Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2018, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.03.2018, Qupperneq 29
LÆKNAblaðið 2018/104 145 Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Meira um heilsu lækna Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Reynir Arngrímsson formaður Björn Gunnarsson gjaldkeri Guðrún Ása Björnsdóttir Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir ritari María Soffía Gottfreðsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Stjórn Læknafélags Íslands Á Læknadögum í janúar síðastliðinn var málþingið „Læknirinn og starfið - Smáaletrið”, þar sem meðal annars var fjallað um vinnuvernd og heilsu lækna. Áður hefur verið rætt um heilsu lækna og kulnun í starfi, bæði á Læknadögum og á málþingi um heilsu og heilsuvernd lækna á vegum Læknafélags Íslands. Þessi umræða er tímabær en ekki er langt síðan hún hófst. Rannsóknir hafa sýnt að andleg vanlíðan, streita, þunglyndi, kvíði og sjálfsvíg eru algengari meðal lækna en annarra stétta.1 Kulnun (burnout, exhaustion disorder) í starfi eru viðbrögð heil- brigðra einstaklinga við miklu álagi. Einkenni kulnunar eru með- al annars minnkuð orka og tilfinningaleg uppgjöf, aukin óánægja og svartsýni ásamt minni vinnuafköstum og auknum forföllum. Þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á kulnun meðal lækna hafa sýnt að vandinn er mjög algengur og fer vaxandi2 og er það umhugsunarvert. Kulnun er misalgeng eftir sérgreinum en minni stjórn á skipulagi vinnunnar, auknar kröfur og aukinn tími í tölvu og pappírsvinnu sem og langur vinnudagur er talið stuðla að kulnun í starfi.3 Mikilvægt er að læknar hafi svigrúm til að skipuleggja sína vinnu sjálfir. Það er umhugsunarvert að hug- takið „kulnun í starfi”, orðið „kulnun” beinist alfarið að og á að lýsa einstaklingnum sem glímir við þetta vandamál og dregur þá athyglina frá orsök vandans sem er oft ýmislegt í starfsumhverfi einstaklingsins. Því er mikilvægt að beina athyglinni að rótum vandans hverju sinni. Víða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa læknafélög komið á vinnuhópum til að ræða heilsufarsmál lækna og staðið fyrir fræðslu og umræðufundum. Hjá sumum félögum, til dæmis norska læknafélaginu, hefur verið sett upp kerfi til að aðstoða lækna sem þjást af kulnun í starfi. Hjá Læknafélagi Íslands var um langt skeið starfandi hópur lækna sem félagsmenn gátu leitað til ef þeir lentu í heilsuvanda. Ætlunin var að læknarnir veittu ráðleggingar og leiðbeindu kollegum fremur en að þeir með- höndluðu. Því miður var þessi þjónusta ekki mikið nýtt og lagðist starfsemin að mestu af. Nú standa fyrir dyrum breytingar skipulagi Læknafélags Íslands eins og fjallað hefur verið um í síðustu tölublöðum Læknablaðsins. Með breyttu skipulagi er ef til vill tækifæri fyrir LÍ að beita sér af meiri krafti fyrir bættu heilsufari félagsmanna. LÍ hefur veitt félagsmönnum mikilvæga lögfræðiaðstoð og ráð- gjöf í ýmsum álitamálum sem hafa komið upp. Þá hefur verið starf ræktur Fjölskyldu og styrktarsjóður lækna (FOSL) sem hefur meðal annars það hlutverk að koma til móts við tekjutap sjóð félaga vegna ólaunaðrar fjarveru frá læknisstörfum vegna veikinda og einnig hefur sjóðurinn veitt sérstaka fæðingastyrki. Umræður hafa verið um að æskilegt væri að sjóðurinn væri meira nýttur til að vinna að bættri heilsu lækna. Það getur verið erfitt að vera í hlutverki sjúklings sem læknir og því þarf ef til vill aðra nálgun til að ná til lækna í heilsueflingu. Það mætti einnig taka tillit til þessa við gerð nýrra kjarasamninga. Þá þarf LÍ að hafa önnur úrræði til að styrkja félagsmenn sem eiga við heilsuvanda að etja eða lenda í erfiðum málum tengdu starfinu. Við vitum að læknar sæta auknum kröfum og oft ríkir mikil samkeppni, dóm- harka og jafnvel þöggun. Flestir læknar lenda í erfiðum málum á sínum starfsferli og geta þessi mál oft gengið nærri andlegri heilsu og átt sinn þátt í kulnun í starfi. Læknar sem hafa lent í mjög erfiðum málum þurfa að eiga stuðning hjá LÍ og mikilvægt er að ákveðinn farvegur sé fyrir slík mál. Á Landspítala er starf- rækt ráðgjafateymi sem veitir aðstoð og stuðning heilbrigðis- starfsfólki sem lendir í erfiðum málum tengdu starfinu. Kynna þarf þessa þjónustu betur fyrir læknum en einnig þarf að vera til staðar þjónusta fyrir þá lækna sem ekki starfa á Landspítala. Æskilegt væri að við hefðum jafnvel einhvers konar handleiðara- kerfi og gæti LÍ verið vettvangur fyrir slíka leiðsögn og stuðning. Nýverið hóf Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði að bjóða þjónustu fyrir lækna sem þurfa á heilsufars- ráðleggingum og endurhæfingu að halda. Þar geta læknar fengið ýmiss konar aðstoð auk afnota af húsnæði á meðan dvölinni stendur. Tímarnir eru breyttir, umræðan um heilsu og ýmsan heilsu- vanda lækna er af hinu góða. Við getum hins vegar gert mun bet- ur þegar kemur að aðgerðum í heilsufarsmálum lækna. Heimildir 1. Shanafelt TD, Boone S, Tan L, Dyrbye LN, Sotile D, West CP, et al. Burnout and satisfaction with work-life balance among US physicians to the general population. Arch Intern Med 2012; 172: 1377-85. 