Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 24
Hér er sagt frá birtingarmyndum lækna í bókmenntum af ólíku tagi frá ýmsum tímum. Þeir eru ýmist óðir eða elskhugar, góðir menn eða grunsamlegir. Sumir eru með allt á hreinu en aðrir halda sig mest heimavið. Doktor Garibaldi í skáldsögu Sjóns, Mánasteinn (2013), stendur í stórræðum, því í Reykjavík árið 1918 geisar spænska veik- in. Hann ferðast um bæinn með bílstjóra sínum Sólu, sem er draumadís Mána Steins. Drengurinn lifði veikina af og því er hann fenginn til að aðstoða Garibalda við húsvitjanir. Lýsingarn- ar eru dramatískar: „Sjúkir bæjarbúar eru tíuþúsund, læknar tíu, sjúkrahúsin eru þrjú og yfirfull, lyfjaverslun ein og lokuð vegna veikinda lyfsalans og allra hans meðalasveina“ (84). Vitjanirnar eru eftir þessu: „Í torfbæ á Bráðræðisholtinu liggur stirnað karl- mannslík í hjónarúmi og fyrir framan það fársjúk kona með lík af kornabarni í hvorum handarkrika“, hún hefur fætt andvana tvíbura. „Meðan Garibaldi læknir sinnir móðurinni búa Sóla og Máni um tvíburalíkin í koddaverum og bera út í bifreiðina. Stundu síðar, á Grettisgötu, heyra þau dauðahryglu einbúans í sömu andrá og þau stíga inn í raka kjallaraskonsuna“ (85). Lækn- irinn kynnir sér útbreiðslu sjúkdómsins, en margir þeir sem hann spyr um smit „halda að það hljóti að hafa verið í „Bíó““ (89). Þetta rennir stoðum undir fordæmingu hans á kvikmyndinni sem hann segir að sé „ósiðleg í eðli sínu, hún ummyndar leikar- ann í fetish og kallar fram pervertion í áhorfandanum sem lætur tælast af henni“ (91). Doktor Garibaldi sinnir því ekki einungis sjúkum heldur vill hann leggja sína blessuðu læknishendi yfir allt samfélagið og menningu. „Das Unheimliche“ Læknar hafa löngum notið mikillar virðingar og tengjast oft fjölskyldu og heimilum eins og sést einna best í hinum fjölmörgu heimilislæknum bókmenntanna. Iðulega birtast þeir sem nokkuð fjarlægt yfirvald, koma á heimilið til að hlú að sjúkum og skera úr um líf og dauða. Slíkan lækni má sjá í Fórnarleikum (2016) Álf- Læknar og listaskáld, líkskurðarmeistarar og leikhús rúnar Gunnlaugsdóttur, þegar barn veikist. Hann kemur eftir langa bið: „Það svaraði enginn dyrabjöllunni, sagði læknirinn meðan hann reif sig úr frakkanum, dyrnar ekki læstar svo ég gekk inn án þess að skeyta um venjubundna siði.“ Svo opnar hann læknatöskuna, „kippti upp hlustunarpípu, spurði hve hár hitinn væri, gekk að rúmi Regínu og beygði sig yfir það [...], fór um hana æfðum höndum, skoðaði hátt og lágt.“ Loks kveður hann upp úrskurð sinn: „Ég held að hún muni hafa þetta af, það versta er yfirstaðið að því er ég best fæ séð“ (64-65). Eftir það er hann úr sögunni, hlutverki hans er lokið. Sena af þessu tagi er al- geng í klassískum bókmenntum eins og sögum Jane Austen, þar sem læknirinn tjáir ættingjum að nóttin muni ráða úrslitum eða fyrirskipar hvíld. Hvíldarþerapía var afar vinsæl læknismeðferð síðla á nítjándu öld – og fram á þá tuttugustu, sérstaklega fyrir konur sem felldu sig ekki við hlutverk sín sem auðsveipar eig- inkonur. Í smásögunni „Gula veggfóðrið“ (1892) eftir Charlotte Perkins Gilman uppgötvar ein afar vel hvíld kona að veggfóðrið í svefnherbergi hennar er í raun fangelsi og að bakvið það er önn- ur kona, sem berst við að komast út. Að sjálfsögðu gerir hún sitt til að aðstoða hana og verður mjög pirruð þegar eiginmaðurinn fellur í yfirlið við aðfarirnar. Hann er sjálfur læknir og talar við eiginkonuna eins og barn: „Þetta er bara kjánaleg ímyndun. Get- urðu ekki treyst mér sem lækni, þegar ég segi þér það?“ (146). Heimili lækna birtist í Sólskinshesti (2005) Steinunnar Sigurðar- dóttur sem segir frá Lillu sem elst upp í stóru húsi á Sjafnargötu með bróður sínum og foreldrum, Ragnhildi og Haraldi. Þau eru bæði læknar og svo upptekin af deyjandi fólki í sínu starfi að þau gefa sér ekki tíma til að sinna eigin börnum. Í staðinn upplifa börnin tengslaleysi og þögn, persónudauða, sem kallast síðan á við öll deyjandi börnin sem Ragnhildur „díagnósar“. Lilla er sú eina sem sinnir heimilinu, foreldrarnir eru stöðugt utan við sig og önnum kafin, ráfa eiginlega um húsið eins og draugar. Þessi draugsmynd er ítrekuð því Ragnhildur er spíritisti í ofanálag og heldur miðilsfundi. Þar heyrast barnsraddir og þær hlustar móð- irin á, en ekki raddir eigin barna. Hús og heimili eru oft þungamiðja gotneskra skáldsagna og tengjast iðulega leyndarmálum. Það þarf ekki að rifja upp Freud og kenningu hans um „das unheimliche“ til að sýna framá að heimilinu hefur alltaf fylgt ára einskonar ókennileika: það sem fer fram á heimilium fer fram fyrir luktum dyrum. Annars konar óhugnaður leyndarmála ‚heimilislífsins‘ birtist í tvíleik Steinunn- ar um tvífara, rónann Martin og lækninn Martin, Jójó og Fyrir Lísu (2011 og 2012), sem fjallar um mein og lækningu, en báðir eru skemmdir eftir kynferðislega misnotkun. Sá sem níddist á lækninum leitar til hans vegna illkynja vaxtar í höfði, algerlega 140 LÆKNAblaðið 2018/104 Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- og skrýmslafræðingur sem starfar á Borgarbókasafninu varulfur@centrum.is Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.