Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 8

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 8
8 óvissa ríkir um árangur orkuspamaðaraðgerða stjómvalda í iðnríkjum. Skjót- virkur árangur þeirra aðgerða er eitt skilyrði þess, að jafnvægi komist aftur á milli framboðs og eftirspumar á olíu. Framboð á olíu á heimsmarkaði á næsta ári er þó enn meiri óvissu háð, og ræður stjómmálaþróun í Miðausturlöndum þar miklu eins og kunnugt er. Þegar til lengdar lætur ræðst markaðsskráning í Rotterdam aðallega af heildarframboði og eftirspum olíu í heiminum, en verð á þeim mark- aði getur hækkað miklu meira en rekja má til verðhækkunar á hráolíu frá OPEC- ríkjum og sveiflazt mikið eins og reynslan í ár sýnir. Ýmsir erlendir aðilar spá, að verð á Rotterdammarkaði hækki enn í byrjun næsta árs, og búast megi við áframhaldandi sveiflum á því ári. Allir slíkir spádómar hljóta þó að vera að miklu leyti getgátur. Að svo stöddu er því vart um annað að ræða en að miða við núverandi olíuverð, enda óvíst hvemig olíuviðskiptum íslendinga verður háttað á næsta ári. Á þessum forsendum verða viðskiptakjör á næsta ári óbreytt frá því sem ætla má að þau verði á síðasta fjórðungi þessa árs, en í því felst, að á árinu 1980 verði þau að jafnaði um 3—4% rýrari en á þessu ári. Er þá gert ráð fyrir 7% hækkun útflutningsverðs en 10—11 % hækkun innflutningsverðs. Hækkunin gæti þó orðið meiri á báðar hhðar. Verðlag. í þjóðhagsspá í desember 1978 var rakið dæmi um verðlagsþróun á árinu 1979 og var dæmið meðal annars reist á ákveðnum forsendum um launabreytingar í samræmi við efni athugasemda við fmmvarp til laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu.J) Mikilvægar forsendur dæmisins vom einnig þær, a) að viðskiptakjör breyttust ekki á árinu 1979, b) að ríkisfjármál yrðu í þeim skorðum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafmmvarpi, og c) að peningamagn og útlán ykjust ekki örar en verðlag átti að hækka samkvæmt spánni. Á þessum forsendum var niðurstaða dæmisins sú, að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 30% frá upphafi til loka árs samanborið við 38% hækkun 1978 og 35% hækkun 1977. Um það leyti sem lög um stjóm efnahagsmála o. fl. nr. 13/1979 vom afgreidd frá Alþingi í apríl, var áætlað, að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 35—40% á árinu. Áhrifa olíuverðshækkunarinnar var þá þegar farið að gæta auk þess sem ákvæði laganna um launamál vom rýmri en miðað hafði verið við í desemberspánni. í apríláætluninni vom forsendur meðal annars þær, a) að olíu- verð hækkaði ekki frekar en orðið var, b) að ekki yrðu gmnnkaupshækkanir á árinu og ekki sízt, c) að þróun peningamála og ríkisfjármála yrði með þeim hætti, sem að var stefnt í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjómarinnar og fjárlög- um. Síðustu áætlanir benda hins vegar til, að framfærsluvísitalan hækki um 53—55% frá upphafi til loka ársins. Margar ástæður valda því, að verð- 1) Sbr. þingskjal 117, 106. mál á 100. löggjafarþingi, 1978—1979.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.