Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
RunólfurGunnlaugsson
viðsk.fr.
lögg. fast.
Ásmundur Skeggjason
lögg. fast.
Brynjar Baldursson
sölufulltrúi
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
sölufulltrúi
Kristinn Tómasson
viðsk.fr.MBA
lögg. fast.
Suðurlandsbraut 52
108 Reykjavík
Sími 533 6050
Faxnr. 533 6055
www.hofdi.is
Fosshóll – Gistihús við Goðafoss
Gistihúsið Fosshóll stendur við þjóðveg 1
við náttúruperluna Goðafoss. Þar hefur
verið rekin gisti- og veitingasala frá árinu
1927. Á Fosshóli eru 23 herbergi í þremur
byggingum sem rúma samtals yfir 50
gesti. Veitingarstaður er í aðalbyggingunni og tekur um 60 manns í sæti. Húsakostur er
alls 997 fm og almennt í góðu ástandi, innan sem utan. Eignarland er um 7,4 hektarar við
þjóðveg 1 og að Skjálfandafljóti. Einnig fylgja rúmlega 50 hektarar af erfðafestulandi.
Rekstur hefur gengið vel undanfarin ár og skilað góðri afkomu. Herbergjanýting hefur
verið mjög góð og fjölga mætti herbergjum verulega. Með opnun Vaðlaheiðarganga
styttist vegalengdin til Akureyrar til muna og um möguleikar á heilsársstarfsemi aukast.
Hér er í boði mjög áhugaverður kostur sem býr yfir óþrjótandi möguleikum. Hér má sjá
myndband frá staðnum: https://youtu.be/97k1cKhXmzo
Verð 170 m. Nánari upplýsingar veitir Brynjar, s. 698 6919.
Við Vinstri græn vilj-
um að Reykjavík sé ald-
ursvæn borg. Til þess
þurfum við að taka mið
af þörfum aldraðra við
alla stefnumótun og
ákvarðanatöku. Við
munum styðja eldra fólk
til að búa heima, efla
heimahjúkrun og heima-
þjónustu, fjölga hjúkr-
unarrýmum, efla fé-
lagsstarf og berjast
gegn félaglegri einangrun og fátækt.
Aukin lífsgæði aldraðra
Á yfirstandandi kjörtímabili höfum
við í Vinstri grænum unnið að því að
leita nýrra leiða til að auka lífsgæði
aldraðra. Nú fá þeir sem eru 67 ára og
eldri frítt í sund og á söfn borgarinnar.
Við höfum líka beitt okkur fyrir því að
bæta þjónustu við eldri borgara á kjör-
tímabilinu. Það höfum við m.a. gert
með því að afnema sumarlokanir í
mötuneytum félagsmiðstöðva og aukið
samveru kynslóðana með því að bjóða
háskólanemum íbúðir í þjónustu-
kjörnum fyrir aldraða.
Eitt af þeim verkefnum sem ég er
stoltust af er innleiðing endurhæfingar
í heimahúsi. Þetta er verkefni sem hef-
ur náð miklum árangri í því að auka
lífsgæði eldra fólks, og getur gagnast
svo miklu fleiri ef við eflum það.
Þarfir aldraðra
eru margvíslegar
Endurhæfing í heimahúsi byggist á
því að þverfaglegt teymi styðji ein-
staklinga til aukins sjálfstæðis í eigin
lífi. Stuðningurinn tekur mið af þörfum
eldri borgara sem þurfa hjálp á eigin
heimili, unnið er út frá þörfum hvers
og eins. Með þessu móti er hægt að
styðja eldra fólk til að búa í eigin hús-
næði lengur og styðja það til aukins
sjálfstæðis.
Enn sem komið er er
þjónustan aðeins veitt í
efri byggðum Reykja-
víkur og mikilvægt er að
klára innleiðingu á verk-
efninu í öllum hverfum
borgarinnar. Það mun
stuðla að auknu sjálf-
stæði og lífsgæðum
eldra fólks.
Einstaklingsbundinn
stuðningur
Verkefnin sem endur-
hæfingarteymið hefur
sinnt tengjast stuðningi vegna veik-
inda eða beinbrota, svo sem böðun og
klæðnaði, aðstoð við heimilishald og
matarinnkaup. Þrátt fyrir stuttan
starfstíma teymisins hafa einstakling-
ar þegar verið útskrifaðir sem eru
orðnir sjálfbjarga í þeim athöfnum
sem skiptu þá máli. Þeir geta þannig
orðið virkir þátttakendur í samfélag-
inu á nýjan leik.
