Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. NÁNARI UPPLÝSINGAR STÆRÐ: 412m2 IÐNAÐARBIL VERÐ: 107M Davíð Ólafsson Lögg. fasteignasali 897 1533 david@fastborg.is ELDSHÖFÐI 18, 110 REYKJAVÍK Til sölu vel staðsett endabil við Bíldshöfða 18. Stórt innkeyrsluplan. Allt að 7 metra lofthæð. Milliloft með eldhúsi og tveimur skrifstofum. Tvær stórar innkeyrsludyr. Getur losnað fljótlega 519 5500 Það er hressandi tilbreytingað í Bandaríkjunum séloks kominn fram á sjón-arsviðið einstaklingur sem þar hefur alið allan sinn aldur. Nýbakaður Bandaríkjameistari, hinn 26 ára gamli Samuel Shank- land, er uppalinn á vesturströnd Bandaríkjanna, fæddur í Berkeley og vann helstu afrek sín sem ungur maður á skákmótum í Kaliforníu. Eins og flestir vita sem fylgst hafa með gerbreyttist skáklands- lagið í Bandaríkjunum á árunum í kringum 1980 og stutt er síðan ól- ympíulið þeirra var að mestu leyti skipað skákmönnum frá aust- urblokkinni. Innflytjendurnir setja enn sterkan svip á skáklífið, skák- menn frá Asíu hafa haslað sér völl á opnu mótunum og skemmst er að minnast þess er Filippseyingurinn Wesley So söðlaði um og tefldi fyr- ir lið Bandaríkjanna á ólympíu- mótinu í Baku árið 2016. Stuttu eftir sigurinn á banda- ríska meistaramótinu hélt Shank- land til Kúbu og tefldi þar á minn- ingarmótinu um Capablanca. Í efsta flokki tefldu sex skákmenn tvöfalda umferð og vann Shank- land öruggan sigur, hlaut 7½ vinn- ing af tíu mögulegum. Rússneski stórmeistari Alexei Dreev kom næstur með 6 vinninga. Manni sýnist að góð leiktækni, ekki síst í endatöflum, einkenni bestu skákir þessarar nýju skák- stjörnu Bandaríkjanna. Á því fékk einn besti skákmaður Kúbverja að kenna strax í fyrstu umferð: Minningarmót um Capablanca 2018; 1. umferð: Batista Bruzon – Samuel Shankland Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. dxc5 Rf6 6. Rgf3 Dxc5 7. Bd3 Rbd7 8. O-O Dc7 9. He1 Be7 10. Re4 b6 11. Rxf6 Rxf6 12. Re5 O-O 13. Df3 Nú liggur beinast við leika 13. .... Bb7 en eftir 14. Dg3 gæti hvítur hótað Bh6 eða Rg6 eftir atvikum. Shankland finnur betri leik. 13. ... Bd6! Gefur kost á 14. Dxa8 sem yrði svarað með 14. ... Bb7 15. Dxa7 Ha8 og drottningin fellur. Tveir hrókar eru í flestum tilvikum næg- ur liðsafli fyrir drottninguna en að ýmsu þarf að hyggja; hvítur þarf líka að vera stöðu sína á kóngs- vængum eftir 16. Dxa8+ Bxa8 og það gæti reynst þrautin þyngri, t.d. 17. Bf4 Rh5! eða 17. f4 Bxe5! og 18. ...... Rg4 með vinningsstöðu í báðum tilvikum. 14. Dg3 Bb7 15. Bh6 Rh5! 16. Dg5 f5! Snarplega teflt. Svartur hefur hrifsað til sín frumkvæðið. 17. Dxh5 Bxe5 18. Bc1 Hf6 19. Bf1 Hg6 20. c3 Hd8 21. Bg5 Hd5 22. Had1 b5 Kemur í veg fyrir að hvíti leiki c3-c4. 23. h4 Bh2+ 24. Kh1 Bf4! 25. Kg1 a6 26. a3 Bxg5 27. hxg5 De7 28. Hd4 Hxd4 29. cxd4 Byrjanaþátt skákarinnar hef- ur Shankland teflt afburðavel. Nú sér hann fram á að 29. .Hxg5 er svarað með 30. Hxe6! Hann bíður með g5-peðið en ræðst þess í stað til atlögu við d4- peðið. 29. ... Dd8! 30. Dh2 Bd5 31. Hc1 En ekki 31. f4 Be4! 32. Hd1 h6 o.s.frv. 31. ... Hxg5 32. De5 h5 33. Hc3 Hg4 34. f3 Hg6 35. Df4 h4 36. Kf2 Df6 37. Hc8 Kh7 38. Hc7 Hh6 39. Ke3 h3! Eina færa leiðin til að koma umframpeðinu í verð. 40. gxh3 Hh4 41. De5 Dg5+ 42. Kf2 Dd2+ 43. Be2 Dxd4 44. Dxd4 Hxd4 45. Ke3 Hh4 46. Bf1 Kg6 47. b4 f4+ 48. Kf2 Hh8 49. Ha7 Ha8! 50. Hc7 Hvítur þolir ekki uppskipti á hrókum. 50. ... Kf6 51. Bd3 g5 52. Be2 Hb8 53. Bd3 Hb6 Hyggst leika Hc6. Framhaldið gæti orðið 54. Ha7 Hc6 55. Be2 Hc2 56. Ke1 Ke5! 