Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Sundknattleikur Boltinn er víða. Núna ber mest á honum hjá stjórnmálamönnum, sem kosið verður um í sveit-
arstjórnarkosningum í dag, en liðsmenn Ármanns bíða spenntir á brún Laugardalslaugar eftir næstu skiptingu.
Árni Sæberg
Það er eftirsókn-
arvert að eiga búsetu í
Garðabæ og við
Garðbæingar erum
stoltir af því. Við bú-
um í góðu samfélagi.
Það er ekki sjálfgefið.
Það þarf fyrirhyggju
og metnaðarfulla sýn á
hvernig samfélag við
viljum skapa. Okkar
aðalsmerki hefur verið
traustur fjárhagur og áhersla hefur
verið lögð á góða þjónustu við bæj-
arbúa og framsækni á öllum svið-
um. Tækifæri til að gera betur eru
til staðar og þau ætlum við að nýta,
fáum við til þess umboð. Atkvæði
greidd öðrum framboðum eru ávís-
un á óvissu.
Við viljum vera í forystu sveitar-
félaga og láta þann tón óma hærra
að Garðabær sé samheldið og þrótt-
mikið samfélag þar sem mennskan
og gæskan eru í fyrirrúmi. Við vilj-
um efla þessi gildi enn frekar og
þróa samfélag sem stuðlar að vellíð-
an, velferð og þroska allra íbúa. Við
viljum áfram vera í forystu þegar
kemur að þjónustu og ánægju íbúa.
Jafnframt leggjum við þunga
áherslu á virðingu fyrir náttúrunni
og viljum tryggja að bæjarbúar geti
notið friðsældar í þeim náttúru-
perlum sem eru í bæjarlandinu.
Þau fyrirheit sem frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
setja fram í stefnuskrá sinni eru
margþætt og metnaðarfull. Þessi
fyrirheit hafa frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins unnið með
þátttöku fjölmargra bæjarbúa sem
láta sig hag bæjarins
varða. Líkt og áður
setjum við fram mark-
mið sem við munum
standa við. Traust
byggist á því að
standa við sín fyr-
irheit. Það gerum við
sjálfstæðismenn í
Garðabæ.
Bærinn okkar vex
og dafnar. Fjölmargir
nýir íbúar hafa valið
sér búsetu í bænum á
síðustu árum. Við
bjóðum þá sérstaklega velkomna
um leið og við hvetjum alla sem
hafa kosningarétt til að nýta sér
hann. Við hvetjum líka alla íbúa
bæjarins til að fylgjast með því sem
er að gerast á hverjum tíma og
taka virkan þátt í samtali og sam-
ráði um það samfélag sem við búum
í.
Við sjálfstæðismenn þökkum fyr-
ir það traust sem okkur hefur verið
sýnt um langt árabil við stjórn bæj-
arins. Það er von okkar að við fáum
áframhaldandi umboð til þess að
vinna að þeim framfaramálum sem
sett eru fram í stefnuskrá okkar
fyrir komandi kjörtímabil í þágu
allra Garðbæinga.
Eftir Gunnar
Einarsson
» Tækifæri til að gera
betur eru til staðar
og þau ætlum við að
nýta, fáum við til þess
umboð.
Gunnar Einarsson
Höfundur er bæjarstjóri og oddviti
sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Í forystu með
Garðbæingum
Í dag er dagurinn
upp runninn. Í dag
getum við breytt
Reykjavík. Í dag kjós-
um við um framtíðina,
hvort við viljum
óbreytt ástand eða
breytta, betri og lifandi
borg.
Við viljum að
Reykjavík standi undir
nafni sem höfuðborg,
að hún hafi aðdráttarafl bæði fyrir
fólk og fyrirtæki. Sé borg þar sem
bæði athafnalíf og menningarlíf geta
blómstrað og ólíkt fólk – mislangt
komið á ævigöngunni – með ólík
áhugamál og hagsmuni, ólík efni og
aðstæður, getur búið saman í fjöl-
breyttri borg, hver eins og hann fær
um ráðið.
