Fréttablaðið - 29.09.2018, Síða 47

Fréttablaðið - 29.09.2018, Síða 47
CrossFit íþróttin hefur notið mikilla vinsælda meðal lands-manna undanfarin ár og með opnun nýju stöðvarinnar í Lamb- haga bjóða tvær Reebok Fitness stöðvar upp á CrossFit aðstöðu og æfingar, Holtagarðar og Lamb- hagi. „Hér í Lambhaga munum við bjóða upp á rúmlega 50 tíma í hverri viku. Hefðbundnir WOD-tímar (e. Workout of the day) verða í miklum meirihluta en einnig er gott úrval af tímum sem eru örlítið sérhæfðir eins og ólympískar lyftingar (þriðju- daga og sunnudaga), fimleikatími (þriðjudag), teygjutími (laugardag) að ógleymdum Endurance (sunnu- dag),“ segir Brynjar Ingólfsson Cross- Fit yfirþjálfari hjá Crossfit Kötlu sem er með aðsetur í tveimur stöðvum Reebok Fitness. Hæfir öllum Til að geta mætt í hefðbundna WOD- tíma þarf þó fyrst að sækja grunn- námskeið sem stendur yfir í þrjár vikur bætir Davíð Örn Ólafsson, CrossFit yfir- þjálfari, við. „Nú þegar er uppselt á öll grunnnámskeið okkar sem hefjast 1. og 2. október en næsta grunnnámskeið hefst svo 22. október og verður kennt mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.15 í Lambhaga.” Þeir eru sammála um að CrossFit sé íþrótt sem hæfi fólki á öllum aldri og þá skipti engu hvort viðkomandi sé í góðu formi eða ekki. „Þú þarft klárlega ekki að vera í formi til að mæta í CrossFit. Þú mætir í CrossFit til að komast í form. Stærsti kosturinn að okkar mati við Cross- Fit æfingar er að þær eru ofboðslega fjölbreyttar. Vissulega kemur fyrir að við endurtökum æfingar til að mæla hvort við höfum bætt okkur en þess fyrir utan er ólíklegt að einhver leiði geri vart við sig. Annar kostur er svo að í raun þarf bara að mæta því það er búið að ákveða hvað þú átt að gera. Svo er það bara iðkandans að klára æfinguna.“ Sterkt samfélag Margir kostir fylgja því að æfa CrossFit hjá CrossFit Kötlu enda bein tenging við Reebok Fitness stöðvarnar segja þeir félagar. „Við- skiptavinir hafa aðgang að öllum opnum tímum sem eru í boði í öllum Reebok stöðvunum og margir af iðkendum okkar nýta sér það, sérstaklega hjólatíma, teygjutíma og Yogatíma. Einnig má nefna langan opnunartíma í Holtagörðum sem er mikill kostur. Samfélagið í Kötlunni er mjög sterkt og við munum eftir fremsta megni reyna að hlúa að því eins og hægt er þó við verðum komin á tvær stöðvar. Margir hafa eignast góða vini og kunningja á æfingu í Kötlunni og jafnvel lífsföru- naut. Nálægð þjálfara og iðkenda spilar stóra rullu í Kötlusamfélaginu en allir þjálfarar í Kötlunni mæta á sömu æfingar og aðrir.“ Hjá Crossfit Kötlu starfa tíu þjálf- arar á aldrinum 24-43 ára (5 konur og 5 karlar) og allir þjálfarar eru með L1 eða L2 réttindi. Nánar á www.crossfitkatla.is. CrossFit er fyrir þá sem vilja komast í form Davíð Örn Ólafsson (t.v.) og Brynjar Helgi Ingólfsson. MYND/EYÞÓR Katrín Björk Eyvindsdóttir (t.v.) er verk- efnastjóri hóp- tíma og Unnur Pálmarsdóttir er mannauðs- og fræðslustjóri Reebok Fitness. MYND/laUFEY Hvað er fram undan hjá ykkur í nýju Reebok Fitness stöðinni í Lambhaganum? „Við bjóðum alla velkomna á opnunarhátíð í Reebok Fitness Lambhaganum og að prófa úrval af opnum hóptímum, taka góða æfingu í tækjasal, skemmta sér eða einfaldlega líta