Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 21

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 21
21 anna batnaði því á fyrri hluta ársins. Miklar kostnaðarhækkanir frá því um mitt ár, bæði hækkun hráefniskostnaðar til þess að mæta rekstrarvanda útgerðarinnar vegna olíuverðshækkunar og innlendar kostnaðarhækkanir, hafa hins vegar rýrt hag frystingar á síðari hluta ársins. Þannig er áætlað, að staða frystiiðnaðarins sé um þessar mundir heldur lakari en á sama tíma í fyrra. Verðhækkunin í ársbyrjun hafði í för með sér nokkrar inngreiðslur í frystideild Verðjöfnunarsjóðs, en lengst af hefur þó hvorki verið um greiðslur í eða úr frystideild sjóðsins að ræða á þessu ári. Hagur söltunar og herzlu var bágur á síðastliðnu ári, en herzlan hefur rétt úr kútnum í ár, bæði vegna framleiðsluaukningar og batnandi markaðsskilyrða. Hagur söltunar er þó enn þröngur vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar í saman- burði við aðrar greinar sjávarútvegs. Hins vegar hefur markaðsverð farið hækk- andi á þessu ári og söluhorfur vænkazt. Vegna hinnar óhagstæðu verðlagsþróunar hefur saltfiskverkunin notið verulegra greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði að undan- fömu og hefur það bætt stöðuna verulega. Afkoma fiskmjölsfyrirtækja hefur verið fremur knöpp og lakari en á ámnum 1977 og 1978. Markaðsverð lækkaði á fyrsta fjórðungi ársins, en hefur heldur farið hækkandi að undanfömu. Þegar litið er á sjávarútveginn í heild, virðist afkoma hans á árinu 1979 verða svipuð og á árinu 1978 á mælikvarða vergs hagnaðar og líklega heldur betri en á árinu 1977. Heildartekjur sjómanna á árinu 1977 jukust talsvert meira en heildartekjur annarra stétta, eða um rösklega 50% samanborið við um 46% meðalaukningu hjá öðmm stéttum, t. d. verkamönnum og iðnaðarmönnum. Ef eingöngu er horft á atvinnutekjur verður munurinn í reynd enn meiri, þar sem tekjuaukning sjó- manna 1977 var svipuð heildartekjuaukningunni, eða 50%, en atvinnutekjur, t. d. verkamanna og iðnaðarmanna, hækkuðu um 41—42%. Á árinu 1978 snerist dæmið hins vegar að nokkm við, þar sem tekjur jukust meira hjá öðmm stéttum en sjómönnum. Þannig hækkuðu atvinnutekjur sjómanna um rösklega 50%, en það var raunar ekki langt undir tekjuaukningu iðnaðarmanna, sem nam 52%, en tekjur verkamanna hækkuðu hins vegar um a. m. k. 55%. Þegar horft er yfir lengra tímabil, t. d. allt aftur til ársins 1970, kemur í ljós, að á árinu 1978 vom tekjur sjómanna hærri í hlutfalli við tekjur verkamanna og iðnaðarmanna en að meðaltali á þessum áratug. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki ótvíræður, þar sem miklar sveiflur geta leynzt milli einstakra ára, og mikill munur getur verið milli sjómanna í hinum einstöku veiðigreinum. Á árinu 1979 má ætla, að tekjur sjómanna hafi að meðaltah hækkað meira en tekjur flestra launþegahópa, en það er þó misjafnt eftir því um hvaða veiðar er að ræða. Landbúnaður. Harðindi og ótíð hafa valdið bændum í nokkmm hémðum búsifjum á þessu ári. Allt bendir til, að framleiðslan í heild dragist saman á árinu. Magn innveginnar mjólkur hjá mjólkursamlögunum jókst að vísu fyrstu mánuði ársins, en tímabilið janúar—ágúst var mjólkurframleiðslan orðin 2,4% minni en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla sauðfjárafurða mun óefað dragast sama á þessu ári, einkum vegna

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.