Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 30
146 LÆKNAblaðið 2018/104
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Hildur Þórarinsdóttir öldrunarlæknir
starfar í hálfu starfi við öldrunardeild
Landspítala á Landakoti og er jafnframt
í hálfu starfi á Sjúkrastöðinni Vogi þar
sem afeitrun og meðferð einstaklinga
með fíknsjúkdóma fer fram.
Hún flutti erindi á málþingi á Lækna-
dögum þar sem hún ræddi sérstaklega
áfengisvanda aldraðra sem hún segir
falinn og fremur lítið ræddan.
„Aldurspíramídi þjóðarinnar er að breyt-
ast og öldruðum er að fjölga en jafnframt
er áfengisneysla almennt að aukast. Það
má sjá á sölutölum og tölum Hagstofu. Þá
hefur áfengisneysla beggja kynja aukist
talsvert, sérstaklega kvenna, en konur
drukku minna áður. Þetta má sjá á tölum
frá ÁTVR og Embætti landlæknis. Síðan er
augljóst öllum sem vinna á bráðamóttöku
og öðrum deildum sjúkrahússins að kom-
ur þangað eru oft í beinum tengslum við
neyslu eða afleiðinga hennar, hvort sem
um er að ræða áfengi, önnur vímuefni eða
ávanalyf,“ segir Hildur.
„Á öldrunardeildunum erum við ekki
laus við vandann. Það kemur fyrir að
fólk er beinlínis lagt inn vegna afleiðinga
áfengisdrykkju og getur jafnvel ekki verið
heima þess vegna.“
Hildur segir þetta sorglega hringrás
í mörgum tilfellum þar sem aldraður
einstaklingur kemur inn vegna áfeng-
isdrykkju, hann nær að jafna sig og fær
nokkra endurhæfingu þar til hann getur
snúið heim aftur. „Þá fer allt aftur fljótlega
í sama farið. Heimahjúkrun er stundum
í vandræðum með suma einstaklinga.
Það er ekki hægt að sinna þeim á heimili
þeirra vegna áfengisdrykkju. Ragnheiður
Halldórsdóttir gerði fyrir nokkrum árum
óformlega könnun á því hversu margir
af sjúklingum K2 endurhæfingardeildar-
innar væru þar vegna afleiðinga áfengis-
neyslu eða ávanalyfja. Það reyndist hátt
í helmingur. Það hafa aldrei verið gerðar
ítarlegar kannanir á því hversu stórt hlut-
fall þetta í rauninni er og þá sérstaklega
hjá eldri hópnum. Það væri mjög fróðlegt
að sjá hvað kæmi út úr því.“
Áfengisneysla hefur aukist verulega
Hildur segir að oft sé erfitt að fá nákvæm-
ar og réttar upplýsingar hjá sjúklingum
sjálfum um hversu oft og hversu mikið
þeir drekka. „Sumir segjast drekka eðli-
lega og það getur verið eðlilegt fyrir
fullhrausta manneskju á besta aldri en
ekki fyrir heilsuveilan einstakling kominn
á áttræðisaldur. Oft áttar fólk sig ekki á
þessu eða er í ákveðnu mynstri sem erfitt
er að koma auga á sjálfur eða brjóta upp.
Sumir hafa vissulega sögu um óhóflega
áfengisneyslu og átt tímabil án áfengis en
hafa misst tökin aftur. Svo eru aðrir sem
hafa haft stjórn á drykkju sinni í gegnum
árin en þegar komið er á þennan aldur fer
hún úr böndunum, eða líkaminn hrein-
lega þolir ekki það sem hann þoldi áður.
Með því að drekka meira verður heilinn
fyrir breytingum sem getur valdið því
að aldraður einstaklingur þróar með sér
fíknsjúkdóm sem verður að meðhöndla
sérstaklega. Af þeim sem eru eldri en 60
ára og leggjast inn á Vog eru yfir 50% sem
drekka áfengi daglega.“
Þegar bornar eru saman tölur úr
könnunum Lýðheilsustofnunar um
drykkju fólks á aldrinum 18-60 ára hefur
tíðnin aukist gríðarlega á síðustu 30 árum.
Árið 1985 drukku um 10% einstaklinga
vikulega eða oftar en nú er talan nálægt
50%. Vissulega var þetta áður en bjórinn
kom til sögunnar en magn hreins vínanda
á hvert mannsbarn hefur einnig aukist
verulega á þessu tímabili.
Hildur bendir á að nokkuð hafi verið á
reiki hversu mikið magn áfengis daglega
sé óskaðlegt heilsu manna. „Það var birt
niðurstaða langtíma rannsóknar í BMJ þar
sem tveir hópar voru rannsakaðir, ann-
ar sem neytti áfengis í hófi og hinn sem
neytti ekki áfengis. Niðurstöðurnar voru
mjög skýrar að þeir sem drukku stóðu
sig mun verr á ákveðnum orðflokkapróf-
um og ákveðin svæði í heilanum voru
rýrari. Þetta hefur meðal annars vakið
spurningar um hvað eigi að teljast hófleg
Áfengisvandi aldraðra
er falinn vandi
- segir Hildur Þórarinsdóttir öldrunarlæknir
Barnahjartalæknar Domus Medica
Læknastöð Vesturbæjar var lokað frá 1. mars. Við höfum flutt
læknastofur okkar í Domus Medica 5. hæð Tímapantanir í síma
5631000
Gunnlaugur Sigfússon
Gylfi Óskarsson
Sigurður Sverrir Stephensen