Við viljum að Reykjavíkurborg
sinni öllum íbúum sínum og gestum
jafnvel, óháð búsetu,
aldri eða öðrum þátt-
um.
Það blasa ýmis
vandamál við í Reykja-
vík, en til allrar ham-
ingju eru þau alls ekki
óleysanleg, þótt sum-
um vaxi þau í augum
og fallist jafnvel hend-
ur. Það er hins vegar
skylda okkar stjórn-
málamanna að horfast í
augu við vandann,
finna á honum raun-
hæfar lausnir og umfram allt að láta
verða af þeim. Hér og nú, ekki ein-
hvern tímann seinna í óljósri fram-
tíð.
Það ætlum við gera. Við munum
gera það sem við segjum.
Borgin hefur aðeins eitt hlutverk
og það er að þjóna íbúum sínum.
Hún þarf að veita þeim rými til þess
að búa, starfa og lifa, greiða götu
þeirra og veita þeim skjól og aðstoð
sem höllum fæti standa. Við ætlum
að einbeita okkur að þjónustu við
borgarbúa, gera hana auðvelda,
skiljanlega og skilvirka.
Þannig fá borgarbúar best notið
sín, þannig vex Reykjavík og dafnar,
þannig byggjum við betri borg sam-
an.
Við búum í frábærri borg með
ótal tækifæri, en við verðum að nýta
þau. – Það er kominn tími til þess
að breyta til í Reykjavík.
Eftir Eyþór
Arnalds
Eyþór Arnalds
Höfundur er oddviti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Tími til að breyta til í borginni
» Borgin hefur aðeins
eitt hlutverk og það
er að þjóna íbúum sínum.
Hún þarf að veita þeim
rými til þess að búa,
starfa og lifa.
Framtíð Hafnar-
fjarðar er björt.
Undanfarin ár hefur
mikill viðsnúningur átt
sér stað í rekstri
sveitarfélagsins og
góður grunnur verið
lagður fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu
á ýmsum sviðum. Við
sjálfstæðismenn höf-
um sýnt það á kjör-
tímabilinu að við erum traustsins
verð. Við höfum staðið við það sem
við boðuðum fyrir síðustu kosningar.
Þar ber hæst að hafa tekið fjármálin
og rekstur sveitarfélagsins í gegn,
en skuldahlutfall bæjarins hefur
ekki verið lægra í 30 ár. Traustur
rekstur og fjárhagur er grundvöllur
þess að geta bætt þjónustuna og
byggt upp á sem flestum sviðum
sveitarfélagsins. Og vegna þess hve
fjárhagsleg staða bæjarins hefur
batnað hefur verið svigrúm til að
efla þjónustuna, halda gjöldum í lág-
marki, lækka skatta eins og útsvar
og fasteignaskatta, setja af stað fjöl-
mörg, ný góð verkefni og ráðast í
framkvæmdir. Þessu verki er hvergi
nærri lokið og mikilvægt að nýta vel
þau tækifæri sem fram undan eru.
Við viljum halda áfram á sömu
braut og styrkja þann góða grunn
sem hefur verið lagður á kjörtíma-
bilinu. Í kosningunum í dag þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að fá skýrt
umboð til að verða forystuaflið við
myndun nýs meirihluta og halda
áfram að byggja upp okkar góða
bæjarfélag af metnaði og ábyrgð.
Það er mikilvægt að
nýta tækifærin og þau
hagstæðu skilyrði sem
nú eru fyrir hendi í
Hafnarfirði og að ár-
angrinum verði ekki
glutrað niður.