57. Hxa6 Kd4 og síðan - Ke3. Bruzon gafst því upp. Shankland á sigurbraut Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við erum nokkrir félagar hér á Sel- tjarnarnesinu, sem hittumst reglulega á Örnu á Eiðistorgi á laugardögum. Okkur varð núna síðast nokkuð tíðrætt um, hvers vegna forseti vor, Guðni Th. Jó- hannesson, virðist ekki ætla að vera við- staddur og styðja við bakið á „strákunum okkar“ í Rússlandi í einum stærsta íþróttaviðburði sem karlalandslið okkar mun taka þátt í frá upphafi. Fyrsti leikurinn við Argentínu er reyndar 16. júní, daginn fyrir þjóðhátíðardag okkar. Eðlilegt er að forsetinn komist ekki á þann leik vegna embættisskyldna hans á þjóðhátíðardaginn. Hinir leikirnir tveir, 22. júní í Volgograd gegn Nígeríu og 26. júní í Rostov-on-Don gegn Króatíu, væri möguleiki ef vilji og áræði væri fyrir hendi. Forseti okkar er kosinn af þjóð- inni og hún hefur væntingar til hans í samræmi við það. Okkur finnst nauðsynlegt að sæti forseta Íslands í stúkunni sé skipað af hon- um til stuðnings leikmönnum okk- ar. Hvernig getum við útskýrt að hann sé ekki þar? Hann sem á að vera í fylkingarbrjósti þjóðarinnar, „sverð hennar og skjöldur“. Hann á að vera jákvæð hvatning til okkar manna í þeim stóra slag sem fram undan er. Sýna að þjóðin standi á bak við okkar fremstu knatt- spyrnumenn, sama hvað stjórn- málum og/eða við- skiptabönnum á báða bóga líður. Þannig for- seta viljum við hafa og töldum okkur hafa kos- ið í síðustu forseta- kosningum. Hvatningin er sú að við getum allt ef viljinn og áræðið er fyrir hendi. Landsliðið þarf á þér að halda, Guðni Th. Jóhannesson, og við hvetjum þig til að fara til Rússlands og taka þátt og leggja þitt lóð á vog- arskálarnar til að við getum sigrast á andstæðingum okkar eða fengið góð úrslit. Nú verða allir að taka höndum saman og styðja „strákana okkar“. Listahátíð Seltjarnarneskirkju var með sérstaka dagskrá annan í hvítasunnu tileinkaða tónskáldinu Sveinbirni Sveinbjörnssyni (1847- 1927), sem fæddist hér í Nesi við Seltjörn og er því sveitungi okkar hér á Framnesinu. Hann er löngu þjóðþekktur fyrir lag sitt, „Ó Guð vors lands“, þjóðsönginn okkar. Lagið er samið um tilvitnanir úr 90. Davíðssálmi. Matthías Joch- umsson gerði textann, en Svein- björn lagið í tilefni af 1000 ára þjóðarafmælinu 1874. Þeir félagar Sveinbjörn og Matthías sömdu lag- ið og textann að hluta til á heimili Sveinbjarnar, London Street 15 í Edinborg í Skotlandi. Talið er að Sveinbjörn sé með fyrstu stór- tónskáldum okkar Íslendinga. Eftir nám í Latínuskólanum, sem var eini skólinn á þeim tíma á Íslandi, lagði hann stund á píanóleik, sem var nýlunda, því skólinn útskrifaði helstu embættismenn þjóðarinnar. Sveinbjörn starfaði minnst á Ís- landi, en aðallega í Skotlandi, Dan- mörku og Kanada. Var hann mikils metinn af Vestur-Íslendingum og hér á landi, en féll í gleymsku að nokkru leyti eftir að hann dó. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn! Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir: eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. (Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson/ Texti: Matthías Jochumsson) Þetta er fyrsta erindið og oftast sungið og spilað, en erindin eru þrjú. Áfram Ísland – Áfram forseti vor fyrir Ísland. Fyrir mína hönd, félaga og nokk- urra stuðningsmanna karlalands- liðsins í knattspyrnu. Áfram forseti vor fyrir Ísland Eftir Guðmund Ingason Guðmundur Ingason » Landsliðið þarf á þér að halda, Guðni Th. Jóhannesson, og við hvetjum þig til að fara til Rússlands og taka þátt. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.