Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Síða 26

Læknablaðið - 01.03.2018, Síða 26
142 LÆKNAblaðið 2018/104 stoð kvenna sem kanna óhikað innstu myrkur mannslíkamans. Nýjasta dæmið er Elementary þáttaröðin sem byggir lauslega á sögunum um Sherlock Holmes. Þar er Watson, hinn dyggi læknir og aðstoðarmaður Sherlocks, orðinn kvenkyns en nú bregður svo við að hún þarf ekki (bara) að grauta í líkum heldur er hún jafnoki Holmes við að leysa glæpi. Líkskurðarmeistarar hafa ekki verið áberandi í íslenskum bókmenntum, þó birtist ein í nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit (2017). Sú heitir Svan- hildur og hefur lagt sitt af mörkun við rannsóknir mála. Líkið sem um ræðir kemur undan hopandi jökli og er óskemmt eftir veruna þar. Svanhildur bendir á að: „Við ættum kannski að byrja að jarða fólk uppi á jöklunum [...]. Flytja kirkjugarðana okkar þangað ef við þolum ekki tilhugsunina um ormétin lík“ (19). Með þessum ummælum sver hún sig í ætt við samstarfskonur sínar sem hafa jafnan fremur svartan húmor. Líkskurðarmeistarar fyrri tíma frömdu krufningar sínar oft í sérstökum stofum sem minntu á leikhús og leikhús líkamans er viðfangsefni skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy: Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss (2005). Þar er fjallað um mörk læknisfræðinnar, en aðalpersónur verksins eru Ólafur Benediktsson læknir og unglingurinn Jóhann Guðna- son, en hann hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta ekki fundið sársauka. Ólafur er fenginn af dularfullri konu til að fylgjast með drengnum, sem kemur fram í líkamsleikhúsi þar sem hann framkvæmir kvikskurði á sjálfum sér, öðrum til ánægju og aðdá- unar – og væntanlega nokkurs hryllings. Áherslan er á könnun líkamans og þátt lækna og sérfræðinga í að kortleggja hann og þar með hemja og temja, ná tökum á honum. „Línuvegur út frá hjarta inn í hvíta þögn“ segir í ljóðinu „Bráðamóttaka kl. 07:23“ í Öskudögum (2007), en þar sækir Ari Jóhannesson í reynslu sína sem læknir og fléttar ljóðmál og læknamál saman á áhrifamikinn hátt: Í „Vefjagrein- ingu“ finnur þolinmótt auga smásjáarinnar „stjörnumerki / sem skríður út á hlið / og hvessir gular klær.“ Líkaminn rennur saman við ljóðið í lífi og dauða og myndmálið veitir sérstæða og margradda innsýn í heim líflæknisins. Það er afar viðeigandi að læknirinn sé rithöfundur, því eins og áður segir starfa læknar við það að lesa í líkamann. Enda eru ýmis dæmi um lækna sem stundað hafa ritstörf. Japanski myndasöguhöfundurinn Osamu Tezuka var læknismenntaður en starfaði aldrei sem læknir. Í staðinn reyndi hann að lækna heiminn með myndasögum þar sem kenningar búddismans um virðingu og jafnrétti voru hafðar að leiðarljósi. Fyrstu sögur hans birtust undir lok síðari heimsstyrjaldar og náðu fljótlega gífur- legum vinsældum, en þrátt fyrir að fjalla um vélmennabardaga og heimsendi var áherslan alla tíð á hugsjónina um frið. Rússinn Mikaíl Búlgakov nýtti reynslu sína sem læknir í Dag- bók læknis, smásagnasafni sem upphaflega birtist í rússneskum læknatímaritum á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Sögurn-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.