosová Brynjólfur Magnússon Daníel Þór Gunnlaugsson Einar Ólafur Pálsson Fríða Ásgeirsdóttir Lára D. Guðmundsdóttir Lilja Kristín Árnadóttir Natan Leó Arnarsson Steinunn Eik Egilsdóttir Sunnudagur 95 ára Fjóla Mileris Kristrún Kjartansdóttir 90 ára Kristín Guðmundsdóttir 85 ára Aðalheiður Ingimundardóttir Ásdís Jóhannsdóttir Borghildur Thors Brynhildur Ragnarsdóttir Sigvaldi Þorgilsson Sverrir Arnar Sigurðsson 80 ára Anna Hildur Árnadóttir Margrét Hjálmarsdóttir Óskar Gunnlaugsson Sigurbjörg Jóhannesdóttir Þórey Aðalsteinsdóttir 75 ára Díana Nancy Herberts Lars Börje Christer Holm Róbert Róbertsson Valur Jónsson 70 ára Alda Bryndís Möller Brynja D. Runólfsdóttir Davíð Atli Oddsson Gestur Árnason Helga Ólafsdóttir Helga Pála Elíasdóttir Hrólfur Eiríksson Jóhanna Jónsdóttir Vigdís Karlsdóttir Þorleifur Guðberg Jónsson Þóra Áslaug Magnúsdóttir 60 ára Arndís H. Kristjánsdóttir Ásthildur D. Kristjánsdóttir Erla Sigríður Guðjónsdóttir Finnur Árnason Hjörtur Árnason Jóhannes L. Vilhjálmsson Ólafur Árnason Þórdís Gunnarsdóttir Þráinn Björn Sverrisson Ævar Andri Rafnsson 50 ára Bryndís Svansdóttir Eremia Sohan Erla Ólafsdóttir Guðbjörg Gissurardóttir Hulda Magnúsdóttir Julio Rene Calvi Lozano Kristján J. Reinholdsson Ragnar Vilberg Gunnarsson Roland Gabiola Malana Steinunn Jónsdóttir Sæmundur K. Sigurðsson Þórunn Björk Pálmadóttir 40 ára Björg Guðmundsdóttir Eva Björg Sigurðardóttir Guðbjörg V. Ragnarsdóttir Guðmundur B. Pálsson Guðmundur G. Víglundsson Heiðar Þór Gunnarsson Helena Rós Rúnarsdóttir Jóhannes M. Ármannsson Jóhann Þórir Birgisson Kjartan Fjeldsted Kjartan Geir Kristinsson Málfríður A. Kristinsdóttir Málfríður H. Bjarnadóttir 30 ára Anna Margrét Hannesdóttir Arnar Helgason Aron Ævar Jakobsson Áslaug Magnúsdóttir Bára Dís Benediktsdóttir Gígja Sara H. Björnsson Guðlaugur Í. Andreasen Melkorka Sigurgrímsdóttir Snorri Þorfinnsson Sólný Lísa Jórunnardóttir Til hamingju með daginn  Rannveig Oddsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í menntavísindum við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið Rituð textagerð barna í 1.-4. bekk: Þróun, einstaklingsmunur og áhrif umskráningar, málþroska og sjálf- stjórnar. Leiðbeinandi var dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við Kennara- deild Háskóla Íslands. Meðleiðbein- endur voru dr. Sigurgrímur Skúlason, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, og dr. Freyja Birgisdóttir, dósent við Sál- fræðideild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þróun ritaðrar texta- gerðar hjá íslenskum börnum í 1.-4. bekk. Leitað var svara við þremur meg- inspurningum: Hvernig þróast ritaðar frásagnir og upplýsingatextar íslenskra barna í 1.-4. bekk? Spáir færni í um- skráningu, málþroska og sjálfstjórn í 1. bekk fyrir um frammistöðu barna í ritun í 2. og 4. bekk? Hvernig birtist ein- staklingsmunur í frammistöðu og fram- förum í ritaðri textagerð í 1.-4. bekk og hvað veldur honum? Tveimur hópum barna, alls 83 börn- um, var fylgt eftir í fjögur ár, frá 1.-4. bekk. Málþroski barnanna, umskráning- arfærni og sjálf- stjórn voru metin þegar þau voru í 1. bekk og gögnum um ritun safnað frá öðrum hópnum í 1., 2. og 4. bekk en frá hinum hópnum í 2., 3. og 4. bekk. Í hverri fyrirlögn skrifuðu börnin tvo texta, frásögn og upplýsingatexta. Blandaðar aðferðir voru notaðar við greiningu og úrvinnslu gagna. Meg- indleg greining á textunum náði til byggingar þeirra, lengdar, orðaforða, samloðunar og stafsetningar. Lýsandi tölfræði og t-próf voru notuð til að meta stöðu barnanna í rituninni í hverjum bekk fyrir sig og framfarir á milli ára. Ágætar framfarir urðu í textaritun á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir. Öll árin stóðu börnin þó sterkar að vígi í rit- un frásagna og heldur meiri framfarir urðu í ritun þeirra en upplýsingatexta. Mikill einstaklingsmunur var í getu og framförum barnanna og verður sá mun- ur aðeins að hluta til skýrður með stöðu þeirra í umskráningu, málþroska og sjálfstjórn. Rannveig Oddsdóttir Rannveig Oddsdóttir er fædd á Akureyri 1973 og ólst upp á bænum Dagverðar- eyri við Eyjafjörð. Hún lauk leikskólakennaranámi frá Fósturskóla Íslands 1994 og meistaranámi frá Kennaraháskóla Íslands, með áherslu á sérkennslu, 2004. Rannveig starfar sem sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Rannveig er gift Svanlaugi Jónassyni og eiga þau þrjú börn, Kolbrá, Bjartmar og Steinar. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.