Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 20
Forstjórar tveggja stærstu fasteignafélaga lands-ins segja auðséð að hærri fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði muni að öðru óbreyttu leiða
til hærra leiguverðs. Þeir gagnrýna
sveitarfélögin harðlega fyrir að
hafa ekki lækkað skatta á atvinnu-
húsnæði á sama tíma og fasteigna-
mat hafi hækkað verulega. „Maður
vonar bara að við förum að sjá fyrir
endann á þessu. Þetta er algjörlega
galið,“ segir Helgi S. Gunnarsson,
forstjóri Regins, um hækkandi fast-
eignagjöld sveitarfélaganna.
Gert er ráð fyrir að tekjur sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu
vegna fasteignagjalda á atvinnuhús-
næði aukist um 30 prósent frá árinu
2017 til 2019, að því er fram kemur í
nýlegri greiningu sérfræðinga Arion
banka.
„Fasteignamatið hækkar og
hækkar sem leiðir til hærri fast-
eignagjalda og á endanum smitast
hækkanirnar að öllum líkindum
út í leiguverðið. Það stuðlar aftur
að hærra fasteignamati. Úr verður
vondur spírall,“ segir Guðjón Auð-
unsson, forstjóri Reita.
Þorsteinn Andri Haraldsson, sér-
fræðingur í greiningardeild Arion
banka, segist því miður telja það
„óumflýjanlegt“ að fasteignafélögin
velti hærri fasteignagjöldum á einn
eða annan hátt yfir á leigjendur til
þess að rétta framlegðina af rekstri
sínum af. Hætta sé á því að „hækk-
ununum verði að lokum velt út í
verðlagið og ýti þannig undir verð-
bólgu“.
Samkvæmt sviðsmynd greining-
ardeildarinnar eru horfur á því að
fasteignagjöld, sem eru langstærsti
útgjaldaliður félaga sem leigja út
atvinnuhúsnæði, muni nema allt
70 prósentum af rekstrarkostnaði
Reita, stærsta fasteignafélags lands-
ins, á næsta ári. Til samanburðar
hefur hlutfallið að jafnaði verið um
62 prósent undanfarin átta ár.
Á sama tíma og sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafa lækkað
álagningarprósentu sína á íbúðar-
húsnæði hafa þau nær ekkert
hreyft við álagningarprósentunni á
atvinnuhúsnæði. Þannig hafa flest
sveitarfélaganna haldið álagningu á
atvinnuhúsnæði í eða við hámarkið,
sem er 1,65 prósenta skattur af fast-
eignamati, allt frá árinu 2010.
Samkvæmt úttekt Félags atvinnu-
rekenda hyggjast aðeins þrjú af
stærstu sveitarfélögum landsins,
Hafnarfjörður, Kópavogur og Akra-
nes, lækka gjöldin í ár.
Sökum hækkandi fasteigna-
mats hefur álagningin sjálf vaxið
umtalsvert. Til marks um það hefur
greiningardeild Arion banka bent
á að gera megi ráð fyrir að tekjur
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu vegna fasteignagjalda á
atvinnuhúsnæði aukist um allt að
4,5 milljarða – eða um 30 prósent –
á árunum 2017 til 2019, að því gefnu
að álagningarprósentur haldist
óbreyttar.
Í nýjum sáttmála borgarstjórnar
Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisn-
ar og Vinstri grænna er því lofað að
fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði
verði lækkaðir úr 1,65 prósentum í
1,60 prósent fyrir lok kjörtímabils-
ins árið 2022 til þess að mæta hækk-
andi fasteignamati. Ef sú lækkun
kæmi að fullu til framkvæmda á
næsta ári myndu – samkvæmt mati
greinenda Arion banka – álögur
borgarinnar á atvinnuhúsnæði
verða rúmlega 420 milljónum króna
lægri en ella. Engu að síður yrðu
álögurnar í það heila tæplega 1.600
milljónum króna hærri en árið áður
vegna hækkandi fasteignamats.
Hækkað um 65 prósent
Samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár
Íslands fyrir næsta ár, sem var gert
opinbert í byrjun síðasta mánaðar,
hækkar matið fyrir atvinnuhúsnæði
um 15 prósent á landinu öllu borið
saman við 12,7 prósenta hækkun á
fasteignamati íbúða. Eftir að Þjóð-
skrá hóf að beita nýrri aðferð við
útreikning á fasteignamati atvinnu-
húsnæðis árið 2014 hefur matið
fyrir slíkt húsnæði hækkað umfram
aðrar tegundir húsnæðis.
