Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 28

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Page 28
28 aðhalds en þenslu í þjóðarbúskapnum og ætti þannig þátt í því að drægi úr hraða verðbólgu. Þróun peningamála það sem af er þessu ári hefur á hinn bóginn einkennzt af miklu framboði peninga og hafa innlán aukizt afar mikið. Margir samverkandi þættir hafa valdið þessu. í fyrsta lagi hefur útflutningur verið afar mikill. Samkvæmt bráðabirgðatölum var viðskiptajöfnuðurinn við útlönd að meðtöldum framlögum án endurgjalds óhagstæður um 1,6 milljarða króna á fyrri helmingi ársins en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 10,7 milljarða reiknað á sama gengi. Vegna erlendra lána hefur innstreymi gjaldeyris þó verið mun meira en útstreymi og á fyrri helmingi ársins batnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 7,1 milljarð króna — mælt á gengi í júnílok. Gjaldeyrisstaðan batnaði síðan enn í júlí og ágúst en versnaði svo að mun í september vegna mjög óhagstæðs vöruskiptajafnaðar. í lok september var gjaldeyrisstaða bankanna röskir 30 milljarðar króna og var 5,8 milljörðum betri en í ársbyrjun (reiknað á föstu gengi). Rekstrarhalh ríkissjóðs framan af ári hefur og átt drjúgan þátt í peningaþenslunni. Að hluta hefur halhnn verið fjármagnaður með lántöku utan Seðlabanka og með sölu ríkissjóðsvíxla, en miklum hluta hans hefur hins vegar verið mætt með auknum yfirdrætti í Seðlabankanum. Hallinn á ríkissjóði hefur því virkað gegn þeirri stefnu, sem mörkuð var í fjárlögum og lánsfjáráætlun. Bati gjaldeyrisstöðunnar og halli ríkissjóðs hafa valdið miklu útstreymi fjár úr Seðlabankanum og af þessum sökum svo og vegna aukinnar verðtryggingar á árinu hafa innlán aukizt mikið. Tímabihð frá lokum september í fyrra til jafn- lengdar á þessu ári hafa heildarinnlán innlánsstofnana að meðtöldum áætluðum áföllnum vöxtum aukizt um 59% samanborið við 47% aukningu tólf mánuðina á undan. Þessa undangengna tólf mánuði hafa veltiinnlán aukizt um 47%, almenn spariinnlán um 56%, en bundið sparifé hefur aukizt um 71%. Ýmsum ráðstöfunum hefur verið beitt til að draga úr peningaþenslu á þessu ári og jafna framboð og eftirspurn eftir peningum. Má þar helzt nefna fyrstu áfanga verðtryggingar í júní og september, hækkun innlánsbindingar úr 25% í 27% í apríl og í 28 % í júní, auk þess sem í júní og júlí var innheimt sérstök aukabinding, sem nam 1 % af heildarinnlánum innlánsstofnana. Loks var endurkaupahlutfall afurðalánavíxla lækkað í ársbyrjun. Síðasttalda aðgerðin hefur raunar átt þátt í því að halda mjög aftur af útstreymi vegna endurkaupa, en þar hefur þess jafnframt gætt, að útflutningur hefur verið afar mikill og því mikið um endur- greiðslur þessara lána. Fyrstu níu mánuði ársins jukust heildarendurkaup (að meðtöldum endurkeyptum lánum til olíufélaganna) um 20% en þau jukust um 28% á sama tíma í fyrra. Ráðstafanir í peningamálum á grundvelli efnahagsmála nr. 13/1979 hafa ekki dugað einar sér til þess að halda aftur af peningaþenslu í þeirri verðbólguþróun, sem ríkt hefur á árinu. Eftirfarandi tafla sýnir mat hagfræðideildar Seðlabanka íslands á vegnum meðalvöxtum bankainnlána og bankaútlána árin 1974—1978 ásamt áætlun fyrir árið 1979.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.