Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2018, Side 27

Læknablaðið - 01.03.2018, Side 27
LÆKNAblaðið 2018/104 143 ar gefa allskrautlega mynd af hinum unga lækni og aðferðum hans, ekki síst hrifningu hans á morfíni til einkanota, sem gat komið sér illa fyrir kvalda sjúklinga. Tónninn er hákómískur og stunginn ofskynjunum – eða bara ekta rússneskum oflátum. Sögurnar eru eins langt frá ljóðum Ara og hugsast má, en minna þeim mun meira á lagatexta Bubba, „Stórir strákar fá raflost“ (1982), en þar verður Lilla óð, bítur fólk í hálsinn og drekkur blóð, segist breytast í leðurblöku og vera fleyg. Gesturinn hittir lækninn, sem „var miðaldra / augun í honum voru grá. / Hann djönkaði sig með morfíni / sagðist hafa unnið hér í fimmtán ár.“ Svo virðist sem geðsjúklingarnir hafi tekið hælið yfir, því ganga- stúlkurnar hvæsa á gestinn og sýna í sér tennurnar – hann er svo samstundis lokaður inni og settur í tveggja ára meðferð. Og læknirinn býður hann velkominn. Geðlæknar hafa löngum verið rithöfundum tilefni til vanga- veltna, eins og Brynjólfur í Englum alheimsins (1993) eftir Einar Má Guðmundsson. Gestir halda að hann sé einn af geðsjúk- lingunum, því „það er eins og öll þyngsli heimsins hvíli á herð- um hans“ (149). Í Hælinu (2013) eftir Hermann Stefánsson verða mörk geðsýki og lækninga afar óljós, en sagan er að hluta til glæpasaga, í kjallara Kleppsspítala finnst lík. Yfirheyrslur reynast eðlilega nokkuð flókið mál, enda stór hluti ‚grunaðra‘ ekki með réttu ráði. Lækna- og hjúkrunarliðið er einnig nokkuð sérstakt, yfirlæknirinn er með rödd sem hljómar „eins og bilaður flautu- ketill“ (x) og yfirhjúkrunarkonan er með óeðlilega langan háls. Að auki er hún afar sérstæð í útliti, hárið „vírað, stóð út í loftið eins og gaddavír eða stálull“ (clxxiii). Brjálaði læknirinn er ákaflega vinsæll í skáldskap af öllum toga. Þrá hans eftir að lækna heiminn er svo gegndarlaus að hann lætur ekkert stöðva sig. Reyndar er það svo að frægasti brjálaði vísindamaðurinn, Frankenstein, er alls ekki læknir, þó hann sé oft kallaður það í seinni tíma útgáfum. Í skáldsögu Mary Shelley frá 1818 kemur fram að hann hafi lagt stund á náttúruvísindi og aldrei útskrifast með próf. Það gerði hins vegar doktor Jekyll í skáldsögu Roberts Louis Stevensons, Hið undarlega mál Jekylls og Hydes (1886), sem þráði að lækna mannkynið af dýrslegri illsku með réttri lyfjablöndu, en endaði á því að missa alla stjórn á mennskunni og enda líf sitt sem illmennið herra Hyde. En þá var hann vissulega ekki lengur læknir. Í fyrstu bók Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins (1997), er brjálaði vísindamaðurinn lyfjafræðingur en ekki læknir og stundar rannsóknir sínar undir yfirskini læknavísinda. Öllu jarðbundnari mynd birtist í Þýska húsinu (2015), en þar gerir þýskættaður læknir tilraunir á ungum piltum, útfrá kenning- um um erfðir og víkingablóð: „Nasisminn var að ná fótfestu í Þýskalandi og rannsóknin átti að vera eins konar undanfari að aríarannsóknum hér á landi [...]. Leitinni að uppruna Íslendinga. Víkingaeðlinu“ (220). Sá sér reyndar að sér og hættir rannsóknum sínum öfugt við erfðafræðinginn Hrólf Zóphanías Magnússon í skáldsögu Sjóns, Ég er sofandi hurð (2016), en hann hættir ekki fyrr en hann hefur eytt mannkyni öllu. Gereyðingin hefst á því sakleysislega markmiði að geta talað við dýrin: „hann dreymdi [...] að hann stæði nakinn undir mikilli eik í skógarrjóðri og dýr merkurinnar þyrptust að honum, ernir, krónhjartarkálfar, íkornar og snákar“ (559). Hrólfur safnar að sér sérfræðingum á ýmsum sviðum og smíðar gervigreind sem öðlast sjálfsvitund og upp- götvar að hún, „líkt og dýrin og vistkerfi hnattarins eigi [...] sér höfuðandstæðing: Manninn“ (562). Afleiðingin er sú að: „Dýrin elta uppi og drepa hvert mannsbarn sem leitar skjóls í óbyggðum. Loftslagsbreytingarnar taka að ganga til baka. Jörðin verður söm og hún var fram yfir hádegi á sjötta degi sköpunarinnar“ (563). Hrólfur nær því mestum árangri af öllum læknum bókmennt- anna; hann læknar jörðina sjálfa. Efni Ari Jóhannesson. Öskudagar 2007. Arnaldur Indriðason. Synir duftsins 1997, Þýska húsið 2015, Myrkrið veit 2017. Álfrún Gunnlaugsdóttur. Fórnarleikar 2016. Bubbi Morthens. „Stórir strákar fá raflost“, á Breyttir tímar (Egó) 1982. Mikaíl Búlgakov. Dagbók læknis (á ensku: A Young Doctor‘s Notebook, sjá líka sjónvarpsseríu frá 2012) ca. 1920-1930. Castle 2009-2016. Patricia Cornwell. Réttarkrufning (1990), þýð. Atli Magnússon 2002. Einar Már Guðmundsson. Englar alheimsins 1993. Elementary 2012- í dag. Charlotte Perkins Gilman. „Gula veggfóðrið“ (1892) í Hrollvekjur, þýð. Úlfur Hjörvar 1982. Guðrún Eva Mínervudóttir. Yosoy: Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss 2005. Hermann Stefánsson. Hælið 2013. Ingibjörg Sigurðardóttir. Haukur læknir 1958, Systir læknisins 1959, Læknir í leit að hamingju 1963, Sjúkrahússlæknirinn 1965. Inspector Lewis 2006-2015. Mary Shelley. Frankenstein upph. 1818, endurskoðuð útgáfa 1831. Ísl. þýð. Böðvar Guðmundsson 2006. Midsommer Murders 1997- í dag. Á íslensku Barnaby ræður gátuna. Murdoch Mysteries 2008- í dag. Per Olov Enquist. Líflæknirinn (1999), þýð. Halla Kjartansdóttir 2002 Robert Louis Stevenson. Hið undarlega mál Jekylls og Hydes (1886), þýð. Árni Óskarsson og Guðmundur Finnbogason 1994. Sigmund Freud. „Hið óhugnanlega“ („das Unheimliche“ 1919), í Listir og listamenn, þýð. Sigurjón Björnsson 2004. Sjón. Mánasteinn 2013, Ég er sofandi hurð 2016. Steinunn Sigurðardóttir. Sólskinshestur 2005, Jójó, 2011, Fyrir Lísu 2012. Osamu Tezuka. New Treasure Island 1946, Metropolis 1949, Astro Boy 1952-1968, Phoenix 1967- 1989, Buddha 1972-1983. Yrsa Sigurðardóttir. Ég man þig 2010.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.