Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2018, Side 20

Læknablaðið - 01.03.2018, Side 20
breytu sem tók gildið „1“ fyrir íþróttakonur og „0“ fyrir óþjálf- aðar konur (tafla VI). Í seinni greiningunni voru íþróttakonurnar flokkaðar niður eftir íþróttum (tafla VII). Þá fannst að hlaup og skokk voru með mestu áhrifin, þar á eftir handbolti og fótbolti og loks CrossFit/BootCamp saman, en þessar íþróttir mældust allar með tölfræðilega marktæk áhrif á að tengjast meiri líkum á því að konur væru með þvagleka. Lyftingar og æfingatæki voru ekki marktæk og ekki var unnt að kanna hinar íþróttirnar vegna of fárra þátttakenda. Umræða Niðurstaðan fyrir meðalstyrk grindarbotnsvöðva óþjálfuðu kvennanna, 43 ± 4 hPa, er í samræmi við væntingar um 42 hPa sem byggðar voru á annarri rannsókn.19 Þetta efni hefur ekki verið rannsakað mikið fyrir keppnisíþróttakonur og er það einn af helstu styrkleikum þessarar rannsóknar. Hins vegar kom það á óvart að það reyndist ekki marktækur munur á meðaltali þrýstingsmælingar fyrir grindarbotnsvöðva íþróttakvenna og óþjálfaðra kvenna. Það var hins vegar töluvert minna staðalfrá- vik í styrk grindarbotnsvöðva íþróttakvennanna en hjá óþjálfuðu konunum. Það er viss veikleiki á rannsókninni hve úrtakið er lítið. Þó skal nefnt að stærð úrtaksins var metin miðað við það að geta metið 45% mun á styrk með marktækum hætti eins og skýrt er í kaflanum um aðferðir. Þar sem styrktarmunurinn var svona lítill reyndist hann ekki marktækur í þessari rannsókn. Með stærra úr- taki er mögulegt að þessi litli munur mælist tölfræðilega marktæk- ur. Í framtíðinni væri áhugavert að framkvæma viðameiri rann- sókn með fleiri þátttakendum til þess að hægt sé að kanna áhrif mismunandi grindarbotnsæfinga á styrk grindarbotnsvöðvanna og tíðni þvagleka hjá íþróttakonum. Ein erlend rannsókn hefur sýnt með segulómun að íþróttakon- ur eru með stærri grindarbotnsvöðva en óþjálfaðar konur.18 Ekki er þó vitað hvort stærri grindarbotnsvöðvar hafi meiri styrk en ekki var gerð styrktarmæling á grindarbotnsvöðvum í þeirri rann- sókn. Almennt er vitað að styrktarþjálfun stækkar (hypertrophy) og styrkir beinagrindarvöðva líkamans.21 Erlendar rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á að íþróttakonur hafi sterkari grindar- botnsvöðva en aðrar konur.22,23 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að íþróttaþjálfun þessara keppnisíþróttakvenna leiðir ekki til marktæks meiri styrks grindarbotnsvöðva. Þetta bendir til þess að grindarbotnsvöðvar þurfi sérstaka þjálfun sem nú vantar í æf- ingar keppniskvenna. Þar sem stór hluti íþróttakvennanna var með þvagleka, má spyrja hvort styrkur grindarbotnsvöðva íþróttakvenna sé nægur til að styðja við grindarholslíffæri í æfingum með miklu álagi og ákefð. Rannsókn hefur sýnt að grindarbotnsvöðvar íþróttakvenna þurfa að vera mikið sterkari en í óþjálfuðum konum til að geta komið í veg fyrir þvagleka.1 Könnun rannsóknarinnar sýndi að íþróttakonurnar sem upp- lifðu þvagleka gerðu það nær eingöngu þegar líkaminn var undir miklu álagi í keppni eða við æfingar. Þar sem ekki var marktækur munur á styrk milli íþróttakvennanna og óþjálfuðu kvennanna er líklegt að óþjálfuðu konurnar myndu einnig upplifa áreynslu- þvagleka ef þær myndu æfa af mikilli ákefð. Óþjálfuðu konurnar sem voru með þvagleka nefndu að þetta gerðist helst þegar þeim væri mjög mál að pissa og á leiðinni á salernið, og það er því óvíst hvort orsökin er álag. 136 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N Tafla V. Fjöldi kvenna með þvagleka, flokkaðar eftir íþrótt, fjöldi (hlutfall). Íþrótt Fjöldi með þvagleka Fjöldi án þvagleka Hlaup/skokk 3 (43,0) 4 (57,0) CrossFit/Bootcamp 6 (54,5) 5 (45,5) Lyftingar, æfingatæki 4 (50,0) 4 (50,0) Handbolti, fótbolti 4 (66,7) 2 (33,3) Tafla IV. Svör kvennanna um þvagleka og þekkingu á grindarbotni. Íþróttakonur (n=18) Óþjálfaðar konur (n=16) Tíðni % Tíðni % Upplifðu þvagleka 11 61,1 2 12,5 Upplifðu ekki þvagleka 7 38,9 14 87,5 Þekking á grindarbotnsvöðvum (gb) Hugsa lítið um þá, veit lítið um þá 4 22,2 9 56,2 Hugsa stundum um þá, geri gb-æfingar >2 í mán. 7 38,9 4 25 Hugsa reglulega um þá, geri gb-æfingar ≥2 í mán. 6 33,3 3 18,8 Mjög meðvituð, geri gb-æfingar í hverri viku 1 5,6 0 0 Tíðni þvagleka Man það ekki 0 0 0 0 Við léttar daglegar athafnir 1 5,6 0 0 Á leiðinni á salerni 0 0 2 12,5 Við að hósta/hnerra 4 22,2 0 0 Undir meðaláköfu æfingarálagi 0 0 0 0 Undir miklu æfingarálagi 11 61,1 0 0 Tíðni þvagleka Um einu sinni í viku eða sjaldnar 11 61,1 1 6,3 Tvisvar eða þrisvar í viku 0 0 1 6,3 Um einu sinni á dag 0 0 0 0 Alltaf 0 0 0 0 Hversu mikið magn, þvagleki Lítið magn 11 61,1 2 12,5 Meðal magn 0 0 0 0 Mikið magn 0 0 0 0 Hversu mikið truflar þvagleki daglegt líf á kvarðanum 1-10 0 4 22,2 0 0 1 3 16,7 2 12,5 2 0 0 0 0 3 2 11,1 0 0 4 0 0 0 0 5 2 11,1 0 0 6+ 0 0 0 0

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.