Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 20

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 20
20 Framleiðsla og hagur atvinnuvega Sjávarútvegur Eins og áður hefur verið getið eru nú horfur á, að sjávarvöruframleiðslan aukist um 8% á þessu ári. Verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar f. o. b. verður að líkindum um 202 milljarðar króna, en það er 71 milljarði, eða 54%, meira en á árinu 1978. Þessi verðmætisaukning er einkum af þrennum toga spunnin, þ. e. 8% aukningu framleiðslunnar, 9—10% hækkun útflutningsverðs í dollurum og 30% hækkun á verði dollars í krónum. Þessi aukning framleiðslunnar á árinu 1979 kemur í kjölfar 6% aukningar á árinu 1978 og rúmlega 20% aukningar á árinu 1977. Á árinu 1977 var aukningin borin uppi af loðnuafla, sem jókst úr 459 þúsund tonnum í 813 þúsund tonn, og jafnframt jókst þorskafli úr 284 þúsund tonnum í 330 þúsund tonn. Á árinu 1978 mátti að meginhluta rekja aukningu framleiðslunnar til aukins loðnuafla, en afli þorsks minnkaði hins vegar um 10 þúsund tonn. Á árinu 1979 eru horfur á því, að þorskafli aukist og verði 320—330 þúsund tonn, en auk þess eykst botnfiskafli talsvert. Loðnuafli mun að líkindum minnka nokkuð, en á móti því vegur, að mun meira var fryst af loðnu á vetrarvertíðinni 1979 en mörg undanfarin ár. Magnvísitala sjávarafurðaframleiðslu 1970—1979. 1970 = 100. 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Spá 1979 100 94.2 88.7 97.8 99.9 99.8 111.3 134.8 142.5 153.9 Hagur sjávarútvegsgreina hefur verið ærið misjafn á þessu ári. Þannig verður hagur útgerðarfyrirtækja að teljast þolanlegur um þessar mundir, þótt miklir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útgerðinni, eftir að hækkandi olíuverðs fór að gæta í byrjun þessa árs. Við þeim vanda var snúizt með upptöku olíugjalds utan hlutaskipta og síðar með hækkun olíugjalds og upptöku verðuppbóta á ufsa og karfa. Þessar aðgerðir og mikill sjávarafli hafa haldið útgerðinni gangandi og stöðu afkastamesta hluta flotans — skuttogara — vel viðunandi. Auk þess má nefna, að breytingar á vélum úr gasolíubrennslu yfir í svartolíubrennslu hafa dregið mjög úr rekstrarkostnaði margra útgerðarfyrirtækja. Rekstur skuttogara- flotans hefur í heild verið hallalaus og hagur togarútgerðar hefur ekki verið betri um nokkurt árabil. Bátaflotinn á hins vegar enn í erfiðleikum eins og undanfarin ár, ef undan eru skildir loðnubátamir. Afkoma frystihúsanna var orðin afar erfið á miðju ári 1978, en batnaði síðan eftir gengislækkunina í september. Markaðsverð frystiafurða hækkaði um ára- mótin og aftur í maímánuði síðastliðnum og framleiðsluaukning var mjög mikil framan af árinu, meðal annars vegna mikillar loðnufrystingar. Afkoma frystihús-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.