Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 6

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 6
6 verður ekki nema að nokkru leyti unnt að mæta með aukinni sókn í aðra botn- fiska, enda hefur sá afli þegar aukizt verulega á þessu ári. Eins og nú horfir gæti loðnuafli á næsta ári einnig orðið minni en í ár. Af þessu leiðir, að gera verður ráð fyrir, að framleiðsluaukning í ár umfram upphaflega spá gangi til baka á næsta ári og framleiðsla sjávarafurða minnki um 4—5% á árinu 1980. Álframleiðslan í ár verður líklega heldur minni en í fyrra, þar sem vatnsskortur hefur valdið því, að Landsvirkjun hefur orðið að draga úr raforkusölu til stóriðju síðustu vikumar. Á næsta ári lýkur stækkun verksmiðjunnar og eykst þá fram- leiðslan líklega um 7%, ef hún getur starfað með fullum afköstum allt árið. Útflutningur ullar- og skinnavöm hefur aukizt talsvert á þessu ári og búast má við frekari aukningu á næsta ári. Útflutningur á jámblendi er hafinn og verður hann líklega rúmlega 1 % af heildarútflutningi á þessu ári. Síðari áfanga jámblendi- verksmiðjunnar á að ljúka haustið 1980 og framleiðslan gæti þá tvöfaldazt á næsta ári og framleiðsluaukningin jafngilt nær 2% aukningu heildarframleiðslu til út- flutnings. Hér veltur þó á miklu, að nægilegt rafmagn fáist til framleiðslunnar. Séu framangreindar spár um framleiðslu í einstökum útflutningsgreinum dregnar saman, verður niðurstaðan sú, að útflutningsframleiðslan vaxi um 8 % í ár og verði síðan óbreytt á næsta ári, þrátt fyrir minni fiskafla. Markaður fyrir afurðir hefur verið góður og ekki útlit fyrir, að birgðir útflutn- ingsvöm verði meiri í árslok en um síðustu áramót. Vaxandi óvissa ríkir hins vegar um efnahagsframvindu í heiminum á næsta ári, eins og áður er að vikið og þar með um þróun utanríkisviðskipta. í þessu sambandi má geta þess, að fiskveiðar fara nú vaxandi á ný við austurströnd Norður-Ameríku með 200 mílna efnahagslögsögu á þeim slóðum. Þaðan gæti komið aukið framboð á fiski á Bandaríkjamarkað á næstu ámm. í þessu sambandi er þess þó að geta, að fiskneyzla hefur aukizt nokkuð vestanhafs og gæti það vegið á móti auknu framboði. Sjávarafurðafram- leiðsla í Vestur-Evrópu hefur aftur á móti dregizt saman og þar gæti því orðið um vaxandi markað að ræða fyrir íslenzkar sjávarafurðir. Viðskiptakjör. Viðskiptakjör þjóðarinnar gagnvart útlöndum ( þ. e. hlutfallið milli útflutnings- verðs og innflutningsverðs) bötnuðu um samtals 21 % á ámnum 1976 og 1977, en vom þó enn um 6% lakari en þau urðu bezt á þessum áratug, 1973. í fyrra héldust viðskiptakjörin óbreytt að meðaltali frá árinu 1977 en fóm versnandi er leið á árið. í byrjun þessa árs bötnuðu þau nokkuð vegna verðhækkunar á frystiafurðum á Bandaríkjamarkaði, en hafa síðan rýrnað að mun vegna hinnar miklu hækkunar á olíuverði. Á fyrstu þremur ársfjórðungunum vom viðskiptakjörin 8—9% lakari en að meðaltah á árinu 1978, og var það eingöngu vegna olíuverðshækkunarinn- ar, þar sem verð á öðmm inntlutningi hækkaði líkt og útflutningsverð. Á fjórða ársfjórðungi er ekki að búast við mikilli breytingu á viðskiptakjömm frá því sem var á þriðja ársfjórðungi og er útlit fyrir, að viðskiptakjörin verði að jafnaði 11 % lakari í ár en þau vom í fyrra. Undir lok ársins gætu þau verið 3—4% lakari en að

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.