Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Í dag er kosið til sveitarstjórnaum allt land. Í samantekt um fjármál sveitarfélaga, sem Við- skiptaráð gaf út í vikunni, kemur fram að tekjur sveitarfélaga á hvern íbúa yfir 16 ára aldri nema 104 þúsund krónum á mán- uði. Þetta er gríðarleg byrði fyrir heimilin í landinu sem þyrfti að ræða meira en gert er.    Í samantektinni kemur fram aðskuldir sveitarfélaganna eru miklar, eða 122% af tekjum hjá stærstu sveitarfélögunum. Þetta ætti að vera íbúunum, skattgreið- endunum, mikið áhyggjuefni.    Útsvar er skattur sem lands-menn verða lítið varir við því að hann er ekki sundurliðaður frá tekjuskatti ríkisins á launaseðl- inum. Þó er það svo að útsvarið til sveitarfélaganna er hærra er tekju- skatturinn til ríkisins.    Þegar þetta er haft í huga, aukþess að flest sveitarfélög inn- heimta hámark leyfilegs útsvars, vekur furðu hve lítið hefur verið um þessa skattlagningu rætt fyrir kosningar.    Þá eru fasteignagjöld sveitarfé-laganna há hér á landi, til dæmis mun hærri en á hinum lönd- unum á Norðurlöndum. Og þessi gjöld hafa farið hækkandi vegna ört hækkandi fasteignaverðs, sem meðal annars stafar af stefnu sveit- arfélaganna sjálfra, ekki síst þess stærsta.    Ef íbúarnir láta sér þessi mál íléttu rúmi liggja er hætt við að skattheimtan haldi áfram að hækka, þó að fullyrða megi að fáir kjósi í raun þá þróun. Eru skattarnir aukaatriði? STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 21 léttskýjað Glasgow 19 skýjað London 17 þoka París 22 skúrir Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 21 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 19 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Montreal 24 alskýjað New York 27 skýjað Chicago 27 heiðskírt Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:39 23:12 ÍSAFJÖRÐUR 3:07 23:54 SIGLUFJÖRÐUR 2:48 23:38 DJÚPIVOGUR 2:59 22:50 Unnað er að ritun og útgáfu Skák- ævisögu Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Skáksögufélag Íslands hefur veg og vanda af útgáfunni og hefur gert samning við Helga Ólafsson stórmeistara um að vera aðal- ritstjóri og höfundur. Honum til halds og trausts eru í ritnefnd, auk Friðriks, þeir Jón Þ. Þór og Jón Torfason, báðir kunnir sagn- fræðingar og skákmenn góðir. Áformað er að bókin komi út að rúmu ári liðnu eða haustið 2019 og verði myndarlegur prent- gripur, að því er Einar S. Einars- son, forseti Skáksögufélagsins, tjáði Morgunblaðinu. Áður hefur félagið sett upp vefsíðu um skák- og afreksferil Friðriks Ólafssonar. Heimasíðan var formlega opnuð fyrir tveimur árum af Illuga Gunnarssyni, þáverandi mennta- málaráðherra. Um er að ræða upplýsingasíðu með ótal gömlum blaðafréttum, viðtölum og greinum um meist- arann, auk yfirlits um öll þau mörgu mót sem hann tefldi á, nær allar skákir hans og helstu mót- herja. Heimasíðan er ríkulega skreytt ljósmyndum frá ferli Frið- riks og úr íslensku skáklífi. Þá stendur einnig fyrir dyrum að setja brjóstmynd meistarans á stall, en nú er verið að steypa gifsmynd hennar í eir í Moskvu. Styttan var gerð fyrir aldarfjórð- ungi af hinum kunna rússnesk/ bandaríska myndhöggvara Peter Saphiro. Það var Ólafur Egilsson, fyrr- verandi sendherra, sem hafði milligöngu um gerð gifsstyttunnar á sínum tíma. sisi@mbl.is Helgi ritar skákævisögu Friðriks Brjóstmynd Friðriks Helgi Ólafsson Átta umsækj- endur voru um embætti prests við Tjarn- arprestakall í Kjalarnespró- fastsdæmi. Um- sóknarfrestur rann út 22. maí sl. Umsækjendur eru í starfrófsröð: Arnór Bjarki Blomsterberg guð- fræðingur, Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhann- esson, sr. Hildur Björk Hörpudótt- ir, Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur, sr. Ólafur Jón Magnússon, sr. Sveinn Alfreðsson og sr. Ursula Árnadóttir. Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. ágúst nk. til fimm ára. Um- sóknir hljóta umfjöllun matsnefndar og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skip- ar biskup Íslands þann umsækj- anda sem hlýtur löglega kosningu. Sóknarprestur í Tjarnarpresta- kalli er sr. Kjartan Jónsson. Tveir söfnuðir eru í prestakallinu, Ástjarnarsókn í Hafnarfirði (Vellirnir) og Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd. sisi@mbl.is Átta sækja um prests- embætti Kálfatjarnarkirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.