Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 55
4. júlí 2018 Tónlist Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar – Schola cantorum Hvenær? 12.00 Hvar? Hallgrímskirkja Í dag syngur kammerkór Hall- grímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kalda- lóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tón- leikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð 2.500 kr. Hvað? Stirni Ensemble Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Stirni Ensemble er hópur íslenskra tónlistarmanna og -kvenna sem öll eru virk í (tón)listarlífi lands- ins. Kvartettinn leggur áherslu á nútímatónlist og hefur frumflutt hin ýmsu verk hérlendis. Þau hafa komið fram meðal annars í Hörpu á Sígildum Sunnudögum og á Myrkum Músíkdögum en halda nú af stað á tónleikaferð um landið. Fyrsta stopp er í Mengi á Óðins- götu. Hvað? Kólga í Djúpinu Hvenær? 21.00 Hvar? Hornið, Hafnarstræti Kólga spilar í Djúpinu, litlum en gamalgrónum tónleikastað með mikla sál. Boðið verður upp á þjóðlagatónlist héðan og þaðan í hæsta gæðaflokki, og allt sungið á íslensku. Með almennilegum textum! Miðar seldir við inn- ganginn. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en þeir sem kaupa nýjan geisladisk sveitarinnar á 2.500 kr. fá frítt inn. Einungis um 40 manns komast að í Djúpinu. Hvað? HIMA Opnunartónleikar - Strengjakvartettar Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Á opnunartónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu má hlýða á kafla úr strengjakvart- ettum eftir Mozart, Shostakovich, Schumann, Haydn og Mendels- sohn sem leiknir verða af nem- endum námskeiðsins í strengja- kvartettleik. Hvað? Óskar Guðjónsson MOVE á Múlanum Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Á næstu tónleikum sumardag- skrár Múlans kemur fram kvartett saxófónleikarans Óskars Guð- jónssonar, MOVE. Á tónleikunum verða leikin lög eftir meðlimi. Einnig annarra manna lög frá gull- aldarárum amerískrar djasstónlist- ar. Leikgleði og innrím einkennir nálgun kvartettsins sem tekur mið af sameiginlegum hugsana- flutningi og flæði. Ásamt Óskari koma fram Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías MD Hemstock. Hvað? Tónlistarflutningur í Akra- nesvita Hvenær? 13.00 Hvar? Akranesviti Nemendur Tónlistarskóla Akra- ness sjá um tónlistarflutning í Akranesvitanum. Hvað? Slitnir Strengir - Cèilidh Hvenær? 20.30 Hvar? Gamla kaupfélagið, Akranesi Slitnir Strengir ætla að starta Írsk- um dögum með því að leika Írska tónlist á Gamla Kaupfélaginu. Hvað? Krummi og hinir Alpafugl- arnir Hvenær? 20.00 Hvar? Listasafn Árnesinga, Hvera- gerði Ekki missa af þessari austurrísku hljómsveit sem spilar íslenska þjóðlagatónlist í nýrri útsetningu sem einkennist af kímni, frá- sagnar gleði og ástríðu fyrir Íslandi. Viðburðir Hvað? Söguganga um Skálholt 18. aldar Hvenær? 19.30 Hvar? Skálholt Í dag ætlar Bjarni Harðarson að bjóða upp á sögugöngu. Bjarni er bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi og var alþingis- maður um skamma hríð. Hann sendi á síðasta ári frá sér skáldsög- una Í skugga drottins sem fjallar um Skálholt 18. aldar. Á þessu og næsta ári kemur framhald þeirrar sögu í bókum sem ná til þess tíma að skóli og stóll hafa flutt endan- lega til Reykjavíkur. Gengið verður frá staðnum upp til Helgusystur í Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur Hvar@frettabladid.is Bjarni Harðarson býður upp á sögu- göngu í Skálholti. Langasundi og Smiðjuhóla þar sem margvísir Skálholtssmiðir hafa breytt mýrarrauða í járn. Sýningar Hvað? Sýningin Þetta vilja börnin sjá! farin á flakk Hvenær? 10.00 Hvar? Bókasafnið í Menningarmið- stöð Hornafjarðar Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá! er komin til Hafnar í Horna- firði og verður þar til 15. júlí. Á sýningunni getur að líta mynd- skreytingar 14 íslenskra mynd- listarmanna við samtals 17 barna- bækur sem komu út á árinu 2017, ásamt bókunum sjálfum. Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Þarfir barna eru sérstaklega hafðar í huga við upp- setningu sýningarinnar, enda ljóst að viðfangsefni hennar er ætlað börnum frá byrjun. Hvað? Welcome to New Zoéland | Zoé Sauvage Hvenær? 13.00 Hvar? Listastofan, Hringbraut New Zoéland/ Nýja Zoéland, er innblásin ferð í duttlungafullan hugarheim listamannsins Zoé Sauv age gegnum teikningu/mál- verk, myndband, innsetningu. Landið sem er heimsótt: frændeyja Nýja-Sjálands. TónliST Píanótónleikar HHHHH Verk eftir liszt, Ravel og Vincent van Gelder í flutningi hins síðast- nefnda. Myndlist: Natalie van Gelder Kaldalón í Hörpu laugardaginn 30. júní Hvað eiga hafmeyja, hengdur maður og illgjarn dvergur sameiginlegt? Jú, þau eru öll viðfangsefni franska tónskálds- ins Maurice Ravel í píanóverkinu Gaspard de la Nuit. Það er í þremur köflum sem eru innblásnir af ljóð- um Aloysiusar Bertrand. Hið fyrsta er um hafmeyju sem seiðir til sín dauðlega menn. Næst er dregin upp mynd af aftöku við rautt sólarlag. Þriðja ljóðið er um einhvers konar púka sem veldur gríðarlegum usla hjá saklausu mannfólkinu. Hollenski píanóleikarinn Vin- cent van Gelder lék þessa tónsmíð Ravels á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á laugardaginn. Túlkun hans var kraftmikil og gædd viðeigandi stemningu; söngur hafmeyjunnar var heillandi og munúðarfullur, senan við gálgann tregafull og púk- inn ógnandi. Tæknilega séð var leikurinn þó ekki alltaf ásættanlegur. Talsvert er um hröð tónahlaup og alls konar skraut sem krefst nákvæmni og hana vantaði stundum. Í tónleikaskránni stóð að Gelder hefði lent í slysi sem varð þess valdandi að hann missti næstum vísifingur vinstri handar. Vel heppnuð skurðaðgerð bjargaði honum og hann náði nánast fullum bata. Kannski var þetta ástæðan fyrir því að tæknileg hlið tónlistar- innar var ekki eins og best varð á kosið. Gelder virtist þó eiga í erfið- leikum með hægri höndina líka, en honum er vorkunn; Gaspard de la Nuit er eitt vandasamasta píanóverk tónbókmenntanna. Gelder lék einnig tvær tónsmíðar eftir Liszt, Liebestraum og Aufent- halt, en sú síðarnefnda er útsetning Liszts á söngljóði eftir Schubert. Túlkunin var skáldleg og þrungin innblæstri, helst mátti finna að leik hraðra nótnaruna í Liebestraum, sem var nokkuð loðinn. Forvitnilegasti hluti tónleikanna var samruni tónlistar og mynd- listar, en um hann snerist dagskráin eftir hlé. Þrettán ára dóttir píanó- leikarans, Natalie van Gelder, sýndi málverk eftir sig sem varpað var á tjald fyrir ofan sviðið. Faðirinn lék við þau frumsamda tónlist. Natalie er ákaflega hæfileikarík og efnileg, enda hefur hún þegar unnið til verð- launa. Málverkin hennar voru hvert öðru flottara. Forsaga málsins er sú að Gelder- fjölskyldan hefur komið til Íslands margoft, og þjóðsagnaheimur landsins, sérstaklega allt sem varðar landvættina, varð feðginunum inn- blástur. Natalie teiknaði inn í ljós- myndir af náttúru Íslands ýmiss konar furðuverur, og Vincent samdi við myndirnar rómantíska, tilþrifa- ríka tónlist í anda Liszts og samtíðar- manna hans. Þetta kom vel út á tón- leikunum. Tónlistin var stórbrotin og magnaði upp stemninguna í myndlistinni, og myndmálið setti píanóleikinn ætíð í rétt samhengi. Útkoman var óneitanlega skemmti- leg. Jónas Sen niðuRSTaða: Tæknilegar hliðar tón- listarflutningsins voru ófullkomnar, en túlkunin var sannfærandi. Samruni tónlistar og myndlistar eftir hlé var áhrifamikill. Risi, örn, dreki, naut og illgjarn dvergur Túlkun Vincents van Gelder á verki Ravels, Gaspard de la Nuit, var kraftmikil. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%A F S L ÁT T U R A L LT A Ð ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SUMAR M e n n i n G ∙ F R É T T a B l a ð i ð 19M i ð V i K u D a G u R 4 . j ú l í 2 0 1 8 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -E 8 1 8 2 0 5 0 -E 6 D C 2 0 5 0 -E 5 A 0 2 0 5 0 -E 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.