Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 86
Rannsakendur taka fram að persónu- leikar fólks geti breyst með aldri, þannig að sami einstaklingur getur fallið í ólíka flokka á ólíkum æviskeiðum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Á internetinu er hægt að finna gífurlegt magn af alls kyns persónuleikaprófum. Fólk er duglegt við að taka slík próf og margir virðast vilja átta sig betur á hvers konar týpa þeir eru. Yfirleitt hafa slík próf lítil sem engin vísindi á bak við sig, en rannsakendur við Northwestern-háskóla í Banda- ríkjunum rannsökuðu niðurstöður 1,5 milljóna persónuleikaprófa og segjast hafa greint fjórar megin- gerðir af persónuleikum; fyrir- mynd, sjálfhverfur, hlédrægur og venjulegur. Niðurstöður þeirra voru birtar í ritrýnda vísinda- tímaritinu Nature Human Behavior. Fólk hefur reynt að átta sig á helstu gerðum persónuleika og flokka fólk þannig eftir persónu- gerðum í meira en tvö þúsund ár. Heimspekingar í Grikklandi til forna voru meðal þeirra fyrstu sem vitað er til að reyndu þetta og tilraunirnar halda áfram á internetinu í dag. En við erum öll ólík og persónuleikar eru oft mjög flóknir. Fimm eiginleikar einkenna fólk Sálfræðingar horfa oft til per- sónueinkenna til að átta sig á persónugerðum, en fólk getur sýnt persónueinkenni sem ríma við eina persónugerð í ákveðnum aðstæðum, en svo sýnt gjörólíka eiginleika í öðrum aðstæðum. Við erum einfaldlega of flókin til að það sé auðvelt að flokka okkur snyrtilega. Rannsakendur segja að það séu fimm eiginleikar sem sálfræðingar um allan heim séu almennt sam- mála um að einkenni persónuleika fólks. Þau eru: l Að vera opinn – Hversu forvitið fólk er og hversu opið það er fyrir nýjum upplifunum og upp- lýsingum. l Samviskusemi – Hve hugulsamt og áreiðanlegt fólk er. l Mannblendni – Hversu úthverft, ákveðið og félagslynt fólk er. l Samvinnuvilji – Hve miklar áhyggjur fólk hefur af öðrum og hversu tillitssamt og samúðar- fullt það er. Greindu fjórar gerðir persónuleika Það getur reynst þrautin þyngri að flokka alla eftir persónuleikum, en rannsakendur við Northwestern- háskóla segjast hafa greint fjórar megingerðir persónuleika. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Sjálfhverfir persónuleikar eru út- hverfir, leggja ekki hart að sér, eru ósamvinnuþýðir og lokaðir. Flestir eru nú venjulegir, en þetta fólk er aðeins yfir meðallagi hvað varðar taugaveiklun og úthverfu og er lítið opið, en er almennt bara í meðallagi. Ný rannsókn á niðurstöðum 1,5 milljóna per- sónuleikaprófa leiddi til þeirrar niðurstöðu að til séu fjórar megin- gerðir af per- sónuleikum, en í þeim blandast fimm persónu- einkenni saman á ólíkan hátt. l Taugaveiklun – Líkurnar á til- finningalegu ójafnvægi, skap- sveiflum, þunglyndi, einmana- leika, reiði og depurð. Rannsakendurnir fóru yfir gögn frá meira en 1,5 milljónum manns sem höfðu tekið persónuleikapróf og greindu hversu ráðandi þessi persónueinkenni voru hjá fólkinu. Slík greining var ómöguleg fyrir tilkomu internetsins, segja rann- sakendurnir, því netið auðveldar það verulega að greina mikið magn af gögnum. Út frá greiningu sinni skil- greindu vísindamennirnir svo fjórar gerðir persónuleika, sem hafa mismunandi blöndu af þessum fimm eiginleikum. Fyrirmynd Þetta fólk er með háa einkunn í öllum eiginleikunum, nema tauga- veiklun. „Þetta er fólkið sem er vin- gjarnlegt og samvinnuþýtt,“ segir prófessor Luis Amaral, sem leiddi rannsóknina. „Það eru ekki tauga- veiklað og hefur opinn huga.“ Sjálfhverfur Amaral segir að þetta sé fólkið sem er næstum algjör andstæða fyrirmyndarinnar. „Þetta er fólkið sem leggur ekki hart að sér, það eru frekar ósamvinnuþýtt, hefur ekki opinn huga og er úthverft.“ Hlédrægur „Þetta fólk hefur litla taugaveiklun og er lítið opið,“ segir Amaral. „Aftur á móti er það líklegt til að vera bæði samviskusamt og sam- vinnuþýtt.“ Venjulegur Fæstir vilja kenna sig við að vera venjulegir, en samkvæmt rann- sókninni falla flestir í þennan flokk persónuleika. Þetta fólk er aðeins yfir meðallagi hvað varðar taugaveiklun og úthverfu, en er lítið opið. Prófessor Amaral segir að það sé mjög lítið að segja um þennan hóp, hann sé bara í meðal- lagi. Getur breyst með aldri og menningu Rannsakendur taka fram að per- sónuleikar fólks geti breyst með aldri, þannig að sami einstaklingur getur fallir í ólíka flokka á ólíkum æviskeiðum. Þar sem allir þátttakendur í rannsókninni töluðu ensku og höfðu aðgang að tölvu má gera ráð fyrir að meirihlutinn komi frá Vesturlöndum. Rannsakendur vilja nú auka umfang rannsóknarinnar til að sjá hvort sömu persónuleika- gerðir séu ráðandi þar sem fólk talar önnur tungumál og hefur aðra menningu. 16 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 2 -E 7 6 4 2 0 F 2 -E 6 2 8 2 0 F 2 -E 4 E C 2 0 F 2 -E 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.