Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 7
Öðlastu nýtt viðhorf Inflectra er fyrsta mAb samheitalíftæknilyfið. Lyfið var þróað til að hafa sambærilega virkni og öryggi og frumlyf infliximab til að auka meðferðarval sjúklinga með gigtar-, meltingar- og húðsjúkdóma.1. Heimildir: 1. INFLECTRA™. European Public Assessment Report (EPAR). June 2013. Available at: http://www.ema.europa.eu/docs/en_GB/document_library/ EPAR_-_Public_assessment_report/human/002778/WC500151490.pdf http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_ Information/human/002778/WC500151489.pdf Fyrsta samheitalíftæknilyfið sem er einstofna mótefni (mAb) og notað í gigtar-, meltingar- og húðsjúkdómum. LÆKNAblaðið 2018/104 123 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Non-Therapeutic Male Circumcision: Primum Non Nocere Jórunn Viðar Valgarðsdóttir Family physician, HSU Selfoss, the Health Institute of South Iceland Hannes Sigurjónsson Department of Plastic and Reconstructive Surgery, Karolinska University Hospital, Stockholm, Sweden. Department of Medicine, Karolinska Institute, Stockholm, Sweden doi.org/10.17992/lbl.2018.03.174 Jórunn Viðar Valgarðsdóttir heimilislæknir, HSU Selfossi jorunn_v@hotmail.com Hannes Sigurjónsson lýtalæknir, Karolinska háskólasjúkrahúsinu, Stokkhólmi hannes.sigurjonsson@karolinska.se Umskurður drengja felur í sér brottnám á heilbrigðum vef og hættu á ýmsum fylgikvillum. Aðgerðin er í flestum tilfellum gerð af trúarlegum og/eða menningarlegum ástæðum á nýfæddum eða ungum drengjum en er sjaldnar beitt í læknisfræðilegum tilgangi. Rannsóknir á jákvæðum áhrifum umskurðar og leiðbeiningum sem styðja umskurð hafa verið gagnrýndar fyrir aðferðafræðilega galla og menningarlega hlutdrægni (cultural bias).1 Kerfisbundin yfirlitsgrein frá árinu 2010 sýnir að þekktir fylgikvillar umskurð- ar eru meðal annarra blæðing, sýking, skyntap, áverki á þvagrás, þrenging þvagrásarops, opnun sára og drep í getnaðarlim að hluta eða öllu leyti.2 Dauða í kjölfar umskurðar hefur einnig verið lýst.3 Forhúðin, sem er að miklu eða öllu leyti fjarlægð við umskurð, gegnir hlutverki meðal annars þegar kemur að vörn fyrir þvag- rásaropið og kóng getnaðarlimsins.4 Forhúðin er einnig talin mik- ilvæg þegar kemur að kynörvun og kynlífi og er næmasti hluti getnaðarlimsins.5 Snertiskyn getnaðarlimsins minnkar við um- skurð.6 Öðrum óæskilegum áhrifum, líkamlegum og sálrænum, hefur verið lýst hjá fjölda umskorinna karlmanna.7 Nýleg dönsk rannsókn sýndi fram á að einungis 1,7% drengja sem ekki voru umskornir við 0-18 ára aldur þurftu skurðaðgerð vegna of þröngr- ar forhúðar.8 Nýlega kom fram á Alþingi frumvarp til laga9 þar sem lagt er til að 216. grein hegningarlaga verði breytt á þann veg, að í stað orðsins „stúlka“ yrði ritað „barn“. Ef frumvarpið verður að lögum verður ólöglegt og refsivert að framkvæma umskurð á drengjum nema læknisfræðileg ábending liggi fyrir. Umskurður drengja hef- ur lengi verið siðfræðilegt álitamál.10 Trúfrelsi foreldranna hefur verið notað sem rök fyrir því að láta barnið gangast undir um- skurð. Hins vegar ber læknum skylda til þess að standa vörð um réttindi sjúklinga, í þessu tilfelli barnsins, og verja gegn ónauðsyn- legri meðferð, hverjar svo sem óskir foreldra og trúarleiðtoga eru. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Barnasáttmálann má túlka þannig að réttur barns til líkam- legrar friðhelgi sé sterkari en réttur foreldra til að velja menningar- og/eða trúarlegar athafnir, í þessu tilviki skurðaðgerð handa barni sínu. Auk þess hafa umboðsmenn barna á Norðurlöndum hvatt til þess í sameiginlegri ályktun að umskurður drengja verði bann- aður. Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða – eru gömul gildi læknisfræðinnar. Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Vonandi tekst okkur Íslending- um það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með lagasetningu. Heimildir 1. Frisch M, Aigrain Y, Barauskas V, Bjarnason R, Boddy SA, Czauderna P, et al. Cultural bias in the AAP's 2012 Technical Report and Policy Statement on male circumcision. Pediatrics 2013; 131: 796-800. 2. Weiss HA, Larke N, Halperin D, Schenker I. Complications of circumcision in male neonates, infants and children: a systematic review. BMC Urology 2010; 10: 2. 3. Krill AJ, Palmer LS, Palmer JS. Complications of circumcision. ScientificWorldJournal 2011; 11: 2458-68. 4. Fleiss PM, Hodges FM, Van Howe RS. Immunological functions of the human prepuce. Sex Transm Infect 1998; 74: 364-7. 5. Bronselaer GA, Schober JM, Meyer-Bahlburg HF, T'Sjoen G, Vlietinck R, Hoebeke PB. Male circumcision decreases penile sensitivity as measured in a large cohort. BJU Int 2013; 111: 820-7. 6. Sorrells ML, Snyder JL, Reiss MD, Eden C, Milos MF, Wilcox N, et al. Fine-touch pressure thresholds in the adult penis. BJU Int 2007; 99: 864-9. 7. Hammond T, Carmack A. Long-term adverse outcomes from neonatal circumcision reported in a survey of 1,008 men: an overview of health and human rights implications. Int J Hum Rights 2017; 21: 189-218. 8. Sneppen I, Thorup J. Foreskin Morbidity in Uncircumcised Males. Pediatrics 2016; 137. 9. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við umskurði drengja). Alþingi, 2018. althingi.is/altext/148/s/0183.html. - febrúar 2018. 10. Svoboda JS. Nontherapeutic Circumcision of Minors as an Ethically Problematic Form of Iatrogenic Injury. AMA J Ethics 2017; 19: 815-24 Umskurður: Primum non nocere

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.