Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 40

Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 40
Iðnvætt fiskeldi er sá markaður sem við vinnum á, höfum náð forystu þar og höldum henni með öflugri vinnu við þróun. Það er fyrst og fremst mannauðurinn sem skilaði okkur þessu forskoti og að við höldum því,“ segir Her- mann Kristjánsson rafmagns- verkfræðingur, forstjóri hjá Vaka, en fyrirtækið hefur hannað og framleitt búnað til að telja, og mæla fisk í sjókvíum ásamt öðrum búnaði til fiskeldis. Hjá fyrir- tækinu starfa sjötíu starfsmenn, þar af 32 á Íslandi, fimm í Noregi, þrír í Skotlandi og um tuttugu í Síle. Af starfsmönnum Vaka eru um 90% háskólamenntaðir í verk- fræði, tæknifræði, tölvunarfræði, sjávarlíffræði og viðskiptafræði. Vaki hefur átt í góðu samstarfi við háskóla landsins og er alltaf með augun opin fyrir góðu fólki. Selja víða um heim Hermann segir að Vaki hafi verið öflugur í nýsköpun í tæknibúnaði fyrir fiskeldi allt frá því fyrir- tækið var stofnað árið 1986 og selji búnað fyrir u.þ.b. 1,6 milljarða 2018 til yfir sextíu landa en Nor- egur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar séu stærstu markaðir. „Þá erum við með búnað í örugglega 90% seiðastöðva laxeldis um allan heim.“ Hann nefnir að íslensku laxeldisfyrirtækin hafi reynst Vaka afar vel og samstarfið við þau verið mikilvægt, en næstum allar vörur Vaka hafa verið þróaðar í samvinnu við íslenska jafnt sem erlenda fiskeldismenn. „Íslensku fiskeldisfyrirtækin hafa verið mjög móttækileg fyrir nýjungum en einnig leitað til okkar og greint frá sínum þörfum og beðið okkur að koma með hugmyndir, þann- ig að það samstarf hefur gengið glimrandi vel.“ Flestar af vörum Vaka hafa algjöra sérstöðu á markaði og má nefna sem dæmi um verkefni innan fyrirtækisins stærðar- mælingu á eldisfiski með innrauðu ljósi, talningu á eldisrækju með línumyndavél, tölvusjón og mynd- greiningu, vöktun á villtum fiski og tegundagreiningu þar sem stuðst er við gervigreind. Hermann segir jafnframt margt fram undan. „Við erum til dæmis að vinna með að telja lús á fiskum neðansjávar og telja og fylgjast með lús í laxeldi og hvernig hún þróast. Þá er hægt að grípa inn í á réttum tíma. Það eru heilmikil tækifæri sem felast í þróunarvinnu okkar, ekki síst við tegundagreiningu og að þekkja lýs og greina þær á fiskinum.“ Orðið stórt alþjóðlegt fyrirtæki Miklu skipti Vaka þegar alþjóðlega fyrirtækið Pentair Aquatic Systems keypti öll hlutabréf í Vaka. Pentair ætlaði sér stóra hluti á fiskeldis- markaði og voru kaupin á Vaka ætluð til þess að tryggja framgang á þeim mörkuðum þar sem fyrir- tækið hefur haft góða markaðs- stöðu en rúmlega 95% af tekjum Vaka eru vegna útflutnings. Þá eykst vöruúrval Vaka til muna með nýjum eigendum en til við- bótar við fiskiteljara, stærðarmæla, flokkara og fiskidælur býður fyrir- tækið upp á Point4 súrefnissteina og eftirlitsbúnað margs konar, UV filtera, vatnsdælur af öllum stærðum, hreinsikerfi, loftun, ljós, ráðgjöf og hönnun á heildar- lausnum í endurnýtingarkerfum í fiskeldi. Flestar vörur Vaka hafa algjöra sér- stöðu á markaði og má nefna verkefni eins og stærðarmælingu á eldis- fiski með innrauðu ljósi, talningu á eldisrækju með línumyndavél, tölvusjón og myndgrein- ingu, vöktun á villtum fiski og tegundagreiningu þar sem stuðst er við gervigreind. Vaki hefur átt í góðu samstarfi við háskóla landsins og er alltaf með augun opin fyrir góðu fólki. Með tæknibúnað í níutíu prósent seiðastöðva laxeldis Vaki var stofnað árið 1986 og er í dag alþjóðlegt fyrirtæki í fararbroddi á heimsvísu í þróun á tæknibúnaði fyrir talningu og stærðarmælingu á eldisfiski. Heilmörg tækifæri eru fyrir hendi í rekstrinum og mikill uppgangur er framundan. Sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. Hluti af starfsmönnum hjá fyrirtækinu Vaka en þeir eru víða um heim, til dæmis eru 32 á Íslandi, fimm í Noregi, þrír í Skotlandi og um tuttugu í Síle. Vaki hefur hannað og framleitt búnað til að telja og mæla fisk í sjókvíum ásamt öðrum búnaði til fiskeldis. Öflugur hátæknibúnaður sem Vaki hefur hannað. 18 KYNNINGARBLAÐ 4 . j ú L Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýSKÖpuN á ÍSLANdI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 0 -F 6 E 8 2 0 5 0 -F 5 A C 2 0 5 0 -F 4 7 0 2 0 5 0 -F 3 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.