Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.08.2018, Qupperneq 16
Systkinin Victoria Elías-dóttir og Ólafur Elíasson opna þann 11. ágúst rými helgað matargerðarlist á Marshall Restaurant á Granda. Ólafur er með vinnustofu í Marshallhúsinu og veitingastaðurinn verður á jarð- hæðinni. Veitingastaðurinn verður opinn til 28. október og mun bjóða upp á hádegisverð og kvöldverð í anda eldhússins sem rekið er í stúdíói Ólafs í Berlín. Victoria, sem er lærð- ur kokkur, hefur frá 2017 einbeitt sér að þróun eldhússins í stúdíói bróður síns. „Ég var svo heppinn að fá hana til liðs við okkur. Við vorum að þróa eldhúsið og gera það betra og öflugra. Svo kom að því að okkur fannst við í stakk búin til að koma til Íslands og gera spennandi til- raunir hér,“ segir Ólafur. Victoria kom til landsins með aðstoðarfólk til að undirbúa opnunina. Sjálf mun hún vinna í eldhúsinu þann tíma sem veitingastaður systkinanna verður opinn. Faðir þeirra, Elías Hjörleifsson, var kokkur. „Hann lést fyrir fimm- tán árum,“ segir Ólafur. „Þegar ég var kominn hingað til lands fór ég í Marshallhúsið og við höfnina sá ég bátinn, Helgu Maríu, sem pabbi var kokkur á. Ég fór inn á vinnustofu mína til að sinna ýmsum hlutum en þegar ég kom út aftur var báturinn farinn. Það var eins og faðir minn hefði verið að heilsa upp á mig í stutta stund,“ segir Ólafur. Eldhús í stöðugri þróun Mikil umsvif eru í stúdíói Ólafs í Berlín, en þar vinna nú rúmlega hundrað manns, og eldhúsið þar hefur verið í stöðugri þróun. „Þegar við vorum einungis um tuttugu sem unnum á vinnustofunni fórum við að elda hvert fyrir annað í hádeg- inu og allt var það mjög afslappað. Smám saman fórum við að verða meðvitaðri um matinn,“ segir Ólaf- ur. „Það eru mismunandi deildir í stúdíóinu sem er á fjórum hæðum, framleiðsludeild, hugmyndasmiðja, arkitektadeild, rannsóknarstofa, logsuða, bókhald og margt fleira. Í eldhúsinu getur fólk úr öllum þess- um deildum talað saman og þarna hættum við að tala um hvernig við gerum hlutina og tölum um af hverju við gerum þá. Um leið finna starfsmennirnir að þeir eru hluti af stórri heild. Við bjóðum upp á grænmetismat í stúdíóinu, einstaka sinnum fisk. Kjöt og öll vinnslan í kringum það er slæm fyrir umhverfið og ég er að fæða hundrað manns á dag þann- ig að áhrifin yrðu allmikil værum við stöðugt að borða kjöt.“ Sjálfur segist Ólafur ekki vera algjör græn- metisæta. „Ætli ég sé ekki 75 pró- sent grænmetisæta, og 25 prósent kjötæta. Fiskur er mitt uppáhald.“ Eldhúsið í Berlín vinnur í sam- starfi við bóndabýli, rétt fyrir utan borgina, þar sem allt hráefni er líf- rænt ræktað. „Gæði hráefnisins og það hvernig komið er fram við umhverfið og jörðina er mikilvæg- ara en fjárhagslegi þátturinn. Það skiptir okkur máli hvernig hráefnin eru meðhöndluð, hvernig er komið fram við fólkið sem kemur með þau til okkar. Það skiptir líka máli hvernig komið er með hráefnið, er komið með það á hjóli eða er það flutt með bíl. Það er ekki alltaf hægt að koma með það á hjóli, en ef það er hægt að velja þá kjósum við það heldur því það er umhverfisvænna. Við erum alltaf með það í huga að Hið fullkomna tækifæri Ólafur og Victoria mætt til leiks í Marshallhúsinu þar sem þau gera spennandi tilraunir og skapa sérstakt matarumhverfi sem mun örugglega vekja athygli. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsmenn í stúdíói Ólafs í berlín gæða sér á ljúffengum hádegisverði. Mynd/María dEl Pilar garcía ayEnSa Systkinin Victoria Elíasdóttir og Ólafur Elíasson gera spenn- andi tilraunir á Marshall Restaurant. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Gæði hrá- efnisins oG það hvern- iG komið er fram við umhverfið oG jörðina er mikil- væGara en fjárhaGs- leGi þáttur- inn. Ólafur Elíasson 4 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R16 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -2 C 8 0 2 0 8 8 -2 B 4 4 2 0 8 8 -2 A 0 8 2 0 8 8 -2 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.