Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Qupperneq 30

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Qupperneq 30
30 allt verði útlánaaukningin minni en hún er þegar orðin, og þótt hér sé um mikla aukningu að ræða bendir allt til að útlán aukist töluvert hægar en innlán á árinu. Nú er gert ráð fyrir að almennt verðlag innanlands hækki um nálægt 50% frá upphafi til loka árs. Með hliðsjón af breyttum verðlagsforsendum hafa útlána- markmið nú verið endurskoðuð og er að því stefnt, að almenn útlán aukist ekki meira en 42% á þessu ári. Peningamagn í umferð (Ml) hefur aukizt afar mikið á þessu ári og ársaukn- ingin (þ. e. sú aukning sem fram er komin í lok hvers mánaðar á þessu ári frá sama tíma árið áður) yfirleitt verið um og yfir 50%, mest 62% í lok ágúst en minnst um 46% í lok september. Á árinu 1978 var ársaukning peningamagns um 40% á fyrsta fjórðungi ársins en yfirleitt um 20% á öðrum og þriðja ársfjórðungi. Peningamagn og sparifé (M3) hefur aukizt enn örar og var ársaukningin í lok tveggja fyrstu mánaða ársins 50% en hefur síðan verið á bihnu 55—60%. Þessar tölur má bera saman við 41—42% aukningu á fyrsta ársfjórðungi 1978 en 36—37% aukningu á öðrum og þriðja ársfjórðungi. í lánsfjáráætlun og í lögum um stjórn efnahagsmála o. fl. er ákveðið að stefnt skuli að 25% -aukningu peningamagns í umferð (Ml) á þessu ári. Markmið um aukningu peningamagns og sparifjár (M3) var í lánsfjáráætlun sett 32% samanborið við forsendu áætlun- arinnar um 30% hækkun verðlags yfir árið, en þetta svaraði til þess, að peninga- magn og sparifé ykist heldur hægar en næmi aukningu þjóðarframleiðslunnar í krónum. Samkvæmt áætlunum Seðlabankans, sem m. a. eru reistar á ofangreindu útlánamarkmiði, er nú reiknað með, að peningamagn og sparifé (M3) aukist um 55% áþessu ári en peningamagn í umferð (Ml) aukist hægar eða um 40—50%. Útlán fjárfestingarlánasjóða hafa aukizt mun hægar í ár en í fyrra. Samkvæmt heildargreiðsluyfírhti fjárfestingarlánasjóða fyrstu átta mánuði ársins, sem Seðlabanki íslands birtir, hafa ný útlán fjárfestingarlánasjóða þetta tímabil orðið um 35% meiri en á sama tíma í fyrra en þá nam aukningin hins vegar 64%. Ráðstöfunarfé sjóðanna hefur á hinn bóginn aukizt mun örar en í fyrra eða um 52% samanborið við 32% aukningu fyrstu átta mánuði ársins 1978. Innstæður sjóðanna hafa því aukizt verulega og staðan við Seðlabankann batnað og má því ætla, að útlán þeirra fari ef til vill vaxandi undir lok ársins. Ein helzta skýring á mikilli aukningu ráðstöfunarfjár það sem af er þessu ári er sú, að greiðslur afborgana og vaxta af veittum lánum hafa vaxið hraðar en samsvarandi greiðslur vegna tekinna lána. Þannig hefur eigið framlag, nettó, nær þrefaldazt frá fyrra ári. Þá hafa lántökur aukizt töluvert, en þar vegur þyngst tvöföldun lána frá lífeyris- sjóðum. Á hinn bóginn hafa bein framlög af skatttekjum og úr ríkissjóði aukizt fremur hægt. Ætla má, að þær breytingar, sem orðið hafa á útlánakjörum fjárfestingar- lánasjóða, skýri að mestu verulega aukningu á eigin ráðstöfunarfé sjóðanna á þessu ári, og er hér um mjög jákvæða þróun að ræða. Útlánakjörum sjóðanna hefur verið breytt smám saman undanfarin ár, einkum á þann hátt, að ný lán hafa verið veitt með verðtryggingu eða gengistryggingu. Umfang þessara breytinga

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.