Fréttablaðið - 29.09.2018, Síða 84
Heimatilbúið
gæludýr með gul
augu og rauðan
blikkandi
nebba.
Þótt föndrað sé með rafmagn og snúrur er það hættulaust og krakkavænt.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Það er einstaklega gaman að standa fyrir vinnusmiðjum fyrir krakka sem fullorðnir
geta líka verið þátttakendur í,“ segir
Ninna Margrét Þórarinsdóttir,
teiknari og hönnuður, sem stjórnar
blikksmiðjunni í Sólheimasafni
í dag. Þar er síðasti laugardagur
mánaðarins jafnan einstaklega
ljúfur og boðið upp á skemmtilega
viðburði fyrir börn og fjölskyldur
þeirra.
„Þegar föndri og einfaldri tækni
er blandað saman gerast töfrar sem
fara jafnt inn á áhugasvið barna og
fullorðinna því allur aldur hefur
gaman af því að leika sér með
þennan efnivið,“ segir Ninna sem
hefur áður stýrt tækniföndri við
miklar vinsældir.
„Til dæmis útbjuggum við jólakort
með blikkandi ljósum á aðventunni
í fyrra en nú ætlum við að búa til
skemmtilegar furðuverur úr alls
konar dóti sem annars væri á leið á
haugana,“ segir Ninna sem er búin
að safna dýrmætu rusli í stórum
stíl til þess eins að gefa því nýtt og
spennandi líf í höndum barna.
„Krakkarnir fá að spreyta sig á að
búa til einfaldar rafrásir og tengja
þær saman við litrík ljós sem hægt
er að láta blikka í endalausum
útfærslum. Við notum LED-perur
og batterí sem við tengjum við
slökkvara, til dæmis fígúrur sem
geta verið með blikkandi augu eða
í blikkandi fötum. Börnum þykir
þetta agalega spennandi og það er
greinilegt að þau fá ekki mikið að
leika sér með rafmagn heima,“ segir
Ninna og hlær, „en af því að hægt er
að notast við leiðara sem er varinn
innan í límbandi frá batteríi yfir
í peru verður þetta allt voðalega
krakkavænt og öruggt. Þau verða
svo hreykin að sjá afraksturinn og
hvernig allt saman virkar þegar
búið er að útskýra fyrir þeim plús og
mínus og hvernig kviknar á ljósinu.
Þetta er því ekki bara föndur heldur
líka heilmikill lærdómur.“
Skrúfað frá ímyndunaraflinu
Blikksmiðja Ninnu verður á faralds-
fæti næsta árið og næst í Gerðubergi
í október.
„Það kemur á óvart hversu margt
er hægt að skapa úr rusli og mér
finnst óskaplega gaman að sýna fram
á hversu undurfallega skúlptúra,
hljóðfæri og rafmagnsljós má útbúa
með smávegis af málningu og lími,“
segir Ninna í miðjum ruslahaugnum
sem hún segir vaxa á methraða.
„Svo má fara heim með góssið og
láta lýsa í herberginu því LED-ljósin
gefa mjög flotta birtu í myrkrinu og
hægt að velja perur í öllum litum og
gera hvað sem maður vill með því
að nota þau í munstur eða augu. Það
lifir líka lengi á perunum og hægt að
slökkva og kveikja að vild.“
Hún segir góða tilfinningu og
gefandi að skapa úr rusli.
„Það skrúfar frá ímyndunaraflinu
að horfa skapandi augum á rusl og
ætla sér að gera nýtt úr því. Það þarf
Furðuverur
með blikkandi augu
Borgarbókasafnið í Sólheimum breytist í blikksmiðju eftir
hádegi í dag. Þar geta fjölskyldur leyft ímyndunaraflinu að
njóta sín í heillandi tækniföndri með litríkum LED-ljósum.
Ninna Margrét Þórarinsdóttir er hönnuður og kennari. Hún stýrir fjölskyldu-
vænni og tæknivæddri blikksmiðju í Sólheimasafni í dag. MYND/ANTON BRINK
Æðisleg stelpa
með gul blikk-
andi augu og
ómótstæðileg
augnhár, gerð
úr pappa og
klósett rúlluhólk.
heldur ekki alltaf að kaupa nýtt og
í vinnusmiðju sem þessari verður
sköpunarkrafturinn enn öflugri
en með keyptu dóti. Tækniföndrið
eykur líka vitund barna um verð-
mæti sem annars færu til spillis, og
ekki síst foreldranna. Þetta er því góð
stund til að pæla í endurvinnslu með
mömmu og pabba, eða afa og ömmu
í skemmtilegri fjölskyldusamveru.“
Blikksmiðjan verður opnuð
klukkan 13 í dag og stendur fram á
miðjan dag.
„Maður þarf alls ekki að vera
tækninörd til að njóta sín í tækni-
föndri en tækninördar sækja að
sjálfsögðu í þetta og kunna á þessu
tökin. Hinir fá hjálp frá mér og ég
sýni þeim hvernig á að fara að,“ segir
Ninna full tilhlökkunar og vonast til
að sjá sem flesta.
Blikksmiðjan verður í Borgarbóka-
safninu í Sólheimum 27. Allt efni
verður á staðnum og þátttaka er
ókeypis. Opið verður til klukkan 15 í
dag, laugardag.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Arnar Magnússon
Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins, arnarm@frettabladid.is Sími: 512-5442
JÓLAHLAÐBORÐ
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um jólahlaðborð kemur út 5. október nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
5. október
14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
F
2
-D
3
A
4
2
0
F
2
-D
2
6
8
2
0
F
2
-D
1
2
C
2
0
F
2
-C
F
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K