2. Linzer M, Levine R, Meltzer D, Poplau S, Warde C, West CP. 10 bold steps to prevent burnout in general internal medicine. J Gen Intern Med 2014; 29: 18-20. 3. Linzer M, Poplau S, Grossman E, Varkey A, Yale S, Williams E, et al. A cluster Randomized Trial of Intervention to Improve Work Conditions and Clinical Burnout in Primary Care: Results from the Healthy Work Place (HWP) Study. J Gen Intern Med 2015; 30: 1105-11. María Soffía Gottfreðsdóttir augnskurðlæknir Mariago@landspitali.is Pakkningar: Lyfjaform og styrkur, pakkningastærð Forðatöflur 4 mg 28 stk Forðatöflur 4 mg 84 stk Forðatöflur 8 mg 28 stk Forðatöflur 8 mg 84 stk fesoterodin fumarat Með Toviaz® 4 mg og Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu í viku 12 ** Með Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu og tolterodin ER 4 mg í viku 12 *** Færri salernisferðir með Toviaz® 8 mg en með lyfleysu **** Meðferð með Toviaz® 8 mg dró marktækt úr fjölda tilvika bráðaþvagleka í viku 12 borið saman við tolterodin ER 4mg (p= 0,017) og lyfleysu (p<0,001) 1. Toviaz SmPC 9. október 2017 2. Chapple C. et al. BJU Int. 2014;114:418-26. 3. Kaplan S.A. et al. BJU Int. 2010;107: 1432-1440. 4. Chapple C. et al. Eur Urol. 2007;52(4):1204-12. 5. Herschorn S. et al. BJU Int. 2010;105(1):58-66. Þegar manni er mál, þá er manni mál! Fleiri sjúklingar haldast „þurrir“ 5**** 2 af hverjum 3 Minnkuð tíðni bráðaþvagleka2* -80% Minnkuð tíðni bráðrar þvaglátaþarfar3** -45.5% -18.6% Toviaz® (fesoterodine) Meðferð við einkennum (aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðri þvaglátaþörf og/eða bráðaþvagleka) sem geta komið fram hjá fullorðnum sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. P P 1 7 1 1 0 1 Minnkuð tíðni þvagláta4*** Skyndileg bráð þvaglátaþörf og bráðaþvagleki eru algengustu einkenni ofvirkrar þvagblöðru. Með Toviaz® 4 og 8mg forðatöflum er hægt að draga marktækt úr einkennum, borið saman við lyfleysu. 2,3 Verð er hægt að sjá á www.lgn.is Greiðsluþátttaka: Já. Stjörnumerktur texti (*) er umskrifaður og/eða styttur úr upplýsingum um lyfið, sem samþykktar voru af EMA 9. október 2017. Upplýsingar um lyfið er að finna á www.serlyfjaskra.is, auk þess sem hægt er að fá hann hjá umboðsaðila Pfizer, Icepharma hf Icepharma . Lyngháls 13 . 110 Reykjavík . S: 540-8000 . www.icepharma.is Stytt samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Toviaz® (fesoterodine) TOVIAZ 4 mg og 8 mg forðatöflur. Innihaldslýsing: Hver forðatafla inniheldur fesóteródín fumarat 4 mg, sem samsvarar 3,1 mg af fesóteródíni, eða fesóteródín fumarat 8 mg, sem samsvarar 6,2 mg af fesóteródíni. Ábendingar: TOVIAZ er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum á einkennum (aukin tíðni þvagláta og/eða bráð þörf fyrir þvaglát og/eða bráðaþvagleki) sem fram geta komið hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir jarðhnetum eða soja eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magateppa. Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C). Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla hjá sjúklingum með meðal til alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi. Alvarleg sáraristilbólga. Eitrunarrisaristill (toxic megacolon). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Dags. síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti byggir á: 9.10.2017. Markaðsleyfishafi: Pfizer Limited. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2017): 4 mg 28 stk: 8.054 kr, 4 mg 84 stk: 18.582 kr, 8 mg 28 stk: 8.536 kr, 8 mg 84 stk: 19.825 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G. Dags. síðustu endurskoðunar efnis: 6. nóvember 2017. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Icepharma hf. Lynghálsi 13, s. 540 8000. Dregur úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru 1 1

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.