Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Þetta er búið aðvera ofboðslegaskemmtilegt, við erum að reyna að efla iðn-, raun- og tæknimenntun, til dæmis að efla forrit- unaráhuga í grunn- skólum landsins,“ seg- ir Jóhanna Vigdís Arnardóttir um nýju vinnuna sína, en hún á 50 ára afmæli í dag. Jóhanna Vigdís hefur verið ein af ástælustu leikkonum þjóðarinnar en ákvað að breyta til og er núna verkefnastjóri í mennta- verkefnum hjá Samtökum iðnaðarins. „Þetta er mjög fjölbreytt vinna og hún snýst mikið um samskipti, við erum að efla samstarf milli skóla og fyrirtækja um iðn- og tæknimenntun og erum í samvinnu við ýmsa aðila, eins og mennta- málaráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð og fleiri og fleiri. Í dag lýk- ur t.d. nýsköpunarkeppni grunnskólanna, en við tókum þátt í því verkefni. Það hafa verið fordómar gagnvart iðnmenntun en við verðum að breyta því, þar er til dæmis nær ekkert atvinnuleysi og oft hæstu launin.“ Jóhanna Vigdís er samt alls ekki hætt að koma fram. „Ég er búin að gera hitt og þetta, ég hef verið veislustýra og sungið á tón- leikum. Þegar maður er í 100% vinnu í leikhúsinu og tekur þátt í vinsælum verkefnum þá hefur maður lítinn tíma fyrir annað. Það er því líka búið að vera gaman að ráða sér sjálfur.“ Afmælisveislunni ætlar Jóhanna Vigdís að fresta um sinn. „Það eru kosningar og svo erum við að flytja þannig að þetta er ekki besti tíminn. En ég ætla samt að bjóða mínum nánustu kellingum í smá „bubble“, eða kampavín. En við maðurinn minn ætlum að halda sameiginlega afmælisveislu í sumar, en hann varð fimmtugur fyrir tveimur árum. Við erum að spá í BDSM partí. Hann útskrif- aðist sem MPM fyrir nokkru og ég sem MBA, en við náðum heldur ekki að halda upp á það svo við ætlum að halda eitthvert bókstafa- partí.“ Eiginmaður Jóhönnu Vigdísar er Þorsteinn Guðbjörnsson, húsa- smíðameistari, viðskiptafræðingur og MPM. Börn þeirra eru Ólafur Örn, f. 2006, og Þorsteinn Ari, f. 2007. Bónusbörnin, frá fyrra hjónabandi Þorsteins, eru Vigdís Birna, f. 1996, nemi í hugbún- aðarverkfræði, og Helgi Hrafn, f. 1998, menntskælingur í MH. Verkefnastjórinn Jóhanna Vigdís. Ætlar að efla iðn- menntun í landinu Jóhanna Vigdís Arnardóttir er fimmtug Ó lafur Tómasson fæddist á Akureyri 26.5. 1928. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1948, verkfræðiprófi frá Edinborgarháskóla 1956 og sótti auk þess ýmis framhaldsnámskeið í fjarskiptatækni og stjórnun. Ólafur var í sveit í fimm sumur þegar hann var strákur á Akureyri og vann m.a. í byggingarvinnu á námsárunum. Hann var verkfræð- ingur og deildarverkfræðingur hjá Landssíma Íslands 1956-61, stund- aði eigin rekstur 1961-63, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma 1963- 84, framkvæmdastjóri tæknideildar 1984-86 og póst- og símamálastjóri 1986-97 er stofnuninni var skipt í Landssíma Íslands hf. og Íslands- póst hf. Hvað er nú efst í huga eftir ára- tuga störf hjá Pósti og síma? „Það er nú líklega starfsgleðin og góður starfsandi hjá þessari mann- mörgu stofnun með allar sínar deildir. Þarna voru margir frábærir starfskraftar, karlar og konur sem Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri – 90 ára Fjölskyldan Ólafur og Stefanía María með börnum. Þau eiga tíu barnabörn og eitt barnabarnabarn, Sóleyju Maríu. Við góða heilsu og skreppur enn í golf Hjónin Það er blómlegt á veröndinni hjá Ólafi og Stefaníu Maríu. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Jónas Elíasson, prófessor emeritus við verkfræði- og náttúruvísindasvið Há- skóla Íslands, er áttræður í dag. Í tilefni dagsins taka hann og Kristín Erna Guð- mundsdóttir, kona hans, á móti gestum á Sléttu- vegi 31, veislusal á jarð- hæð. Eru allir velkomnir sem vilja samgleðjast afmælisbarninu. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.