Alls nemur hækkunin á fasteigna-
mati atvinnuhúsnæðis á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja
landsins er staðsettur, ríflega 65
prósentum frá árinu 2014 til 2019.
Guðjón segir að aðferðafræðin
sem Þjóðskrá tók upp árið 2014
hafi leitt til þess að fasteignamatið
hækki ár eftir ár umfram aðrar teg-
undir húsnæðis. Sveitarfélögin hafi
í mjög litlum mæli, ef nokkrum,
komið til móts við hækkanirnar
með því að lækka álagningarpró-
sentu sína.
„Sveitarfélögin geta ekki hagað
sér líkt og þau vinni lottópottinn
á hverju ári og tekið óbreytta pró-
sentu í skatt af síhækkandi fast-
eignamati. Það er ekki sjálfbært til
lengdar,“ nefnir Guðjón.
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu
Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu.
Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. Hærri fasteignagjöld ýti þannig undir verðbólgu.
Útlit er fyrir að fasteignafélögin þurfi að hækka leiguna hjá sér til þess að mæta hærri fasteignagjöldum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segir svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við
hærri leigukostnað lítið eftir miklar kostnaðarhækkanir á undanförnum árum. Hætta sé á því að hækkununum verði að lokum velt út í verðlagið og þær ýti þannig undir verðbólgu. FréttAblAðið/Ernir
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Sveitarfélögin geta
ekki hagað sér líkt
og þau vinni lottópottinn á
hverju ári og tekið óbreytta
prósentu í skatt
af síhækkandi
fasteigna-
mati.
Guðjón Auðuns-
son, forstjóri Reita
Hættan er sú að
leiguverðshækkun-
unum verði að lokum velt út
í verðlagið og þær ýti þannig
undir verðbólgu.
Þorsteinn Andri
Haraldsson,
sérfræðingur í
greiningardeild
Arion banka
Maður vonar bara
að við förum að sjá
fyrir endann á þessu. Þetta er
algjörlega galið.
Helgi S.
Gunnarsson,
forstjóri Regins
Stjórnendur Reita sáu sig knúna
til þess að upplýsa fjárfesta um að
fasteignamatið á eignasafni félags-
ins myndi hækka um 17 prósent
á milli ára samkvæmt nýja fast-
eignamatinu. Ljóst væri að svo
miklar breytingar myndu „leiða til
hækkunar á rekstrargjöldum fast-
eignanna“.
Helgi segir nokkur sveitarfélag
hafa lækkað álagningarprósentur
fasteignagjalda en þær lækkanir séu
„sáralitlar“. Á meðan hafi „gríðar-
legar“ hækkanir orðið á fasteigna-
gjöldum vegna hærra fasteignamats.
Ekki sé hægt að „leggja endalausar
álögur á atvinnulíf og íbúa“. Taka
þurfi skattheimtuna til gagngerrar
endurskoðunar. Eðlilegt hefði
verið að sveitarfélögin endurskoð-
uðu álagningarprósentuna þegar
Þjóðskrá breytti aðferðafræði sinni
skyndilega árið 2014. „Það liggur í
hlutarins eðli,“ bætir Helgi við.
Guðjón segir ljóst að hækkandi
fasteignamat auki rekstrarkostnað
fasteigna Reita. Það geti birst í leigu-
verði á atvinnuhúsnæði. Ákvæði eru
í nýrri leigusamningum félagins sem
heimila því að hækka leiguverð
verði verulegar hækkanir á fast-
eignagjöldum. Sams konar ákvæði
eru í nýrri samningum Eikar og Reg-
ins. Helgi segir Regin hins vegar ekki
hafa beitt ákvæðinu.„Við erum að
horfa á það,“ segir hann aðspurður.
Smitast út í leiguverð
Helgi nefnir að í „eðlilegu sam-
keppnisumhverfi“ endi allar skatta-
hækkanir í verðlagi. „Þetta tosar
upp verðið,“ segir hann um síhækk-
andi fasteignagjöldin. „Rétt eins og
virðisaukaskattshækkanir hækka
verð á vörum leiða hærri fasteigna-
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R6 Markaðurinn
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
0
-C
F
6
8
2
0
5
0
-C
E
2
C
2
0
5
0
-C
C
F
0
2
0
5
0
-C
B
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K