Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 12
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum Frábært úrval af útskriftar fötum frá B E C K U O M O 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Feðgar Grafalvarlegir við sviðið í Dublin, feðgarnir Davíð Magnússon og Magnús Kjartansson. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hinn gamalreyndi tónlist-armaður Magnús Kjart-ansson segir hafa veriðmeiriháttar upplifun að fylgjast með tónlistarsnillingunum á áttræðisaldri í hljómsveitinni Roll- ing Stones á sviðinu í Dublin hinn 17. maí sl. þar sem gömlu meistar- arnir héldu sína fyrstu tónleika í seinni hluta Evróputúrs, en túrinn sá ber yfirskriftina Stones – No Filter, og lögðu þeir upp í hann sl. haust. Magnús var í hópi áheyrenda á tónleikunum ásamt Davíð syni sínum og góðum vinum. „Þessir kappar í hljómsveitinni gefa sterklega út frá sér það merki að maður eigi ekkert að vera að líta á sig sem of gamlan. Þeir eru í fantaformi þótt þeir séu búnir að vera að og koma fram á tónleikum í fimmtíu ár. Það var magnað að Jagger, sem verður 75 ára í sumar, mætti snemma dags á leikvanginn og æfði sína sviðsframkomu, hljóp um allt sviðið og dansaði við eigin söng hljómsveitarlaust um hábjart- an dag, innan um almenna starfs- menn sem voru að stilla upp. Þetta segir mér að stundum sé ég sjálfur kannski ekki nógu vel undirbúinn fyrir tónleika,“ segir Magnús og hlær. Þeir voru persónulegir „Þetta sýnir vel hversu mikill fagmaður Jagger er, að fara svona vel yfir þetta allt saman fyrir tón- leika og festa sviðsframkomuna í hausinn á sér fyrir kvöldið. Þarna var ekki kæruleysinu fyrir að fara. Og ég sá engin þreytumerki á þess- um mönnum í hljómsveitinni, sem allir eru á áttræðisaldri. Það er greinilegt að þeir eru allir í mjög góðu formi, og oft læðist að manni sú hugsun að lífernið hljóti að vera í mjög fínum farvegi þó svo að ímynd hljómsveitarinnar, „The bad boys með tunguna úti“, ullandi á heim- inn, vísi til allt annars og síðra líf- ernis,“ segir Magnús og bætir við að hljómlistarmenn á Íslandi á þeirra aldri séu margir hverjir ekki að spila sér til ánægju. „Mér fannst mjög mikill munur á að sjá þessa kappa spila núna og fyrir tuttugu árum þegar ég sá þá í London vegna þess að Rolling Ston- es er eina hljómsveitin í heiminum sem getur látið upplifun fólks á sjö- tíu þúsund manna leikvangi vera eins og það sé statt á litlum blús- klúbbi, en með þeim orðum er ég að vitna í dóma sem skrifaðir voru eft- ir þessa tónleika í Dublin um dag- inn. Allir hljómsveitarmeðlimir voru mjög persónulegir á þessum tón- leikum, þeir gáfu mikið af sér og náðu sambandi við tónleikagesti. Það þarf að hafa töluverða útgeisl- un til að ná sambandi við þá sem eru í mestri fjarlægð á leikvang- inum, það er enginn smá spotti. Mér fannst stórkostlegt að verða vitni að þessu,“ segir Magnús og bætir við að hljómsveitarmeðlimir hafi greinilega verið edrú á sviðinu. „Þeir hafa verið fljótir að fatta á ferlinum að syndsamlegt líferni og sukk mundi ekki duga þeim til að ná þeim árangri sem raun ber vitni og við sjáum í dag.“ Þeir nutu sín einstaklega vel Þegar Magnús er spurður hvað honum hafi þótt eftirminnilegast og vænst um eftir þessa upplifun segir hann að sér hafi þótt vænst um að upplifa og verða vitni að ánægju hljómsveitarmeðlima af því að spila tónlistina sína. „Hvernig þeir tóku hver annan inn og hvað þeir skemmtu sér vel og nutu sín. Ég hef séð svo mörg blóm fölna á ævinni, oft séð að menn hætta að gefa af sér þegar það að koma fram er aðeins orðið skylda. En þarna í Dublin fann maður að þeir félagarnir í Rolling Stones elska sviðið, þeirra tilvera er þar. Keith Richard sagði einhvern tíma þegar hann var að ganga inn á svið: „Loksins kemst maður í þögn,“ samt var hann að fara inn á svið til að spila háværa tónlist, en þetta var hans svæði þar sem allt annað áreiti hverfur. Enginn að trufla hann í hans heimi.“ Á meðan báðir eru lifandi Þegar Magnús er spurður hvort hann haldi að þetta hafi verið í síðasta sinni sem þeir rúllandi steinarnir fara í tónleikaferðalag svarar hann því með því að vitna í orð sem hann heyrði úti í Dublin: „Á meðan Mick Jagger og Keith Richards eru báðir lifandi, turnarnir í bandinu, og ef sam- komulag næst milli þeirra um að koma fram, þá verður það gert.“ Magnús segir að aðalatriðið sé að þeir eru á Evróputúr, því fyrir vikið er hátíð hjá mörgum íslensk- um aðdáendum sem sleppa helst ekki tækifærinu að sjá þá á sviði. „Margir Íslendingar hafa farið tíu til þrjátíu sinnum á tónleika með Rolling Stones, vinur minn er þar á meðal, Keli Jens í Keflavík. Hann er með varirnar og tunguna, vöru- merki Rolling Stones, málað á þakið á íbúðarhúsinu sínu, svo harður aðdáandi er hann. Ég efast ekki um að hann skellir sér á tónleika í þetta sinn, hann eltir og safnar. Ég fékk að kynnast mörgum slíkum harð- kjarna Stones-aðdáendum í hópi Ís- lendinga þegar ég fór fyrir tuttugu árum sem fararstjóri á Stones- tónleika, en þá vorum við með Roll- ing Stones-kvöld í stórum sal og þar var spurningakeppni. Í ljós kom að fólk vissi til dæmis upp á dag hve- nær hvaða lag kom út með þessum meisturum, en ég, sjálfur tónlistar- maðurinn, vissi engin af þessum svörum,“ segir Magnús og hlær. Nánar má lesa um upplifun Magn- úsar á tónleikunum á baksíðu blaðs- ins í dag. Þeir elska sviðið, þeirra tilvera er þar „Ég sá engin þreytumerki á þessum mönnum, sem allir eru á áttræðisaldri. Það er greinilegt að þeir eru allir í mjög góðu formi,“ segir Magnús Kjartansson, nýkominn heim af Stones-tónleikum. Dublin 2018 Magnús segir sviðið hafa verið gríðarstórt og 70 þúsund manns mættu á leikvang- inn. Keith Richards og Charlie Watts er hér varpað á skjá en Jagger hleypur um sviðið. Hittu vini og fjölskyldu F.v. Jane Rose, aðstoðarkona Keiths, Jón Ólafsson, Guðleifur bróðir hans og hans kona Marta, Friðrik bróðir Mörtu og Magnús. Ljósmynd/Wikipedia-Nationaal Archief Ofursvalur Rokkstjarnan munnstóra Mick Jagger á sínum yngri árum, á tónleikum í maí árið 1976. Gömlu brýnin Keith Richards, Mick Jagger, Charlie Watts og Ronnie Wood lögðu upp í tónleika- ferðina Stones – No Filter í fyrrahaust og halda ótrauðir áfram. Ekki dauðir úr öllum æðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.