Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
2000
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
14.900,- m. vsk.
Lausasala
1490,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2018/104 119
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til liðs við sig til að velja og skrifa um kápumyndir á 104.
árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli
afmælisgreina hvers tölublaðs.
Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins.
ÞÆR
Þær láta sér ekki allt fyrir
brjósti brenna og eru ekki
síður fimar í sigi úr þyrlunni
en karllæknarnir, skrifaði Elín
Albertsdóttir blaðamaður
DV árið 1991. Þar er verið
að lýsa framgöngu Ölmu D.
Möller og Helgu Magnús-
dóttur lækna í þyrlusveit
Landhelgisgæsl unnar. Blaðamaður er hrifinn enda ljóst
að þær stöllur höfðu tekið sér stöðu sem jafningar karla
á sviði mannlífsins sem er sveipað ljóma karlmennsku og
hetjuskapar. Alma Möller steig fyrst kvenna inn á þetta
svið. Hún hefur í viðtali við Læknablaðið sagt frá því að
starfsmenn Gæslunnar hafi lagst gegn því að kona myndi
bætast í þeirra hóp. Sem rök voru nefndir praktískir hluti
sem tengdust fataskiptum og takmarkaðri klósettaðst-
öðu í þyrlunum. Einnig voru líkamlegir burðir kvenna ekki
taldir vera nægir enda reyndi á kraftana í þessu starfi. Til
dæmis við sig úr þyrlu og þegar læknar þurftu að bera
sjúklinga. „Ég brást við því með að þjálfa vel í ræktinni og
ekkert af þessu varð nokkru sinni vanda mál,” segir Alma
í viðtalinu.
Enginn efaðist um læknisfræðilega
hæfni kvennanna. Sú umræða er
líklegri til að hafa heyrst þegar konur
fóru að hasla sér völl sem læknar á
Íslandi. Kristín Ólafsdóttir útskrifaðist
sem læknir frá Háskóla Íslands árið
1917 fyrst kvenna. Það þurfti kjark,
þor og getu til þess að breyta hug-
myndum samfélagsins um hlutverk
kvenna. Slíkar breytingar gátu oft
tekið töluverðan tíma. Þannig liðu 80
ár frá því að Katrín Thoroddsen bar-
nalæknir mætti fyrst kvenna á aðalfund LÍ árið 1927 þar
til Birna Jónsdóttir röntgenlæknir var fyrst kvenna valin
formaður félagsins. Vígin falla eitt af öðru. Þróun undan-
farinna ára hefur verið ör. Í dag er þriðjungur lækna konur
og hlutfall þeirra mun aukast enda stunda fleiri konur en
karlar nám við læknadeild.
Myndin af Ölmu Möller lækni í þyrlusveit Landhelgi-
sgæslunnar er tekin af Gunnari V. Andréssyni ljósmynd-
ara 20. september 1991 við sigæfingu í hlíðum Helgafells
sunnan Hafnarfjarðar.
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
* gáttatif án lokusjúkdóms.
Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non-
valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto.
L.
IS
.M
K
T.
01
.2
01
8.
01
56
Ja
nú
ar
2
01
8
XARD0112 – Bilbo
▼
Staðfest virkni og
öryggi hjá sjúklingum
með gáttatif* og
marga fylgisjúkdóma1
Virkni og öryggi Xarelto til varnar
heilablóðfalli voru sannreynd í
þýði þar sem 87 % sjúklinga voru
með CHADS2-skor milli 3 og 6.1
Vörn gegn heilablóðfalli
með einni töflu á dag2
Myndin á
kápu janúar-
blaðsins
Gísli Víkingsson sérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun hafði samband við
blaðið með þá ábendingu að stórhvelið
á kápu janúarblaðsins væri steypireyð-
ur en ekki hnúfubakur. Blaðið vill
endilega koma þessari 100 ára gömlu
leiðréttingu á framfæri en sam-
tímaheimildir segja hnúfubakur. Gísli
segir það algengt í eldri heimildum að ruglað sé
saman hvalategundum, hvalir nokkuð sjaldséðir
og dagar Google ekki runnir upp.
Gísli sendi okkur nokkur orð til glöggvunar á
steypireyði sem er engin smásmíði:
„Steypireyður (Balaenoptera musculus) er
stærsta dýr jarðar og getur náð allt að 33 metra
lengd, 190 tonna þyngd og 90-100 ára aldri. Hún
er útbreidd í öllum heimshöfum en sjaldgæf víð-
ast hvar vegna ofveiða á seinni hluta 19. aldar og
fram eftir 20. öld. Hér við land voru veiddar um
6500 steypireyðar frá norsku landstöðvunum á
Vestfjörðum og Austfjörðum 1883-1915 og gengu
þær veiðar nærri stofninum. Tegundin hefur ver-
ið alfriðuð frá 1960 og er stofnstærðin við Ísland
nú talin vera um 1000 dýr. Tegundin hefur því
engan veginn náð sér eins vel á strik eftir ofveið-
ar aldamótanna 1900 og náfrænka hennar lang-
reyðurin sem telur um 40.000 dýr.
Steypireyður er eins og aðrar reyðarhvala-
tegundir með frekar smá bægsli (framlimi),
sérstaklega í samanburði við hnúfubak sem
einkennist af mjög löngum bægslum. Þá er of-
anverður haus steypireyðar blágrár, sléttur og
breiður með kjöl fyrir miðju en haus hnúfubaks
er dekkri, hnubbóttur og oft ásetinn hrúðurkörl-
um. Þar fyrir utan er svo stærðin sem sést svo
sem ekki vel á myndinni en kemur fram í texta.
Hnúfubakurinn verður mest um 17 m langur.“