Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 35

Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 35
Hugverk og hug- verkavernd eru lykilhlekkir í nýsköp- unarkeðjunni og allt frá hugmynd að vöru á markaði skiptir stjórnun hugverka höfuðmáli. Hugverkaréttindi snúast ekki bara um vörn gegn því að aðrir nýti sér hugverk fyrir- tækisins, heldur felast líka gríðarleg tækifæri til sóknar í því að nota hugverkaréttindi. Hugverk eru oft grunnstoðir nýsköpunarfyrirtækja og því eru hugverkaréttindi mikilvæg tól sem geta hjálpað fyrir- tækjunum að vaxa og dafna. Fyrir- tæki um allan heim átta sig sífellt betur á þessu og sjá æ betur þau gríðarlegu tækifæri sem eru fólgin í verndun hugverka. Hér á landi fer Einkaleyfastofan með málefni hugverkaréttinda og gegnir því mikilvægu hlutverki í að aðstoða fyrirtæki við að tryggja rekstrar- grundvöll sinn. Hugverkaréttindi vernda forskotið „Á síðustu árum höfum við séð áhugaverða þróun hér á landi hjá nýsköpunarfyrirtækjum sem sjá í auknum mæli tækifærin í hug- verkum og hugverkavernd,“ segir Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar. „Bæði sjáum við fjölgun í skráningu hugverka en einnig fleiri dæmi um frum- kvöðlafyrirtæki sem eru byggð á hugverkum. Hér á landi eru frábær dæmi um slíkt, eins og Lauf forks, IceMedico, Nox og Kerecis. Þetta eru fyrirtæki sem hafa byggst upp nær eingöngu á hugviti og hafa náð árangri með því að vernda sín verð- mætu hugverk. Hugverk og hugverkavernd eru lykilhlekkir í nýsköpunarkeðjunni og allt frá hugmynd að vöru á markaði skiptir stjórnun hugverka höfuðmáli,“ segir Borghildur. „Hug- verkaréttindi snúast um að vernda samkeppnisforskotið sem skapast með nýsköpun, en þessi nýsköpun drífur svo vöxt fyrirtækjanna.“ Verndun hugverka skilar betri árangri „Hugverkaréttindi eru ekki eitt- hvað sem er hægt að líta framhjá eða huga að seinna. Það er oft ávísun á vandræði, meiri kostnað eða þaðan af verra,“ segir Borg- hildur. „Það er mikilvægt að fyrir- tæki séu með það á hreinu hvert samkeppnisforskot þeirra er og nýti hugverkaréttindi á réttan hátt til að vernda það. Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín séu líklegri til að ná árangri. Þau vaxa meira og hraðar og skila meiri arðsemi. Þau eru líka líklegri til að þrauka í gegnum „Dauðadalinn“ sem frumkvöðlafyrirtæki þurfa að komast í gegnum snemma í rekstri sínum,“ segir Borghildur. „Rann- sókn sem skoðaði árangursrík sprotafyrirtæki í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að þau áttu það helst sameiginlegt að vernda hugverkin sín. Þetta er ekki tilviljun og fjárfestar vita þetta.“ Góð vörn og nýting tækifæra „Nýsköpun snýst um að skapa sam- keppnisforskot á markaði en verð- mæti nýsköpunarfyrirtækja eru alltaf byggð á hugviti, hugverkum og ímynd,“ segir Borghildur. „Þessi afrakstur nýsköpunar er í eðli sínu óáþreifanlegur og þar af leiðandi eru helstu verðmæti nýsköpunar- fyrirtækja í dag óáþreifanleg. Nýsköpunarfyrirtæki geta notað hugverkaréttindi til að minnka áhættu og hámarka tækifæri. Hugverkaréttindi snúast ekki bara um vörn gegn því að aðrir nýti sér hugverk fyrirtækisins, heldur felast líka gríðarleg tækifæri til sóknar í því að nota hugverkaréttindi til að laða að fjárfesta, koma sér fyrir á nýjum markaði, auka tekjur eða hefja samstarf,“ segir Borghildur. „Rétt eins og íslenska landsliðið þá getur lítið fyrirtæki komist langt með því að vera með sterka vörn í vernd hugverka og hámarka tæki- færin þegar þau gefast. Það er oft eina leiðin til að ná árangri á móti stóru liðunum.“ Nýtt hagkerfi að taka við „Við erum að sjá miklar breytingar í iðnaði og viðskiptum. Þetta er að miklu leyti afleiðing upplýsinga- og tæknibyltingar síðustu áratuga, þekkingarsamfélagsins og fjórðu iðnbyltingarinnar. Við erum að færa okkur úr iðnaðarhagkerfi í þekkingar- og hugverkahagkerfi,“ segir Borghildur. „Því eru verðmæti fyrirtækja í dag óáþreifanleg. Þessi iðnaður er grunnur að sjálfbærum hagvexti og skapar ekki bara störf, heldur hálaunastörf. Í dag er nýsköpun og hugvit verðmætasta auðlindin sem við eigum og hlutverk okkar á Einka- leyfastofunni er að hjálpa fyrir- tækjum að standa vörð um þessi verðmæti og hámarka þau,“ segir Borghildur. Mörg tól til staðar „Fyrirtæki verða að vera með sín mál á hreinu og mega ekki láta tilviljun eða heppni ráða því hvort þau ná árangri,“ segir Borghildur. „Þau hafa mörg tól sem hægt er að grípa til. Einkaleyfi, vörumerki, skráð hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál geta öll nýst til að vernda helstu verðmæti fyrir- tækisins. Stundum getur þetta virst flókið, en við hjá Einkaleyfastofunni reynum eftir fremsta megni að koma fyrirtækjum til aðstoðar, greiða úr flækjunni og beina þeim á rétta braut,“ segir Borghildur. „Oft geta einfaldar aðgerðir sem kosta lítið eða ekkert skipt sköpum seinna meir. Símtal, heimsókn eða jafnvel bara heimsókn á heimasíð- una okkar getur gert gæfumuninn.“ Tækifæri í verndun hugverka Nýsköpunarfyrirtæki byggja rekstur sinn á hugviti og hugverkum. Einkaleyfastofan getur hjálpað þeim að vernda þessi hugverk, svo fyrirtækin tapi hvorki verðmætum né samkeppnisforskoti. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, segir að verndun hugvits og hugverka verði sífellt mikilvægari. MYND/ÞÓRSTEINN SIG KYNNINGARBLAÐ 13 M I ÐV I KU DAG U R 4 . j ú l í 2 0 1 8 NýSKöpUN á íSLANDI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -C A 7 8 2 0 5 0 -C 9 3 C 2 0 5 0 -C 8 0 0 2 0 5 0 -C 6 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.