Læknablaðið - 01.03.2018, Síða 12
128 LÆKNAblaðið 2018/104
og innlögn á sjúkrahús. Einnig var upplýsingum safnað um blóð-
gildi eftirfarandi lifrarprófa: aspartat amínótransferasa (ASAT),
alanín amínótransferasa (ALAT), alkalísks fosfatasa (ALP),
bilirúbíns og INR (international normalized ratio) eða próþrombín
tíma (PT) þegar það var eingöngu mælt en ekki INR. Skráð voru
hæstu gildi sem mældust í sjúkdómsganginum. Upplýsingar um
mannfjölda á Íslandi voru fengnar frá Hagstofu Íslands.6 Upplýs-
ingar um sölutölur bóluefna gegn lifrarbólgu A (Havrix, Vaqta og
Twinrix) voru fengnar frá Lyfjastofnun.
Upplýsingum var safnað í Microsoft Office Excel 2010
(Microsoft, Redmond, Washington, USA) og notast var við lýsandi
tölfræði.
Rannsóknin var gerð með samþykki siðanefndar Landspítala
(leyfisnúmer 49/2015).
Niðurstöður
Á tímabilinu 2006-2016 greindust 12 einstaklingar með lifrarbólgu
A á veirufræðideild Landspítala (tafla I). Árlegt nýgengi á tíma-
bilinu var því að meðaltali 0,34 tilfelli á 100.000 íbúa (mynd 1).
Alls 9 af 12 (75%) höfðu verið erlendis innan 7 vikna frá upp-
hafi einkenna. Í tveimur tilvikum var tekið fram að viðkomandi
hafi ekki ferðast nýlega. Í öðru þeirra var smitleið óþekkt. Í hinu
tilvikinu var neysla á innfluttu dádýrakjöti það eina athyglisverða
sem skráð var og samkvæmt sjúkraskrá talið að þaðan hefði smitið
líklegast borist, en kjöt hefur að jafnaði ekki verið tengt lifrarbólgu
A smiti. Í einu tilviki var ekki tekið fram hvort viðkomandi hefði
dvalið erlendis eða hvort smitleið væri þekkt. Af þeim 12 sem
greindust á tímabilinu voru foreldri og barn sem veiktust á sama
tíma en höfðu dvalið hvort í sínu landi innan 7 vikna frá upphafi
einkenna og því líklegt að smit hafi orðið innan fjölskyldu. Lönd
sem dvalið var í fyrir greiningu lifrarbólgu A voru: Bandaríkin
(þrír einstaklingar), Úkraína/Þýskaland, Filippseyjar, Malasía,
Ítalía/Kanaríeyjar, Indland og Noregur.
Langflestir, eða 10 af 12 (83%), fengu gulu, 8 (67%) fengu hita, 7
(58%) voru í sjúkraskrá sagðir vera með ógleði og/eða uppköst og
5 (42%) flensulík einkenni (þó ekki öndunarfæraeinkenni). Allir
sjúklingar, þar sem upplýsingar fundust um einkenni (11/12), voru
með að minnsta kosti tvö af þessum einkennum eða teiknum.
Helmingur (6/12) lagðist inn á sjúkrahús vegna lifrarbólgunnar.
Alls 5 af 12 (42%) voru með hækkun á INR eða PT, fjórir af þeim
lögðust inn á sjúkrahús. Allir lifðu af sýkinguna án fylgikvilla og
engum þurfti að vísa til uppvinnslu fyrir lifrarígræðslu.
Á tímabilinu voru framkvæmdar 6691 mæling á heildarmót-
efnum gegn lifrarbólgu A og 1984 mælingar á IgM mótefnum gegn
lifrarbólgu A, eða samtals 8675 mælingar (tafla II).
Samkvæmt sölutölum frá Lyfjastofnun til og með 2016 hafa
selst um 62.000 skammtar af eingildum bóluefnum gegn lifrar-
R A N N S Ó K N
Tafla I. Niðurstöður fyrir hvert einstakt tilfelli sem greint var, F fyrir kvenkyn, M fyrir karlkyn og aldur við greiningu með tölustöfum. Fyrir flokkabreytur táknar „1“ að
breyta hafi verið til staðar en „0“ ekki til staðar. „Erlendis“ segir til um hvort viðkomandi hafði dvalið erlendis innan 7 vikna frá upphafi einkenna. Blóðprufugildi vísa til
hæsta gildis sem mældist í sjúkdómsganginum. „Gula“ táknar að tekið hafi verið fram í sjúkraskrá að viðkomandi var gulur eða mældist með bilirúbín yfir tvöföldum efri
viðmiðunarmörkum. „Innlögn“ vísar til hvort viðkomandi hafi lagst inn á sjúkrastofnun vegna lifrarbólgunnar. Viðmiðunarmörk eru eftirfarandi: ALP: <6 mánaða, 75-290
U/L; <16 ára, 120-540 U/L; >16 ára, 35-105 U/L. ASAT: <6 mánaða, <72 U/L; 6 mánaða-10 ára, <52 U/L; karlar, <45 U/L; konur, <35 U/L. ALAT: karlar, <70 U/L; konur:
<45 U/L. Bilirúbín: 5-25 µmol/L. INR: 0,8-1,2. PT: 12,5-15,0 sekúndur.
Tilfelli Erlendis ALP [U/L] ASAT [U/L] ALAT [U/L] Bilirúbín
[µmol/L]
INR Gula Hiti Flensulík
einkenni
Ógleði/
uppköst
Innlögn
F10 NA NA 540 1093 NA 1,4 0 1 0 1 0
F15 0 254 1657 1994 78 NA 1 1 1 0 0
F23 1 195 5203 4132 86 2,7 1 1 0 1 1
F33 1 198 65 173 23 NA 0 NA NA NA 0
F53 1 246 192 511 218 PT 14,1 1 1 1 0 0
F62 0 509 5863 3728 125 1,2 1 1 0 1 1
M18 1 200 238 592 82 NA 1 1 1 0 0
M20 1 NA >4000 >4000 NA PT 20,9 1 0 0 1 1
M27 1 195 2609 5600 118 NA 1 0 0 1 1
M32 1 261 3739 5345 167 2,1 1 0 1 1 1
M45 1 209 2155 3911 152 1,1 1 1 1 1 0
M47 1 249 4410 4413 223 1,9 1 1 0 0 1
ALP: alkalískur fosfatasi. ASAT: aspartat amínótransferasi. ALAT: alanín amínótransferasi. INR: international normalized ratio. PT: próþrombín tími. NA: upplýsingar vantar.
Mynd 1. Árlegt nýgengi bráðrar lifrarbólgu A á 100.000 íbúa á rannsóknartímabilinu.
Fjöldi tilfella á ári var á bilinu 0-4.