Fréttablaðið - 04.07.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 04.07.2018, Síða 28
Á tæpum tólf árum hefur fyrir- tækið vaxið úr sjö starfsmönnum upp í fimmtíu manns. Velta síðasta árs var tæpir tveir milljarðar og hefur fyrirtækið verið rekið með hagnaði frá því að það hóf að selja vörur sínar. Megnið af kostn- aði okkar fer í þróunar- starf og að fylgja eftir hugmyndum. Ingvar Hjálmarsson, fram-kvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Nox Medical, segir að þótt fyrirtækinu hafi verið hleypt af stokkunum árið 2006 eigi það lengri sögu. „Saga fyrirtækisins hófst form- lega árið 2006 þegar nokkrir verkfræðingar tóku sig saman og stofnuðu fyrirtæki sem skapar lækningatæki til að sinna svefn- rannsóknum. Áður störfuðu stofnendur Nox Medical hjá öðru fyrirtæki sem nefndist Flaga hf. Það fyrirtæki var stofnað af Helga Kristbjarnarsyni. Flaga hannaði líka svefnrannsóknartæki og fór í gegnum mikið uppgangstíma- bil fyrir bankahrunið. Á þessum árum, í kringum 2005-2006, var gengi íslensku krónunnar mjög sterkt. Þetta sterka gengi kom sér mjög illa fyrir útflutningsfyrir- tæki í hátækni. Þetta rekstrar- umhverfi varð til þess að fyrir- tækið var flutt til Bandaríkjanna og Kanada og starfsemi hætt á Íslandi. Eftir sátu starfsmenn með mikla sérþekkingu,“ útskýrir Ingvar og bætir við að sjö þeirra hafi tekið sig saman og stofnað Nox Medical til að þróa næstu kynslóð af tækjum til greiningar svefnvandamála. „Hjá Nox varð til næsta kyn- slóð í tækjum til svefngreininga. Margir stofnenda eru enn starf- andi hjá Nox. Á tæpum tólf árum hefur fyrirtækið vaxið frá sjö starfsmönnum upp í fimmtíu manns. Velta síðasta árs var tæpir tveir milljarðar og hefur fyrir- tækið verið rekið með hagnaði frá því að það hóf að selja vörur sínar. Megnið af kostnaði okkar fer í þróunarstarf og að fylgja eftir hugmyndum,“ útskýrir Ingvar. Viðskiptavinir Nox Medical eru sjúkrahús, læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk um allan heim. „Öll okkar framleiðsla er seld til útlanda. Fyrir nokkrum árum styrkti fyrirtækið Landspítala – háskólasjúkrahús með tækjum að verðmæti 20 milljónir. Við höfum átt mjög gott rannsóknar- samstarf við starfsfólk Land- spítalans og þar er mikil þekking í svefnrannsóknum. Nánast öll okkar velta kemur hins vegar frá útlöndum. Stærstu markaðs- svæðin eru Bandaríkin, Frakk- land, Norðurlönd, Ástralía, Kína og Japan. Starfsfólk Nox aðstoðar umboðsmenn sína erlendis til að ná fótfestu með vörur okkar á sínu markaðssvæði.“ Nox Medical á nokkra stóra keppinauta á heimsmarkaði. „Við höfum töluverða samkeppni í Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýskalandi. Engu að síður hefur Nox haldið miklu forskoti vegna þess hversu mikið við leggjum í vöruþróun. Við aðgreinum okkur á vissan hátt. Okkar tæki eru ein- föld, skilvirk og þægileg hjá öllum aldri sjúklinga,“ segir Ingvar en fyrirtækið hefur hlotið margar viðurkenningar, meðal annars Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun. „Við höfum notið góðs varðandi styrki bæði hjá Rannís og Tækni- þróunarsjóði. Skattaafsláttur sem fyrirtækið nýtur góðs af til að stunda rannsóknir hjálpar okkur að fjárfesta í vöruþróun til þess að halda samkeppnisfor- skoti okkar. Fyrirtæki sem við erum í samkeppni við, eins og til dæmis í Þýskalandi, eru með sinn kostnað í evrum á meðan við notum íslenskar krónur. Við þurfum að takast á við miklar sveiflur í gengi á meðan Þjóð- verjar geta treyst því að gengið sé nánast alltaf eins. Krónan er því afar óþægileg í þessum rekstri.“ Ingvar telur að fyrirtækið muni stækka enn frekar á næstu árum. „Við erum í stöðugri þróun og vexti,“ segir hann. Tækin sem Nox framleiðir eru ákaflega þægi- leg í meðförum. Þau taka upp öndun, súrefnismettun, hjartslátt og fleira á meðan fólk sefur. Þau geta greint kæfisvefn og önnur svefnvandamál. Háþróaðir nemar greina svefninn og hugbúnaður- inn les úr þeim merkjum. Með því geta læknar fundið meðferð til bata hjá sjúklingnum. Mjög margir þjást af alls kyns svefn- vandamálum og meðal þeirra er kæfisvefn sem er mjög hættu- legur. Kæfisvefn getur aukið hættuna á því að fá heilablóðfall og hjarta- eða æðasjúkdóma. Við munum í framtíðinni ein- beita okkur að frekari rannsókn- um og þróun á þessu sviði þannig að betri svefn sé mögulegur fyrir alla. Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að hanna tæknilausnir á þessu sviði til að allir geti fengið þá greiningu á svefnvandamálum sem þeim ber. Við sjáum fyrir okkur frekari fjárfestingar á sviði vöruþróunar og áframhaldandi uppbyggingu markaðsstarfs á heimsvísu. Hjá Nox er m.a. mjög öflug rannsóknardeild sem hefur nýlega fengið rúmlega 250 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til að útfæra nýjar lausnir og gera svefnrannsóknir aðgengilegri fyrir alla. Við erum með frábært teymi fólks með mismunandi bak- grunn í menntun og fyrsta flokks gæðakerfi sem við vinnum eftir. Íslendingar njóta þessarar tækni á Landspítalanum, Læknasetrinu, Reykjalundi og víðar,“ segir Ingvar Hjálmarsson. Íslensk hátækni nýtt til að greina svefnvandamál Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem bæta svefngrein- ingu. Fyrirtækið kynnir byltingarkenndar nýjungar sem gagnast læknum út um allan heim til að greina svefnvandamál. Nox Medical hefur stækkað ört á síðustu árum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Nox Medical. MYND/STEFÁN karlSSoN Tækið er nett og þægilegt í meðförum. 6 kYNNINGarBlaÐ 4 . j ú l Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýSköpuN Á ÍSlaNDI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -D E 3 8 2 0 5 0 -D C F C 2 0 5 0 -D B C 0 2 0 5 0 -D A 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.