við og skoða glæsilegu nýju stöðina og fá um leið upplýsingar um áskriftar- leiðir,“ segir Unnur. „Við byrjum á frábærum spinning tíma, frumflutningur verður á nýjasta líkamsræktarkerfinu í Body Pump og Balance og boðið er upp á sjóð- heitt Zumba. Einnig verður boðið upp á Fusion Pilates í innrauðum heitum sal, Hot Yoga og kynn- ingu á nýju líkamsræktarkerfi, Gladiator Workout, sem er fyrir alla aldurshópa. Hóptímataflan hjá okkur er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Hverjar eru helstu nýjungar í hóptímum og þjálfun hjá ykkur þar sem þið bjóðið upp á fjölbreytta opna hóptíma? „Við höfum verið dugleg að fá erlenda líkamsræktarfrömuði til okkar í Reebok Fitness og að mennta starfsfólk okkar. Við erum ávallt að leitast við að bjóða upp á það besta fyrir líkama og sál fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Katrín. „Meðal vinsælla tíma má nefna Body Balance, Yoga, Shape, SWEAT, Gladiator Workout, Zumba, Fusion Pilates, Hot Body, Hot Yoga, Tabata, Body Pump, 60 ára og eldri og Trigger Point Pil- ates. Við bjóðum upp á fjölbreytta og nýjustu hóptíma og við sjáum aukningu í einkaþjálfun því við- skiptavinir eru duglegir að æfa í tækjasalnum og blanda saman tækjaþjálfuninni og hóptímum. Þar sem við bjóðum upp á inn- rauða heita hóptímasali þá er gott að taka góðar teygjur eða skella sér í innrauðan heitan Pilates eða yogatíma fyrir líkama og sál.“ Hvaða námskeið eru þið að bjóða upp á? „Við bjóðum upp á vönduð og fjölbreytt námskeið við allra hæfi en sérstaða Reebok Fitness er að bjóða upp á líkamsrækt fyrir alla aldurshópa með ólík markmið í huga. Úrvalið hefur aldrei verið meira fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna UnglingaFit, Young Gladiator Workout, Fusion Pilates, Karla Yoga, Hot Power Toning, Yoga og Gong námskeið, Strong is the new skinny og fleiri,“ segir Unnur. „Við hvetjum alla til að mæta í dag og setja heilsuna og markmiðin í fyrsta sætið. Við eigum aðeins einn líkama og verðum að huga vel að líkama og sál til framtíðar. Andrúmsloftið hjá okkur er notalegt, rólegt og fjölskylduvænt og við bjóðum upp á einvalalið einkaþjálfara, kennara og starfsfólks.“ Hvetjið þið ekki alla, sem eru ekki nú þegar komnir af stað, til að koma og prófa? „Við hvetjum svo sannarlega alla til að koma og prófa líkamsrækt- ina hjá okkur í Reebok Fitness. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar, www.reebok- Fitness.is, og við tökum fagnandi á móti þér,“ segja þær Unnur og Katrín að lokum. Vönduð og fjölbreytt námskeið í boði fyrir alla Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarfrömuður er mannauðs- og fræðslustjóri Reebok Fitness og Katrín Björk Eyvindsdóttir er verkefnastjóri hóptíma. Þær segja skemmtilega tíma fram undan. CrossFit er íþrótt sem hæfir fólki á öllum aldri og skiptir engu hvort viðkomandi er í góðu formi eða ekki. Í nýju Ree- bok stöðinni í Lambhaga er boðið upp á glæsilega CrossFit aðstöðu, frábær tæki og úrvals þjálfara. FÓlK KYNNINGaRBlaÐ 9 l aU G a R DaG U R 2 9 . s E P t E m B E R 2 0 1 8 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 2 -B F E 4 2 0 F 2 -B E A 8 2 0 F 2 -B D 6 C 2 0 F 2 -B C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.