Læknablaðið - 01.03.2018, Síða 38
154 LÆKNAblaðið 2018/104
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
„Nýjungarnar felast í því að við greinum
MS (Multiple Sclerosis) bæði fyrr en
áður og af meira öryggi. Það er aðallega
segulómun sem hjálpar okkur við það.
Áður fyrr þurfti tvö köst til að greina
MS og þau þurftu að vera með mismun-
andi einkennum og viss tími að líða á
milli þeirra. Undanfarin ár hefur eitt
kast með dæmigerðum MS-einkennum
dugað til greiningar að því tilskildu að
segulómunin styðji hana,“ segir Haukur
Hjaltason taugalæknir en hann flutti er-
indi á málþingi um nýjungar í greiningu
og meðferð MS-sjúkdómsins.
„Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í
segulómun getum við greint MS eftir eitt
kast hjá sjúklingnum. Þetta tryggir að
greiningin fæst fyrr. Ég myndi fara varlega
í að greina MS ef ekkert sést í segulómun.
Segulómunin er líka gagnleg til að fylgjast
með þróun og virkni sjúkdómsins. Stund-
um er ekki fyllilega ljóst hvort um kast
er að ræða og þá er ótvíræð hjálp í segul-
ómuninni. Það má segja að segulómunin
sé með manni frá byrjun, frá því að greina
sjúkdóminn og síðan til að fylgjast með og
meta sjúkdómsvirknina. Sjúkdómsvirkni
MS er ákveðið grundvallarhugtak í allri
meðhöndlun MS-sjúklinga að mínu mati.
Eðli sjúkdómsins birtist í bólgum í heila
og mænu sem koma fram þegar sjúklingur
fær kast en stundum sér maður bólgu-
merki í segulómun án þess að sjúklingur
finni fyrir einkennum og er því ekki í
þessu dæmigerða klíníska kasti sem ég hef
verið að nefna. Þegar ég legg upp í þetta
ferðalag með sjúklingnum eftir greiningu
gengur þetta út á að fylgjast náið með
virkni sjúkdómsins og þeim bólgum sem
eru til staðar. Þetta gerir maður með því
að hitta sjúklinginn reglulega, ræða við
hann um einkenni og hugsanleg köst og
meta niðurstöður úr segulómunum.“
Haukur segir Landspítala vera vel
tækjum búinn þegar kemur að segulómun.
„Við vorum með 0,5 tesla-tæki fyrir all-
mörgum árum en höfum nú um nokkurra
ára skeið verið með 1,5 tesla-tæki sem
almennt er notað og sýnir bólgubreytingar
ágætlega. Reyndar er einnig til 3 tesla-tæki
hér hjá okkur en gildi þess er ekki full-
reynt í almennri klínískri vinnu varðandi
MS.“
Lyfjameðferð við MS
„Fyrstu lyfin sem ætlað var það fyrir-
byggjandi hlutverk að draga úr köstum
og hefta sjúkdómsgang við MS komu
fram skömmu fyrir síðustu aldamót. Þetta
voru sprautulyf, svokallað beta-interferon
og glatiramer acetat, sem veittu um 30%
vernd gegn köstum sem þýðir að hægt var
að draga úr kastatíðninni sem því nam.
Það er ekki fyrr en árið 2006 sem bylting
í lyfjameðferð við MS átti sér stað þegar
lyfið natalizumab kom fram en það var
reyndar ekki byrjað að nota það hér á Ís-
landi fyrr en í janúar 2008. Það er lyf sem
veitir tæplega 70% vörn gegn köstum sam-
kvæmt þeim rannsóknum sem fyrir liggja.
Síðan hafa komið fram ýmis önnur lyf
sem gagnast vel og allt hefur þetta leitt til
þess að kastatíðni hefur minnkað mjög og
bólgumerki á segulómun sjást mun sjaldn-
ar. Áður fyrr var starf taugalæknisins ekki
síst fólgið í því að vinna með MS-sjúklinga
sem voru í köstum og bjuggu við fötlun
en nú er vinnan meira fólgin í því að hefja
fyrirbyggjandi meðferð og fylgja henni
eftir með reglubundnu eftirliti.
Það er ákveðið hugtak eða eigum við
að segja veruleiki í sjúkdómsferlinu sem
kallast seinni síversnun (secondary progress)
sem vert er að nefna og lýsir sér þannig
að sjúklingum hrakar án eiginlegra kasta.
Yfirleitt gerist þetta þegar líður á aldur og
köstum fer fækkandi. Þótt tölur séu aðeins
á reiki eru það líklega 40-60% sjúklinga
sem verða fyrir þessu. Með allri þeirri
Nýjungar í MS
Segulómun og lyf
við greiningu og meðferð
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Styrkir til rannsókna vegna vandamála er tengjast eyrum
Liljusjóðurinn
Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til
rannsóknar á vandamálum er tengjast eyrum með sérstöku tilliti til vandamála í mið- og innra
eyra, svo sem eyrnasuðs, svima og heyrnartruflana.
Tilgangur rannsókna skal vera sá, að afla hverrar vitneskju, sem hægt er, til að komast að
uppsprettu vandamála er tengjast eyrum og / eða hvernig leysa megi þau.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2018.
Úthlutað verður úr sjóðnum á afmælisdegi Lilju þann 24. maí 2018.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins www.liljusjodurinn.is eða hjá undirrituðum.
Arnar Guðjónsson, yfirlæknir
Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala; arnarg@landspitali.is
Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands; ingibjorg@hti.is