Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 3

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 3
Inngangur. í fyrsta hluta skýrslu um þjóðhagsáætlun, sem lögð var fyrir Alþingi hinn 11. október síðastliðinn1, gerði Þjóðhagsstofnun nokkra grein fyrir ástandi og horfum í efnahagsmálum. Frá því sú greinargerð var samin hafa komið fram ítarlegri upplýsingar um ýmsar mikilvægar hagstærðir á fyrstu þremur f jórðungum þessa árs. Þessar upplýsingar leiða fátt óvænt í ljós og staðfesta í aðalatriðum þær áætlanir um helztu þjóðhagsstærðir ársins 1979, sem fram voru settar í skýrslunni um þjóðhagsáætlun. í þessari skýrslu er leitazt við í ljósi nýjustu hagtalna að gera nánari grein fyrir framvindunni 1979 með gleggri samanburði við fyrri ár en kostur var í þjóð- hagsáætlun. Þessi samanburður kemur víða fram í textanum og ennfremur er allmikið talnaefni yfir hagþróun síðustu ára sett fram í sérstökum töflukafla í lok skýrslunnar. Efnahagshorfur í nánustu framtíð virðast um þessar mundir venju fremur óráðnar. Efnahagsástand í umheiminum er nú einkar ótryggt og framvinda efna- hagsmála á innlendum vettvangi afar óviss, enda eru kosningar til Alþingis og stjómarmyndun og almennir kjarasamningar á næsta leiti. Af þessum sökum hefur þeim óvissu og óþekktu atriðum, sem áhrif hafa á gang efnahagsmála á næsta ári, fjölgað á síðustu vikum. Skýrsla þessi dregur óumflýjanlega dám af þessu, að því er umfjöllun um horfumar varðar. Á árinu 1979 hefur efnahagsframvinda í flestum ríkjum heims breytzt til hins verra. Áætlanir alþjóðastofnana benda til, að þjóðarframleiðsla iðnríkjanna auk- ist um minna en 3% á árinu, samanborið við um það bil 4% aukningu síðustu tvö árin, og víða gætir svartsýni um horfur fyrir næsta ár. Verðbólga og atvinnuleysi færist samhliða í vöxt í mörgum ríkjum, og gætir þar í senn áhrifa hinnar stórfelldu hækkunar olíuverðs á árinu og minnkandi hagvaxtar í Bandaríkjunum, sem jafnvel er tahð, að geti snúizt í alvarlegan afturkipp. Olíuverðshækkunin er nú þeim mun erfiðari viðfangs, að hún bætist ofan á verðbólgu- og atvinnu- leysisvanda, sem ærinn var fyrir. íslenzki þjóðarbúskapurinn hefur orðið fyrir barðinu á öfugþróun efnahags- mála í heiminum á árinu 1979 á þann hátt fyrst og fremst, að olíuverðshækkunin kemur hér harðar niður en víðast hvar annars staðar. Talið er að þjóð- arframleiðslan muni aukast um 2V2% að raungildi á árinu 1979, en vegna versn- andi viðskiptakjara af völdum olíuverðshækkunar munu þjóðartekjur hins vegar minnka um tæplega 1%. Þrátt fyrir viðskiptakjararýrnun er búizt við jafnvægi í 1) 1979 (101. löggjafarþing), Sþ. 2. Skýrsla um þjóðhagsáætlun fyrir árið 1980, bls. 3—20.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.