Höfum látið
verkin tala
Í kosningunum í dag
verður kosið um fram-
tíð Hafnarfjarðar. Það
verður kosið um það
hvort haldið verði áfram á braut
ábyrgrar fjármálastjórnunar og
skynsamlegrar uppbyggingar líkt og
undanfarin fjögur ár eða ekki. Við
sjálfstæðismenn höfum látið verkin
tala. Mikilvægt er að Sjálfstæð-
isflokkurinn haldi fimmta bæj-
arfulltrúanum í bæjarstjórn og því
brýnt að allir sjálfstæðismenn nýti
kosningarétt sinn. Tryggjum áfram-
haldandi uppbyggingu Hafn-
arfjarðar með góðri kosningu D-
listans.
Höldum áfram og komum Hafnar-
firði í allra fremstu röð.
Kjósum reynslu,
farsæld og fram-
farir í Hafnarfirði
Eftir Rósu
Guðbjartsdóttur
Rósa Guðbjartsdóttir
» Við viljum halda
áfram á sömu braut
og styrkja þann góða
grunn sem hefur verið
lagður á kjörtímabilinu.
Höfundur er formaður bæjarráðs
og oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
Í dag göngum við
að kjörborðinu til að
kjósa sveitarstjórnir
til næstu fjögurra
ára. Sjálfstæðisflokk-
urinn býður fram í 34
sveitarfélögum um
allt land, ýmist einn
og sér eða í samstarfi
við óháða. Enginn
annar stjórn-
málaflokkur á Íslandi
býður fram jafnmarga framboðs-
lista, í litlum byggðarlögum sem
stórum.
Síðastliðna daga höfum við í for-
ystu Sjálfstæðisflokksins ferðast
vítt og breitt um landið, setið
fundi og heimsótt vinnustaði. Bar-
áttan gengur vel og almennt
skynjum við mikla bjartsýni hjá
fólkinu í landinu.
Þar sem sjálfstæðismenn eru í
meirihluta hafa íbúar kynnst
styrkri og góðri stjórn, ábyrgð í
fjármálum, hóflegum álögum og
framúrskarandi þjónustu. Sjálf-
stæðisstefnan er hófsamleg og
borgaraleg framfara-
stefna, enda vitum
við að velgengni fólks
og fyrirtækja helst í
hendur.
Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur á að
skipa einvalaliði um
allt land, sem býður
fram krafta sína til
að stuðla að enn
betra samfélagi í
sveitarfélögum lands-
ins. Frambjóðendur
flokksins eru þannig
reiðubúnir til þjónustu fyrir um-
bjóðendur sína – kjósendurna.
Reykjavíkurborg er langstærsta
sveitarfélag landsins og þar er
löngu orðið tímabært að kjósa
breytingar til hins betra. Að auka
grunnþjónustu við íbúana þannig
að þjónustan sem þeir njóta sé
sambærileg við það sem gerist og
gengur, svo sem á leikskólum
borgarinnar. Að gera fjárhag
borgarinnar burðugan á ný svo
hægt sé að minnka álögur. Það
þarf að búa svo um hnútana að
ungt fólk geti sest að í Reykjavík,
auka fjölbreytni í búsetuháttum,
skipuleggja ný hverfi og leysa
húsnæðiskreppuna sem núverandi
borgarmeirihluti bjó til af ásettu
ráði. Það er kominn tími til að
breyta í Reykjavík.
Og nú er komið að því að við
nýtum kosningaréttinn, dæmum
um verk liðinna ára og leggjum
okkar af mörkum til þess að móta
samfélagið næstu fjögur ár. Lát-
um ekki okkar eftir liggja, mætum
á kjörstað og tryggjum góðan sig-
ur sjálfstæðisfólks um allt land.
Þannig gerum við lífið betra.
Sjálfstæðisflokkinn til forystu
Eftir Bjarna
Benediktsson » Þar sem sjálfstæðis-
menn eru í meiri-
hluta hafa íbúar kynnst
styrkri og góðri stjórn,
ábyrgð í fjármálum, hóf-
legum álögum og fram-
úrskarandi þjónustu.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er fjármála- og efnahags-
ráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins.