Fréttablaðið - 04.07.2018, Síða 25
veruleika. „Það er ekkert óeðlilegt
við það. Styrkur frá sjóðnum er
fjárfesting í þekkingu og hún skilar
sér alltaf inn í samfélagið með
einum eða öðrum hætti og hana
er ekki alltaf hægt að meta til fjár,“
segir hann.
Hæsti styrkurinn sem Tækni-
þróunarsjóður veitir einu verkefni
er samtals 70 milljónir og hann
er greiddur út á tveimur árum,
en lægsti styrkurinn, sem kallast
Fræ, er hugsað fyrir þá sem þurfa
stuðning til að móta þróunarferlið
og viðskiptaáætlun sína, koma
slíkum áætlunum á blað og gefa
viðkomandi kost á að sækja um
stuðning í áframhaldandi vinnslu.
Sigurður segir að áhersla sé lögð á
að hvetja frumkvöðla til að sækja
um einkaleyfi og það er styrkt
sérstaklega. „Þetta eru miklir fjár-
munir og það eru gerðar miklar
kröfur til þeirra sem hljóta slíkan
styrk. Sumum finnst við óþarflega
kröfuhörð en þetta er opinbert
fjármagn sem þarf að fara vel með.
Það er líka æfing og lærdómur fyrir
umsækjendur að ganga í gegnum
umsóknarferlið. Fjárfestar kanna
oft hvort frumkvöðlar hafi komist
í gegnum síuna hjá Tækniþróunar-
sjóði áður en þeir taka ákvarðanir
um fjárfestingar,“ segir Sigurður.
Konur hafa sótt í sig veðrið og fer
hlutur þeirra í styrkjum sívaxandi.
„Árið 2015 var fimmtungur styrk-
þega konur en þær eru núna
orðnar þriðjungur styrkþega, sem
er mjög jákvætt,“ segir hann.
Alþjóðlegt samstarf
Þá er alþjóðlegt samstarf
mikilvægt, að sögn Sigurðar.
„Við megum ekki byggja veggi í
kringum Ísland. Við verðum að
hugsa á alþjóðavísu. Norrænt sam-
starf skiptir okkur miklu máli og
enn fremur hefur rannsókna- og
þróunaráætlun Evrópusambands-
ins, Horizon 2020, reynst okkur
notadrjúg.“ Eurostars áætlunin,
sem er hluti af Horizon 2020, gefur
íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum
kost á samstarfi við kollega í
Evrópu. „Það eru heimalöndin sem
styrkja sína þátttakendur og hér
er það Tækniþróunarsjóður sem
styrkir íslensku fyrirtækin. Fyrir-
tæki eins og Orf líftækni, Videnti-
fier, sem hefur hlotið sérstaka
viðurkenningu Eurostars fyrir sinn
árangur, og Nox Medical hafa notið
góðs af þessu samstarfi. Íslensk
fyrirtæki hafa náð mjög góðum
árangri, svo að eftir er tekið, í SME
hluta Horizon 2020. SME stendur
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og
hafa um 50 félög hlotið á síðustu
árum yfir einn og hálfan milljarð
króna, þar af hafa 6 fyrirtæki hlotið
„stóra“ styrkinn sem er yfir 200
milljónir króna. Þetta er bein inn-
spýting í nýsköpunarsamfélagið,“
segir Sigurður að lokum.
Styrkt verkefnið,
það bara kom
fyrirtækinu af stað í
rauninni. Ég er ekkert viss
um að við hefðum stofnað
fyrirtækið án þess.
Benedikt, Lauf Forks
Við værum ekkert
hérna ef við hefð-
um ekki fengið þessa
styrki það er bara svo-
leiðis. Það er mjög einfalt
svar. Það skiptir sköpum
sko. Ég veit ekki hvaða
skala þú ert með en settu
þetta bara alveg yst á
skalann …
Vilborg, InfoMentor
Við hefðum ekki
getað þetta án
styrkja frá Rannís og
sérstaklega Tækniþró-
unarstyrksins gegnum
árin, það er bara ekki
hægt. Ef við hefðum ekki
fengið styrkina þá hefð-
um við ekki getað fram-
leitt augndropa.
Þorsteinn, Oculis
Fyrirtækið hefði
sennilega dáið út
hægt og rólega því að ég
vann þetta sem hliðar-
vinnu. Þegar styrkurinn
kemur þá get ég einbeitt
mér að þessu og ráðið
fólk í vinnu og það hleyp-
ir öllu upp þannig að við
erum með gífurlega
öflugt tæki núna sem er
þessi hugbúnaður.
Kjartan, ErkiTónlist
Ég fullyrði að ef
styrkurinn hefði
ekki verið til staðar þá að
öllum líkindum hefði
þetta aldrei orðið það
sem þetta varð.
Pétur, Nox Medical
Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, stýrði vorfundi sjóðsins en þar var styrkjum úthlutað.
Þórdís Kolbrún nýsköpunarráðherra flutti ávarp á vorfundi sjóðsins.
Tækniþróunarsjóður
Náðu
lengra með
Tækniþróunarsjóði
tths.is
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 4 . j ú l í 2 0 1 8
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-F
6
E
8
2
0
5
0
-F
5
A
C
2
0
5
0
-F
4
7
0
2
0
5
0
-F
3
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K