Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 38
Auk alþjóðlegra
stórfyrirtækja eru
flest stærstu fyrirtæki
landsins í viðskiptum við
Men & Mice.
Brú íslenskra fyrirtækja
í nýsköpun yfir á
alþjóðlega markaði
evris.is $ € £
Tiltölulega stutt er síðan hið gamalgróna hugbúnaðar-fyrirtæki Menn og mýs fékk
nýtt nafn og var það tilkomið
vegna þess að 99% viðskiptavina
fyrirtækisins eru utan Íslands,
aðallega í Bandaríkjunum og
Evrópu. Men & Mice hefur vaxið
hratt á undanförnum árum og
er um 20% vöxtur á milli ára.
Fyrir tveimur árum tók Magnús
Eðvald Björnsson við stjórnar-
taumunum en hann var áður hjá
Oracle í Bandaríkjunum. „Frá þeim
tíma tók Men & Mice upp gíraðri
stefnu þegar kom að vöruþróun.
Við sáum að viðskiptavinir fyrir-
tækisins voru flestir hverjir að færa
sig inn í ský og að oftar en ekki var
notast við margar skýjaþjónustur
innan hvers fyrirtækis. Þegar svo er
getur komið fyrir að hægri höndin
viti ekki hvað sú vinstri er að gera,“
segir Magnús.
Magnús segir ekkert slæmt við
það að fyrirtæki notist við margar
skýjaþjónustur, það geti til dæmis
verið afar eðlilegt enda eðli deilda
innan fyrirtækjanna mismunandi
og þá virka sumar skýjalausnir
betur en aðrar. „Okkar sýn er sú
að raunveruleiki fyrirtækja er að
þau verða hybrid og multi-cloud,
þ.e. þau munu geyma eitthvað af
gögnum staðbundið og önnur í
skýi (hybrid) og þau munu notast
við fleira en eina skýjaþjónustu
(multi-cloud). Það er eðlilegt
og fyrirtæki vilja hafa þennan
sveigjanleika. Okkar veraldarsýn
er að þróa lausn sem er sniðin til
að veita yfirsýn í þessu dreifða
umhverfi.“
Öll þróun Men & Mice fer fram á
Íslandi og segir Magnús að það sé
afar jákvætt að vera með fyrirtæki
af þessari stærðargráðu hér á landi.
Nýsköpunarumhverfið sé sterkt og
styrkjaumhverfið aðstoði fyrirtæki
við að takast á við nýsköpunina.
Styrkir hafi einmitt skipt verulegu
máli í rekstri Men & Mice í gegnum
árin.
Men & Mice sérhæfir sig í þróun
og sölu hugbúnaðarlausna fyrir
DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI)
alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við-
skiptavinirnir eru m.a. Microsoft,
Intel, Hospital Corporation of
America, IMF, Nestlé, Harvard
Business School, PPG Industries,
InterContinental Hotels Group og
Kimberly-Clark Corporation.
Auk alþjóðlegra stórfyrirtækja
eru flest stærstu fyrirtæki landsins
í viðskiptum við Men & Mice. Þá
má nefna að fyrirtækið gaf Land-
spítalanum hugbúnað að andvirði
nokkurra milljóna nýverið.
Lesa má meira um Men & Mice á
vefsvæði fyrirtækisins,
menandmice.com.
Fyrirtækin færa sig inn í ský
Hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice var stofnað fyrir 28 árum og sérhæfir sig í þróun og sölu
hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Magnús og
Gyða Dögg
Jónsdóttir, fjár-
málastjóri fyrir-
tækisins. MYND/
SIGTRYGGUR ARI
16 KYNNINGARBLAÐ 4 . J ú L í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýSKöpUN á íSLANDI
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-E
3
2
8
2
0
5
0
-E
1
E
C
2
0
5
0
-E
0
B
0
2
0
5
0
-D
F
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K