Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 12

Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 12
Félags- og faggreina- fundir Reykjanesbær: Mánudaginn 1. október kl. 19:00 í Krossmóa 4. Boðið verður uppá súpu og brauð á fundinum. Reykjavík: Þriðjudaginn 2. október kl. 20:00 í Borgartúni 30, 6. hæð. Selfoss: Miðvikudaginn 3. október kl. 19:00 í sal FIT að Austurvegi 56, 3. hæð. Boðið verður uppá súpu og brauð á fundinum. Akranes: Fimmtudaginn 4. október kl. 20:00 í Jónsbúð að Akursbraut 13. Vestmannaeyjar: Föstudaginn 5. október kl. 12:00 í Kaffi Kró. Boðið verður uppá súpu og brauð á fundinum. Dagskrá fundanna verður: 1. Undirbúningur kjarasamninga 2. Lífeyrissjóðsmál 3. Önnur mál Félags iðn- og tæknigreina í október. Atvinnulíf Alexander Kjerulf er danskur ráðgjafi og eigandi fyrir- tækisins Woohoo inc. sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki og stjórn- endur í því að auka hamingju starfsfólks á vinnustað. Á meðal viðskiptavina eru Microsoft, LEGO og IKEA. Hann hélt erindi á ráðstefnunni Bylting í stjórnun sem haldin var í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands um nútíma stjórnunaraðferðir á fimmtudag og lagði sérstaka áherslu á það hvernig stjórnendur geta eflt starfsfólk og aukið hamingju þess. „Ég vek alltaf athygli á því hvert sem ég fer að ánægja starfsmanna hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Stjórnendur eru oftast móttækilegir fyrir því að þeim er nauðsynlegt að stuðla að hamingju starfsmanna sinna. En stundum ekki. Í verstu tilfellunum ráðlegg ég fyrirtækjum að reka stjórnendur sem hafa ekki áhuga á því að bæta líðan starfs- manna sinna,“ segir Alexander. Hvernig metur þú stöðuna á Íslandi? „Atvinnuleysi er lítið hér á landi og því eiga fyrirtæki í samkeppni um hæfasta starfsfólkið. Stjórn- endur eru því tilneyddir til þess að stuðla að hamingju starfsmanna sinna. Starfsfólk sem er ekki ham- ingjusamt getur hreinlega farið og fundið sér aðra vinnu. Íslendingar þurfa að auka framleiðni og ná betra samkeppnisforskoti. Ótal rannsóknir sýna skýrt að ham- ingjusamir starfsmenn skila betra verki. Þeir eru framleiðnari og meira skapandi. Þeir veita betri þjónustu og viðskiptavinir eru þar af leiðandi ánægðari. Það má segja það að hjá þjónustufyrirtækjum sé það sérstaklega mikilvægt að auka hamingju starfsmanna. Nú er ferða- þjónustan í miklum og örum vexti, stjórnendum fyrirtækja í þeim geira er hollt að huga að þessu.  Hér á landi hefur orðið þörf umræða um kulnun í starfi sem færist í vöxt á Íslandi. Áhersla á hamingju á vinnustað verndar gegn streitu og kulnun í starfi. Fólk brennur síður út þegar það starfar á vinnustað þar sem það finnur fyrir því að það er metið að verðleikum, Stundum á starfsfólk að forða sér burt Ráðgjafinn Alexander Kjerulf er staddur hér á landi og leiðbeinir íslenskum stjórnendum um það hvernig þeir geta stuðlað að meiri hamingju á vinnustaðnum. „Hamingjusamir starfskraftar eru skapandi, ná meiri árangri en aðrir starfsmenn og eru sjaldnar frá vinnu.“ að því sé sýndur áhugi og vinsemd,“ segir Alexander. Hann segist velta því fyrir sér hvers vegna kulnun í starfi færist í aukana. „Ég hugsa að áhrifa efna- hagshrunsins hér á landi gæti enn. Fólk er í viðbragðsstöðu og leggur mikið á sig. Það er einnig spenna í atvinnulífinu, fólk vinnur mikið og langan vinnutíma. Kannski er þetta í þjóðarsálinni að vinna eigi að vera erfiði. Þessu viðhorfi til vinnu ætti fólk að breyta. Árangur verður ekki meiri með því að  slíta sér út og  vinna langan vinnudag. Hann verður meiri með innihaldsríkari og gleðilegri vinnudegi.