Þjónustan kemur ekki í stað ann-
arrar heimaþjónustu sem Reykjavík-
urborg veitir eldra fólki, heldur er hún
hrein viðbót. Hópurinn sem er nú nýtir
sér þjónustu teymisins samanstendur
af einstaklingum á öllum aldri, fólki
sem vegna alvarlegra veikinda eða
slysa þarf aðstoð við athafnir daglegs
lífs á heimili sínu.
Vinstri græn standa vörð um raun-
verulega þjónustu sem eykur öryggi
og lífsgæði þeirra sem eldri eru.
Endurhæfing
í heimahús
Eftir Elínu Oddnýju
Sigurðardóttur
» Vinstri græn standa
vörð um raunveru-
lega þjónustu sem eyk-
ur öryggi og lífsgæði
þeirra sem eldri eru.
Elín Oddný
Sigurðardóttir
Höfundur er formaður velferðarráðs
Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti
á framboðslista VG fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar.
Grein Jóns Hjaltal-
íns, verkfræðings Mið-
flokksins, í Morg-
unblaðinu í gær er
byggð á blekkingum og
gefur ranga mynd af
uppbyggingu sjúkra-
húss í Stavanger og því
síður af þeim veruleika
sem fælist í undirbún-
ingi og byggingu nýs
Landspítala á nýjum
stað.
Lýsingin Jóns er byggð á því sem
fram kom á fundi svokallaðra „Sam-
taka um betri spítala á betri stað“ í
Norræna húsinu 11. maí sl. Jón
Hjaltalín hefur eftir Hallgrími Þ.
Sigurðssyni, „partner“ hjá Nordic,
Office of Architecture, sem var með
erindi á fundinum, að heildartími
staðarvals fram til afhendingar
nýrra spítalabygginga í Noregi og
Danmörku sé oft ekki nema 5-10 ár
og eingöngu hafi tekið 12 mánuði að
klára staðarvalsgreiningu og for-
hönnunarferli 205.000 fermetra
byggingar spítala í Stavanger í Nor-
egi. Þetta er algjör fjarstæða og Jón
á að vita betur.
„Upphefðin kemur að utan“ og
„látum aðra leiðrétta lygina“
Vara ber við þess háttar fals-
fréttum. Þetta er sett fram til þess
að reyna að stöðva mikilvæga fram-
kvæmd Landspítala við Hringbraut,
– en þó fyrst og fremst til að fá fylgi
almennings við ákveðinn stjórn-
málaflokk, Miðflokkinn, í sveit-
arstjórnarkosningum.
Notast er við þekktan
boðskap að „upphefðin
kemur að utan“ og í því
ljósi að bjóða okkur Ís-
lendingum alls konar
vitleysu. Notuð er sú
ógeðfellda aðferð „lát-
um þá leiðrétta lyg-
ina“, því yfirleitt nenn-
ir enginn að setja sig
inn í málið og ef svo er
kemst leiðréttingin
ekki vel til skila.
Vinnan tók tæplega fimm ár
en ekki eitt ár
Það tók nálægt fimm árum en
ekki eitt ár að klára staðarval og for-
hönnun spítalans og það er algjör-
lega óvíst hvort þessi bygging verð-
ur tilbúin 2023. Miklu líklega er að
það verði ekki fyrr en 2025. Verk-
efnið er nýlega hafið. Jón notar
þetta í pólitískum tilgangi vitandi að
Miðflokkurinn mun aldrei, sem bet-
ur fer, þurfa að standa frammi fyrir
þeim veruleika að stöðva Hring-
brautarverkefnið.
Saga Stavanger-
verkefnisins?
Í október 2011 var hafin vinna til
að kanna möguleika á að byggja nýtt
sjúkrahús í Stavanger.
