Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Qupperneq 14

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Qupperneq 14
14 festingar- og lánsfjáráætlunar þeirrar ríkisstjómar, sem mynduð verður að af- loknum kosningum. íbúðabyggingar hafa verið miklar undanfarin ár. Þær jukust um 5 xh% árið 1977 og héldust á svipuðu stigi á árinu 1978. Á þessu ári virðist nokkuð hafa dregið úr íbúðabyggingum og byrjunum hefur fækkað, meðal annars vegna skorts á lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Er reiknað með 3 % samdrætti í íbúðabyggingum á þessu ári og líklegt er, að um nokkurn samdrátt verði að ræða á næsta ári. Fjárfesting atvinnuveganna hefur verið sveiflukennd allan þennan áratug. Hún náði hámarki árið 1974 en minnkaði um rúmlega þriðjung samanlagt á næstu tveimur ámm. Árið 1977 varð mikil aukning á ný, en í fyrra og á þessu ári hefur fjárfesting atvinnuveganna dregizt nokkuð saman. Þó er hún á þessu ári nálægt því, sem hún hefur verið að meðaltali þennan áratug. Á næsta ári lýkur stækkun álverksmiðjunnar og auk þeirra framkvæmda verður unnið við uppsetningu hreinsibúnaðar, en í heild verða framkvæmdir álverksmiðju töluvert minni á næsta ári en í ár. Byggingu jámblendiverksmiðju lýkur að mestu á árinu-1980 og em fjárfestingarútgjöld jámblendifélagsins áætluð heldur minni en á þessu ári. Innflutningur flugvéla verður óvenju mikill á næsta ári vegna umsaminna þotu- kaupa Flugleiða, en á móti því kemur ef til vill að nokkm leyti sala á einhver jum af eldri vélum fyrirtækisins. Um aðrar framkvæmdir í atvinnuvegum er enn margt óljóst, meðal annars vegna þess, að ákvarðanir um útlán fjárfestingarlánasjóða bíða lánsfjáráætlunar. Þó er líklegt, að fjárfesting í landbúnaði og fisk\eiðum dragist saman á næsta ári og einnig í verzlunar- og skrifstofubyggingum. Fram- kvæmdir í fiskvinnslu og iðnaði öðmm en áh og jámblendi gætu hins vegar orðið svipaðar á næsta ári og í ár. Séu þessar áætlanir og vísbendingar dregnar saman, er frekar útht fyrir lítilsháttar samdrátt en aukningu í fjárfestingu atvinnuveganna á næsta ári. Um þetta verður þó ekkert fullyrt fyrr en fjárfestingar- og lánsfjáráætl- un fyrir árið 1980 liggur fyrir. Þrátt fyrir líklegan samdrátt í framkvæmdum atvinnuvega og íbúðarbyggingum er útht fyrir 3—4% aukningu heildarfjárfestingar á næsta ári vegna hinnar miklu aukningar opinberra framkvæmda. Hér verður þó að gera þá fyrirvara, sem áður vom nefndir, þ. e. að ákvarðanir um veigamikla þætti fjármunamyndunar liggja ekki fyrir. Með þessari aukningu yrði hlutfall fjármunamyndunar af þjóð- arframleiðslu nokkm hærra en það verður á þessu ári. Sé tekið dæmi af 3—4% aukningu fjármunamyndunar, felur það í sér nær 1% aukningu þjóðarútgjalda að óbreyttri einkaneyzlu og samneyzlu. Aukning þjóð- arútgjalda umfram þetta mark hefði í för með sér viðskiptahalla miðað við þær forsendur um útflutningsframleiðslu og viðskiptakjör, sem lýst var hér að framan. Það er því ljóst, að þjóðarútgjöldum, hvort sem er til neyzlu eða fjárfestingar, em settar þröngar skorður á næsta ári, ef koma á í veg fyrir halla í utanríkisviðskipt- um. Hér verður tekið dæmi af 1 % aukningu þjóðarútgjalda en ekki sett fram bein spá um neyzlu og fjárfestingu, þar sem veigamiklar forsendur em enn óráðnar. í

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.