“ Hver eru lykilatriðin? Hvernig geta stjórnendur gert starfsmenn sína hamingjusamari? „Margir stjórnenda halda að þetta snúist um laun, bónusa og fríðindi. En þegar horft er til niðurstaðna rannsókna um hamingju á vinnu- staðnum þá leiðir ekkert slíkt til meiri hamingju.  Það gerir hins vegar árangur í vinnu og innihalds- rík sambönd á vinnustað. Þegar þú skilar góðu starfi, ert metinn að verðleikum og hefur að auki þá tilfinningu að þú hafir tilgang,“ segir Alexander. Er öllum stjórnendum fært að auka við hamingju annarra? „Nei. Það þarf ákveðna eiginleika og greind til þess að gera það. Góðir stjórnendur þurfa að vera góðar manneskjur. Í sumum löndum hefur menning áhrif á stjórnunarhætti. Í norrænum löndum með jákvæðum hætti. Ég ráðlegg fyrirtækjum að losa sig við stjórnendur sem sýna líðan starfsfólks síns lítinn áhuga. Sumir stjórnendur sem hafa átt í slæmum samskiptum geta vel lært nýja hætti. Og það hefur oft gengið vel. En fáeinir vilja ekki leggja þetta á sig, finnst þetta húmbúkk. Þeir hafa ekki það sem til þarf.“ Hverjir eru eiginleikar slæms stjórnanda, sem dregur úr hamingju á vinnustað? „Þeim stendur á sama um fólk og sjá fólk sem tæki til að ná mark- miðum sínum. En lítið annað. Þeir hafa ekki áhuga á því hvernig fólki líður og stuðla með slæmum sam- skiptum að streitu og vanlíðan á vinnustaðnum.“ Og hvað ráðleggur þú starfsfólki sem býr við slíkt atlæti? „Ef það er útlit fyrir að ekki verði tekið á vandanum þá ráðlegg ég fólki að koma sér í burtu. Forða sér hið snarasta. Fara. Skipta um vinnu- stað eða láta færa sig um deild ef það er hægt. Það getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsuna að búa við slæma stjórnunarhætti. Það getur leitt til hjartasjúkdóma og jafnvel krabbameins,“ heldur Alexander fram.  Getur þú gefið stjórnendum nokk- ur góð ráð? „Já, það eru nokkur mjög einföld en góð ráð sem má reyna. Stundum þarf að byrja alveg frá grunni og kenna stjórnendum að bjóða góðan daginn. Sumir storma beint inn, setjast við tölvuna án þess að heilsa. Það má byrja á því að bjóða starfs- fólki sínu góðan daginn. Það er mikilvægt að sýna virð- ingu, horfast í augu við fólk, sýna vinsemd. Það er líka mikilvægt að fagna þegar við á. Til dæmis þegar einhverju markmiði er náð. Þá er til- efni til þess að bjóða upp á veitingar og tala við starfsfólkið um hvers vegna það er fagnað og framlag þess. Sumir stjórnendur halda sífellt áfram að næsta markmiði og staldra aldrei við. Það getur stuðlað að því að fólk finnur ekki fyrir tilgangi,“ segir Alexander. kristjanabjorg@frettabladid.is Alexander Kjerulf ráðlagði íslenskum stjórnendum um hamingju og gleði á vinnustað í vikunni. FréttAblAðið/Eyþór Ef að það er útlit fyrir að ekki verði tekið á vandanum þá ráðlegg ég fólki að koma sér í burtu. Forða sér hið snarasta. Fara. Skipta um vinnustað eða láta færa sig um deild ef það er hægt. Það getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsuna að búa við slæma stjórnunarhætti. Það getur leitt til hjartasjúkdóma og jafnvel krabbameins. 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 l A u G A r D A G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -9 3 7 4 2 0 F 2 -9 2 3 8 2 0 F 2 -9 0 F C 2 0 F 2 -8 F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.