Fyrsti hluti verkefnisins var „ut-
viklingsplan“ þar sem farið var yfir
íbúafjölda og vöxt bæjarfélagsins
ásamt atriðum sem snúa að verk-
skipulagi við þróun, hönnun og
staðarval spítala. Síðan var farið yfir
í hugmyndafasa, „idéfasen“, þar sem
skoðaðir voru mismunandi mögu-
leikar á uppbyggingu á mismunandi
stöðum. Skýrsla um það kom út árið
2013. Í þeirri skýrslu er fjöldi upp-
drátta og teikninga af mögulegum
spítalabyggingum á mismunandi
stöðum. Í heildina voru frá 2012 til
2014 skoðaðar á annan tug mismun-
andi staðsetninga.
Í lok árs 2014, eftir talsverða
vinnu, lá fyrir gróf niðurstaða og
verkefnið var þrengt niður í þrjá
staði. Nokkru áður var búið að
ganga frá svæðaskipulagi. Mikil
undirbúningsvinna og kostnaðarsöm
hafði þegar farið fram.
Fyrst árið 2015 var farið í útboð
(sk. skisseproject í konseptfasa) og
Nordic fékk verkið og hélt áfram
með þá vinnu sem þá var búin að
taka tæplega fjögur ár. Þá hafði for-
val farið fram, pólitíska umræðan og
gífurlega mikil og kostnaðarsöm
undirbúningsvinna. Margir þeir
kostir/gallar sem Hallgrímur taldi
upp í fyrirlestrinum lágu fyrir þegar
þeir byrjuðu að teikna. Það sem
skipti einna mestu máli við staðar-
valið var að hafa sjúkrahúsið sem
næst háskólanum. Atriði sem vegur
einnig mjög þungt hér á landi, en
sumir gera lítið úr.
Staðarval á Stavanger-spítalanum
stóð því yfir frá árinu 2011 og því
lauk ekki fyrr en búið var að fara í
gegnum pólitískt samþykktarferli
árið 2016.
Ekki minnst á erfiðleika
við mörg önnur verkefni
Ekki fjallaði Hallgrímur um mörg
verkefni í Noregi og Danmörku, t.d.
Þrándheimsspítala, en hann tók 15
ár í byggingu.
Ekki var rætt um „SNR/Molde
Sykehus“ sem er ein samfelld hrak-
fallasaga og deilur alveg frá 2003.
Heildartími frá því að fyrst var
ákveðið að byggja nýjan spítala þar
er a.m.k. 14 ár. Einnig má nefna Öst-
fold-spítalann. Árið 1999 var byrjað
að vinna áætlun fyrir sjúkrahúsið
eftir samþykkt „fylkestinget“ í Öst-
fold um sameiningu fjögurra sjúkra-
húsa í eitt í Kalnes. Þann 22. október
2001 var komið staðarval. Heildar-
tími frá því að ákveðið var að byggja
nýjan spítala var 16 ár.
Þrátt fyrir reynda hönnuði og öfl-
uga verktaka er alveg lágmark að
það taki 10-15 ár að byggja nýjan
spítala af þeirri stærð sem um ræðir
auk margra ára undirbúningstíma.
Við aðstæður hér á landi, flókið
stjórnkerfi hjá Reykjavíkurborg og
Alþingi og samspil þar á milli er ekki
óeðlilegt að miða við 15-20 ár þar til
nýr spítali yrði tekinn í notkun. Sem
sagt árin 2035-2040 ef allt gengur
eins og í sögu. Ætlum við að bíða
þangað til með allri þeirri óvissu sem
því fylgir og fjárskorti til viðhalds á
öðrum spítalabyggingum allan þann
tíma? Á að treysta því að allar ríkis-
stjórnir skeri verkefnið ekki niður
fram að þeim tíma? Nei, því hafna ég
og áreiðanlega meirihluti íslensku
þjóðarinnar.
Miðflokksmenn hafa nú lært alveg
nýja aðferð við að lesa og hlusta sér
til gagns en almenningi til ógagns,
en hvort það verður þeim til fram-
dráttar í kosningabaráttunni kemur
í ljós seint í kvöld.
Kosningabrella Jóns Hjaltalíns
um uppbyggingu sjúkrahúss
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson
Þorkell Sigurlaugsson
» Sannleikurinn er sá
að það tók nálægt
fimm ár en ekki eitt ár
að klára staðarvals-
greiningu og forhönnun
spítalans í Stavanger í
Noregi.
Höfundur er formaður velferðar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?