Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Hólmfríður Ben Benedikts-dóttir er grafískur hönnuður og fyrrverandi blaðamaður m.a. Gestgjafans. Hún hafði rétt náð tilskildum aldri til að vera gjaldgeng í íbúð fyrir 60 ára og eldri þegar hún flutti í glænýja íbúð í Mörk við Suðurlandsbraut. Íbúðin er björt og rúmgóð og henni fylgja um 6 fermetra yfirbyggðar svalir. Þar hefur Hólmfríður útbúið nota- lega aðstöðu fyrir eitt fjölmargra áhugamála sinna, kryddjurta- og blómaræktun, og þar finnst henni gott að setjast og fá sér kaffi eða heimaræktað jurtate. „Ég verð syngjandi garðyrkju- kona í næsta lífi en nú hef ég ekki heilsufar til að skríða um í moldarbeði svo ég læt pottaræktun duga mér. Þetta litla pláss hentar mér fullkomlega og ég nota það heilmikið,“ segir Hólmfríður glöð í bragði. Á svölunum eru stórar hillur fyrir pottaplöntur af öllum stærð- um og gerðum. Hillurnar mynda gott skjól án þess að loka svalirnar af. Hólmfríður hefur komið stærri pottaplöntum upp á bekk og undir honum er kassi fyrir ýmislegt sem fylgir ræktuninni en þannig nýtist plássið vel. Garðyrkjuverkfæri eru á hjólaborði og annað smáborð er til að umpotta. „Ég saumaði brúnan plastpoka undir moldina og hann tekur allt að 25 lítra af mold. Með þessu móti sýnist allt vera mjög pent hér á svölunum,“ segir Hólmfríður. Flytur plönturnar út og inn „Eftir svo stutta búsetu er lítil reynsla komin á svalirnar en þær lofa góðu. Ég hef aldrei áður haft yfirbyggðar svalir og þarf því að læra hvaða plöntur dafna best. Ég hélt að þær yrðu algjör hitapottur en veðrið hefur verið hálf undar- legt það sem af er sumri og frekar að það sé of kalt á þeim. Aloe vera plantan verður grá af kulda sé hún lengi á svölunum svo ég set hana og kumquat-ávaxtatréð út á daginn en inn í íbúðina yfir nóttina og báðar plönturnar virðast lukkulegar með það fyrirkomulag,“ segir Hólmfríður en hún hefur gaman af því að útbúa eitt og annað úr því sem hún ræktar. „Þeir ávextir sem falla af sítrus- trénu fara í krukku með vodka og enda sem snafs eða í einhverja kokteila. Ég ætla líka að prófa að gera líkjör úr þeim en vanalega geri ég jólalíkjör úr hrútaberjum en kannski má gera tilraunir með að blanda kumquat-ávextinum út í til að vega á móti dísætum drykknum. Myntan er ávana- Hillurnar skapa gott skjól og nýtast vel undir pottaplöntur og matjurtir. MYND/ ÞÓRSTEINN Hólmfríður hefur lengi verið með svo- kallaða micro green ræktun og klippir jurtirnar jafnóðum út á salat eða smur- brauð. MYND/ ÞÓRSTEINN Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is bindandi, því meira sem ég neyti hennar því meira hrífst ég af bragðinu. Ég nota hana ferska í heilsudrykki á morgnana og í myntute eða marokkóskt te en þá bæti ég við grænum eða svörtum telaufum. Ég þurrka hana líka og nota í te yfir veturinn. Sítrónumel- issan er líka góð í tedrykk og falleg sem skraut á eftirrétti. Hún dafnar vel á svölunum, ég hef aldrei áður séð hana með svona stór blöð og þurrka þau líka í jurtate fyrir næsta vetur,“ upplýsir Hólmfríður. Nær í salat af svölunum Vegna flutninganna sáði Hólm- fríður ekki fyrir kryddjurtunum þetta vorið líkt og vanalega heldur keypti þær í pottum. „Ég setti kryddjurtirnar í stærri potta og dekra við þær svo ég fæ heilmikla uppskeru. Það sem ég nota ekki ferskt þurrka ég og ýmist saxa smátt eða mala fínt og hræri saman í kryddblöndur. Ef fram- leiðslan er mikil finnst mér tilvalið að gefa kryddblöndu og jurtate í jólagjafir. Ég er líka með salat og spínat á svölunum og ætla að prófa að rækta fleiri gerðir af mat- jurtum. Það er frábært að ná sér í salat í matinn og klippa ferskar kryddjurtir beint í pottana eða yfir matardiskinn,“ segir hún. Í nokkur ár hefur Hólmfríður verið með svokallaða micro green ræktun í smáu gróðurhúsi. „Fræin fást í flestum garðyrkjuverslunum. Fyrst notaði ég sáðmold en núna sái ég þeim í kókosmold. Fræin spíra á örfáum dögum og vaxa hratt. Ég klippi þessar örsmáu en bragðmiklu plöntur jafnóðum út á matinn, t.d. fiskrétti, salöt og smurbrauð, bæði til bragðbætis og skrauts.“ Hólmfríður segist aldrei áður hafa búið þar sem er eins ófagurt umhverfis og nú. „En auðvitað er ekkert að marka það. Þetta er enn þá byggingasvæði og allt fullt af vinnuvélum og róti í kring um það. Ég vona þó að það rætist úr garð- inum hér á milli húsanna, hann er lokaður öðrum en íbúum og væri hægt að gera hann virkilega skemmtilegan. Ég verð oft hissa á hvað húsalóðir og þá sérstaklega við blokkir eru óspennandi og illa nýttar, oft látið nægja að leggja gras yfir slétta flöt sem enginn virðist nota, en viðhaldið er samt mikið því það þarf reglulega að slá grasið. En það er vel hægt að gera fallegt og notalegt hjá sér á svölunum og í frekar leiðinlegu veðurfari, eins og nú hefur verið, eru yfirbyggðar svalir algjörlega málið,“ segir Hólmfríður Ben glöð Fæst í apótekum heilsubúðum og heilsuhillum verslana Er hárið farið að þynnast? 25,5x10 hair gro hvítt.pdf 1 08/06/2018 13:03 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú L Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -E 3 2 8 2 0 5 0 -E 1 E C 2 0 5 0 -E 0 B 0 2 0 5 0 -D F 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.